Frétt

Stakkur 31. tbl. 2004 | 05.08.2004 | 08:56Forsetinn settur inn

Síðasta sunnudag, nánar til tekið hinn 1. ágúst 2004 var Ólafur Ragnar Grímsson settur inn í embætti þriðja sinnið. Mun meira var haft við en oft áður, sannölluð skrautsýning, þar sem mörgum fannst hin enska eiginkona forsetans, Dorrit Moussaieff, bera af í íslenskum skautbúningi. Öðrum fannst ekki við hæfi að hún klæddist skautbúningnum, hún væri ekki Íslendingur. Slíkt er auðvitað firra. Hún er gift forseta Íslands og eðlilegt að hún reyni að nálgast íslenska þjóð, enda hafa konur forsetans verið honum til upplyftingar fremur en hitt í embætti. Það finnst mörgum aðall góðra hjónabanda að makarnir bæti hvern annan upp. Ræða forsetans við innsetninguna var fremur dauf, enda segir Brigir Hermannsson stjórnmálafræðingur að hún hafi verið bitlaus, en aðrir stjórnmálafræðingar segja hana hafa verið vörn fyrir embættið, sem nokkur fjöldi íslenskra kjósenda telur reyndar óþarft og upphafið um of. En það er þarna og á sér stoð í stjórnarskrá. Þriðja kjörtímabilið er hafið og hvað það færir okkur er ekki vitað, núna leggur forsetinn meira upp úr klæðaburði en meðan hann var pólitíkus og mætti í litlitlum jakkafötum við innsetningu forvera síns í embætti 1988.

Tímarnir breytast og mennirnir með segir máltækið, en ætli mennirnir breytist ekki fremur en tímarnir og hver maður er barn síns tíma í einum eða öðrum skilningi. Sagnfræðingar framtíðarinnar hafa gjarnan aðra sýn á atburði, en við sem lifum þá á líðandi stundu. Mikið hefur verið gert úr fjarveru alþingismanna og ráðherra við innsetninguna. Þá má ekki gleyma því, að mikið álag hefur verið á þeim ágætu mönnum í sumar og því eðlilegt að menn sinni nú fjölskyldu og vinum, því enginn veit hvort framundan eru átök um samþykkt lög frá Alþingi eður ei. Tónninn hefur verið slegin og erfitt að stíga til baka. Þrýstingur mun aukast frá ýmsum hópum úti í þjóðfélaginu, að forseti synji lögum staðfestingar. Þrýstihóparnir munu túlka orð forsetans í ræðunni við innsetninguna á þann veg, að með því að segja að forsetinn og aðrir ráðamenn skuli fara eftir því sem almenningur segi, liggi fyrir loforð forsetans um að gera slíkt. Hætt er við því að störf þingmanna reynist erfiðari fyrir vikið og enn minnki áhugi þeirra sem hafa hæfileika og færni til, að leita eftir kjöri til Alþingis. Það er slæm þróun.

Góðærið sem ríkt hefur á Íslandi hefur ekki komið jafnt fram um allt land, því miður eða hvað? En engu að síður hefur ríkt meiri stöðugleiki á Íslandi síðust 13 árin en mjög langan tíma þar á undan. Reyndar ríkti aldrei á síðustu öld svo langt tímabil stöðugleika, sem enn stendur. Ef til vill hefur það gert okkur dofin fyrir því að ekkert varir óbreytt að eilífu, þótt vissulega sé vonað að Alþingi og ríkisstjórn bera gæfu til að halda áfram á sömu braut. Ella kynni það að gerast sem landsbyggðin er að berjast við, að missa burt fólkið, færist á höfuðborgarsvæðið og þeir sem haf hæfileikina, kjarkinn og þorið flytji burt. Við þessu hefur hinn nýinnsetti forseti vara, eins og reyndar margir aðrir. En munu gerðir ráðamanna sýna að þeir hafi skilning á vandamálinu?

Til hamingju með kjörtímabilið forseti Íslands.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli