Frétt

mbl.is | 06.08.2004 | 16:15Ekki óskað eftir hæli fyrir Bobby Fischer á Íslandi

Hvorki lögmaður né aðstoðarmenn Bobbys Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, hafa óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að Fischer verði veitt pólitískt hæli hér á landi. Lögmaður Fischers greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að Fischer vildi afsala sér bandarískum ríkisborgararétti. Þá sagðist lögmaðurinn vera, ásamt stuðningsmönnum Fischers, að leita eftir landi sem vildi veita honum hæli.

Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að ekki hafi verið óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að Fischer fái hæli hér. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri kveðjum til Fischers í gegnum Bandaríkin. Þá buðu íslensk stjórnvöld Bandaríkjastjórn aðstoð sína í málinu. Ennfremur var því komið á framfæri að Íslendingar beri virðingu fyrir Fischer og hafi samúð með stöðu hans, segir Gunnar Snorri.

„Við höfum enga greinilega aðkomu að málinu þó svo að hann hafi átt þessa stóru stund hérna á Íslandi,“ segir Gunnar Snorri. Þá segir hann samband Íslendinga við skáksnillinginn vissulega vera dálítið sérstakt og þess vegna hafi verið farin þessa óvenjulega leið til að bera til hans kveðju.

Gunnar Snorri segir að íslensk stjórnvöld séu ekki að beita sér í málinu með öðrum hætti. „Formlega séð er okkar aðkoma ósköp lítil,“ segir Gunnar Snorri. Þá segir hann að í gildi sé framsalssamningur við Bandaríkin og að ríkisstjórn Íslands muni ekki ógna nánu og góðu sambandi sem sé við Bandaríkin. Einnig hafi Ísland átt aðild að þeirri samþykkt Sameinuðu þjóðanna, sem Bobby Fischer braut með þátttöku sinni í skákmóti í Júgóslavíu 1992. Ísland hafi jafnvel gengið harðar fram í því á alþjóðavettvangi en Bandaríkin að samþykktir SÞ séu virtar.

Gunnar Snorri segir ekki hafa komið óskir frá fólki hér á landi um að íslensk stjórnvöld beiti sér í máli Fischer, sú umræða hafi farið fram í fjölmiðlum.

Lögmaður Fischers, Masako Suzuki, las upp yfirlýsingu hans á blaðamannafundi í morgun en Bandaríkin hafa óskað eftir að Japanir framselji Fischer. Fischer var handtekinn í Japan 13. júlí sl. er hann reyndi að fara með flugi til Filippseyja. Þá kom fram í dag að hann hefði ekki með formlegum hætti óskað eftir ríkisborgararétti eða hæli í öðru landi. En faðir hann er Þjóðverji og því er Fischer sagður íhuga að sækja um þýskan ríkisborgararétt.

Í yfirlýsingunni segir Fischer að Bandaríkjastjórn hafi framið glæp gegn sér. „Ég vil ekki lengur vera bandarískur ríkisborgari. Nú er nóg komið. Ég afsala mér hér með og þegar í stað bandarískum ríkisborgararétti,“ segir Fischer í yfirlýsingunni sem er handskrifuð. Ástæðuna segir Fischer, 61 árs, vera þá að „hin viðbjóðslega Bandaríkjastjórn og hin viðbjóðslega Japansstjórn, sem stýrt er af bandarískum yfirvöldum, vinna saman og í glæpsamlegu samsæri að því að eyðileggja með ólögmætum hætti fullkomlega löglegt bandarískt vegabréf mitt.“

Andúð Fischer á Bandaríkjunum er löngu heyrinkunn. Í útvarpsviðtali eitt sinn fagnaði hann hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin 11. september 2001 og sagði að rétt væri að þurrka Bandaríkin út af landakortinu.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli