Frétt

| 29.06.2001 | 16:57Tveir af núverandi stjórnarmönnum hafa setið samfleytt nærri hálfa öld

Aðalfundur Bridgefélagsins Gosa á Þingeyri var haldinn í Burstabæ Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri fyrir stuttu. Var hann fjölsóttur af báðum kynjum og þótti rart, þar sem aðeins ein bridgekona, Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Dýrhól, telst virk á Þingeyri í dag. Á fundinum var hún með mikinn, svartan hatt samkvæmt tísku í New York og vakti mikla lukku. Gosi er elsta starfandi bridgefélag á Vestfjörðum og þykir því hlýða að skýra nokkuð frá aðalfundi félagsins hér á BB-vefnum.
Áður en fundurinn hófst lék Sigurður G. Daníelsson (Siggi Dan) safnvörður á Hrafnseyri nokkrar rómantískar ballöður á píanó og féllu þá sumir í trans en aðrir létu sér fátt um finnast. Léttadrengur staðarins flutti síðan stutta hugvekju um Grelöðu og Án rauðfeld mann hennar og Hrafn Sveinbjarnarson. Að því loknu var gengið til fundarstarfa og kaffidrykkju.

Davíð H. Kristjánsson, ritari félagsins, flutti viðamikla skýrslu stjórnar og kom þar fram að stjórnin hafði starfað alveg eins og vant er og voru sumir fundarmenn engu nær. Fráfarandi formaður, Tómas Jónsson, hafði safnast til feðra sinna á starfstímabilinu og er hans sárt saknað. Gjaldkerinn, Guðmundur Friðgeir Magnússon, var auðvitað á sjó, en sendi Davíð með hinn digra sjóð félagsins á staðinn, svo hann gæti borgað fyrir kaffið. Samþykkt var að senda gjaldkeranum væna sneið af tertunni sem húsfreyjan í burstabænum bar fram með kaffinu. Síðan hneigði ritarinn sig fyrir sína hönd og annarra stjórnarmanna sem ekki gátu verið viðstaddir.

Sigfús Jóhannsson, aðalframkvæmdastjóri félagsins, tók síðan til máls. Kom fram, að hann hafði starfað mikið fyrir félagið þegar hann var á Flæmska hattinum og eins þegar hann fraus inni í ísnum á skipi sínu í vetur við Nýfundnaland. Var þá spilað bridge frá morgni til kvölds.

Fram kom, að tveir félagar úr Gosa hefðu farið fyrir nokkrum árum á Íslandsmót á Hótel Sögu. Vantaði þá bara einn slag til að komast áfram í úrslitin. Nóttina eftir vafraði annar þeirra um ganga hótelsins og tautaði fyrir munni sér: „Það vantaði bara einn, það vantaði bara einn“, en hinn fór og fékk sér einn tvöfaldan.

Einnig kom fram, að Hallgrímur Sveinsson og Guðmundur Sören, makker hans, hefðu einu sinni orðið efstir á Gosakvöldi og voru þeir heiðraðir með dúndrandi lófaklappi. Var talað um að þeir hefðu báðir vakið eiginkonur sínar þegar þeir komu heim umrætt kvöld.

Var nú gengið til stjórnarkjörs. Davíð og Guðmundur Friðgeir hafa nú setið í stjórn Gosa uppundir fimmtíu ár og þurfti því ekki að kjósa þá, þar sem stjórnarmenn eru kosnir ævilangt í félaginu. Torfi Bergsson á Felli var kosinn formaður eftir harðan kosningaslag þar sem gekk á ýmsu. Flutti hann síðan tölu, þar sem fram kom að hann mundi vinna baki brotnu að málefnum félagsins í framtíðinni. Var Gosalagið þvínæst blístrað.

Sigfús Jóhannsson var endurráðinn aðalframkvæmdastjóri þó að vitað væri að hann væri fluttur af félagssvæðinu. Þótti það ekki tiltökumál, þar sem hann gæti fjarstýrt málefnum félagsins utan af sjó í gegnum Netið. Einnig væri líklegra að hann flytti aftur á félagssvæðið ef hann hefði ákveðið embætti til að hverfa að.

Að aflokum fundarstörfum settust fundarmenn á orkusteininn á Hrafnseyri, en eins og kunnugt er fyllast allir þeir sem á steininn setjast mikilli orku til kvenna og annarra góðra hluta. Davíð ritari fór bæði úr sokkum og skóm til að komast í betra jarðsamband samkvæmt ritúalinu. Hinn nýkjörni formaður reiknaði með miklum afrekum þegar hann kæmi heim að Felli til spúsu sinnar, sem reyndar var einnig á fundinum.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli