Frétt

bb.is | 04.08.2004 | 17:01Austur-Barðastrandarsýsla sniðgengin í umfjöllun um Vestfirði?

Reykhólar og Flatey í Austur-Barðastrandasýslu eru t.d. ekki merkt á þetta kort sem má finna í Icelandic Geographic.
Reykhólar og Flatey í Austur-Barðastrandasýslu eru t.d. ekki merkt á þetta kort sem má finna í Icelandic Geographic.
Einar Örn Thorlacius, sveitastjóri Reykhólahrepps, segir að svo virðist sem svæðum í fjórðungnum séu gerð mismunandi góð skil í hinu nýútgefna tímariti Icelandic Geographic sem að þessu sinni er algerlega helgað Vestfjörðum. „Umfjöllun um Reykhólahrepp er engin og umfjöllun um Strandasýslu mjög léleg“, segir Einar Örn í tölvupósti sem hann sendi bb.is í dag. Þá bendir Einar einnig á að í tímaritinu megi finna kort af Vestfjörðum þar sem vanti öll örnefni í Austur-Barðastrandarsýslu.

Eins og komið hefur fram styrkti Ísafjarðarbær útgáfu blaðsins, eitt sveitarfélaga á Vestfjörðum, um eina og hálfa milljón króna. Áður höfðu útgefendur þess leitað eftir samstarfi við Fjórðungssamband Vestfirðinga.

Bréf Einars fylgir hér að neðan í heild sinni:

„Oft finnst mér Reykhólahreppur (eða Austur-Barðastrandarsýsla sem er einn og sami hluturinn) gleymast í Vestfjarðaumfjöllun. Um daginn var t.d. í sjónvarpsfréttum sagt frá hinni nýju glæsilegu sundlaug á Hólmavík. Í fréttinni var sagt að þá væru komnar tvær 25 metra laugar á Vestfjarðakjálkann, þ.e. á Tálknafirði og í Hólmavík. En við á Reykhólum erum búin að hafa glæsilega 25 metra sundlaug í 60 ár, hugsaði ég og hringdi strax í fréttastofuna. Hin elskulega Elín Hirst las svo upp leiðréttingu í lok fréttatímans.

Það er eins og einkum íbúum norðanverðra Vestfjarða hætti til að gleyma okkur alveg. Nýjasta dæmið er tímaritið Icelandic Geographic sem kom nýlega út. Um er að ræða einkar glæsilegt 100 bls. glanstímarit (í góðri merkingu þess orðs) sem að þessu sinni er algerlega helgað Vestfjörðum. Fram hefur komið í fréttum að Ísafjarðarbær styrkti verkefnið um eina og hálfa milljón króna og er það vel.

Mér hefur alltaf fundist að sá sem ætlaði að gera Vestfjörðum einhver skil fyrir ferðamenn yrði að hafa í huga að gera öllum svæðunum fimm skil:

1) Austur-Barðastrandarsýsla.
2) Vestur-Barðastrandarsýsla.
3) Norðursvæði.
4) Hornstrandir.
5) Strandasýsla.

Ég er þá ekki endilega að meina að öllum svæðunum séu gerð jöfn skil (þótt auðvitað sé það best!), heldur sé verið að gera ferðamönnum grikk ef einhverjum þessara svæða sé algerlega sleppt.

Einhverra hluta vegna varð ég þó ekkert hissa þegar ég skoðaði blaðið og sá að umfjöllun um Reykhólahrepp (eða Austur-Barðastrandarsýslu) er engin, og þá meina ég alls engin! Og umfjöllun um Strandasýslu mjög léleg. Ég minni á að blaðið er 100 blaðsíður! Það sem veldur því að ég sting niður penna er blaðsíða 12 í umræddu tímariti, þar sem sniðganga gagnvart Reykhólahreppi nær nýjum hæðum.

Á bls. 12 er nefnilega að finna eina kortið af öllum Vestfjörðum í blaðinu. Þar eru tilgreind örnefni í Vestur-Barðastrandarsýslu, Norðursvæði, Hornströndum og í Strandasýslu eins og vera ber. Höfundi kortsins hefur hins vegar fundist Austur-Barðastrandarsýsla ekki koma lesendum blaðsins neitt við, þannig að ekkert einasta örnefni er merkt inn á kortið í sýslunni!

Þetta er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Tvö örnefni í Austur-Barðastrandarsýslu eru merkt inn, þ.e.Hergilsey og Oddbjarnarsker! Sjálfsagt stafar það af fáfræði, þ.e. höfundur kortsins hefur í fáfræði sinni haldið að þessar tvær eyjar tilheyrðu vestursýslunni.

Flatey á Breiðafirði er ekki merkt, ekki Reykhólar, ekki Króksfjarðarnes o.s.frv.

Það má þó segja útgefendum þessa tímarits til hróss að þeir eru algerlega samkvæmir sjálfum sér. Þeir minnast ekki á Austur-Barðastrandarsýslu í blaðinu frekar en hún væri ekki til og þurrka þar að auki út öll örnefni sýslunnar af landakortinu í blaðinu.

Í blaðinu sjálfu segir að öll kort séu unnin af Landmælingum Íslands fyrir tímaritið Icelandic Geographic. Bágt á ég með að trúa því að Landmælingar Íslands hafi að eigin frumkvæði þurrkað út öll örnefni á okkar svæði. Það hvarflar að manni að höfundur kortsins hafi hreinlega haldið að Austur-Barðastrandarsýsla tilheyrði ekki Vestfjarðakjálkanum (hvernig svo sem menn finna það út).

Ágætis umfjöllun er t.d. um eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi en ekki minnst á Flatey á Breiðafirði sem þó tilheyrir Vestfjörðum.

Mér þætti vænt um ef útgefendur BB óskuðu eftir því við Þórdísi Höddu Yngvadóttur ritstjóra Icelandic Geographic að hún gerði grein fyrir því í blaðinu hvers vegna ákveðið var að sniðganga Austur-Barðastrandarsýslu jafn gersamlega og raun ber vitni í þessu annars ágæta blaði“, sagði Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Reykhólahrepps.

thelma@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli