Frétt

Stakkur 32. tbl. 2004 | 11.08.2004 | 11:59Skattarnir og réttlætið – burt með bútasauminn

Álagningu skatta er lokið og niðurstaðan hlýtur að vera mörgum gleðiefni. Ríkum Íslendingum hefur fjölgað og þeir borga 10% fjármagnstekjuskatt meðan hinir, sem bara strita fyrir launum, borga þetta tæp 40% og upp í 43%, séu þeir svo lánsamir að hafa nægilega há laun til þess að fá að greiða hátekjuskatt. Burtséð frá því, svo við lítum okkur nú nær, þá hefur bæjarstjórn Bolungarvíkur kvartað undan því að nú séu flestir útgerðarmenn minni skipa búnir að stofna einkahlutafélög, skammstafað ehf, um reksturinn og þar af leiðandi skili útsvarið sér ekki til sveitarfélagsins í sama mæli og fyrr. Vissulega er um að ræða skattaskjól, sem hinn almenni launamaður á ekki kost að hlaupa í. Misræmi skapast og sveitarstjórnir og almenningur verða gröm.

Skattar eru nauðsynlegir til að reka þjóðfélagið, en fer hið opinbera nokkuð betur með peninga en almenningur? Bretar segja að tvennt sé öruggt í lífinu, skattarnir og dauðinn. Í umræðu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings kvað einn þingmaðurinn upp úr með það, að dauðinn versnaði þó ekki í hvert skipti sem þingið kæmi saman.

Hver sem afstaða okkar er til tekjuskatta, eignarskatta og skattlagningar yfirleitt, er það viðurkennd staðreynd að háír skattar hafa ætíð í för með sér ríka tilhneigingu margra til að leita allra leiða til að losna við greiðslu skatta. Við upptöku núverandi kerfis staðgreiðslu skatta var markmiðið að hafa það einfalt og gagnsætt. Það tókst, en síðan hefur skattaflíkin verið sniðin að tískustraumum stjórnmálamanna sem allir vilja hafa sinn lít á þeirri flík, sem nú minnir meira á bútasaumsteppi upp á ameríska móðinn, en réttlátt kerfi til að ná fé til samneyslunnar. Skattaflíkin ber ekki með sér að haftakerfið á Íslandi sé liðið undir lok og hægt að kaupa það sem hugurinn girnist án afskipta stjórnmálamanna. Miklu nær minnir skattakerfið á stagbætta flík frá kreppuárunum, svo langt hafa alþingismenn úr öllum flokkum gengið til móts við hinar ólíku kröfur og óskir hinna mismunandi þrýstihópa. Allt er þetta af góðum huga gert og til þess ætlað að hjálpa þeim sem minnst mega sín. En oftast gleymist að réttlæti er torfundið og enginn gerir svo öllum líki.

Ísland er ekki lengur einangrað eysamfélag úti í hafi heldur hluti af heiminum með öllum þeim kostum og göllum sem fylgja. Það var athyglisvert að hlusta á skattakóng Íslands Björgólf Guðmundsson lýsa því í sjónvarpi, að hann væri að flytja skattgreiðslur sínar heim til Íslands. Ekki síst er það fyrir þá staðreynd, sem lengi var hulin stjórnmálamönnum, einkum þeim sem hafa forsjárhyggjuna að leiðarljósi, að það sé engan veginn gefið mál að ríkir Íslendingar, sem auðgast hafa erlendis, vilji endilega hafa fé sitt í umferð á Íslandi. Og hvað þá að greiða skatt af því hérlendis. Hinu verður ekki neitað að ýmislegt hrópar á leiðréttingu. Skattprósentan sem notuð er á stritarana verður að lækka og færa verður út úr skattkerfinu allar þær félagslegu millifærslur sem þar viðgangast, til dæmis í formi barnabóta sem eru tekjutengdar að fullu eftir enn einn pólitíska bútasauminn. Í Danmörku eru barnabætur víst greiddar með hverju barni óháð launum foreldra eða foreldris, en þurfi meira að koma til tekur félagsþjónustan við. Það gengur ekki að skattlagning sé eins og hver önnur fátækrahjálp hvorki gagnvart ríkum né fátækum. Burt með bútasauminn og fáum almennilega flík í staðinn.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli