Frétt

| 28.06.2001 | 15:26Allir ávörpuðu þá á ensku á leiðinni

Guðmundur og Kristján á Skutulsfjarðarbrautinni á Ísafirði laust fyrir klukkan þrjú í dag.
Guðmundur og Kristján á Skutulsfjarðarbrautinni á Ísafirði laust fyrir klukkan þrjú í dag.
Tveir „gamlir“ Vestfirðingar komu laust fyrir klukkan þrjú í dag hjólandi til Ísafjarðar frá Reykjavík og voru á svipuðum tíma og fyrsti Fokkerinn sem komið hefur vestur síðan í fyrradag. Reyndar lögðu þeir af stað á mánudagsmorgun og þessi ferðamáti verður ekki rakinn til þeirra truflana sem orðið hafa á flugsamgöngum sakir þoku í Reykjavík. Hjólreiðamennirnir tveir eru þeir Guðmundur Ólafsson frá Ísafirði, nú kennari við Menntaskólann við Sund, og Kristján Jónatansson úr Bolungarvík, nú framkvæmdastjóri Breiðabliks í Kópavogi.
Þeir félagarnir segja að þessi ferð hafi raunar ekki komið til af góðu. Þeir létu þau orð falla í fullkomnu alvöruleysi í votta viðurvist fyrir nokkru að þeir ætluðu sér að hjóla vestur en sáu sér síðan ekki annað fært en að standa við þessi stóru orð. Þeir keyptu sér hjól fyrir hálfum mánuði og tóku fjórar æfingar áður en lagt var upp í ferðina. Að fenginni reynslu mæla þeir með því að æfingar fyrir ferð af þessi tagi skuli alls ekki stundaðar skemur en hálfan mánuð.

Ýmislegt fremur óvænt dreif á þessa daga Guðmundar og Kristjáns á leiðinni vestur. Þar má nefna, að þar sem þeir komu voru þeir ævinlega ávarpaðir á ensku en ekki íslensku. Meira að segja sagði afgreiðslumaður á einum áningarstað, að hann hefði ekki haldið að nokkur Íslendingur væri svo vitlaus að fara hjólandi á milli landshluta.

Aðra hjólreiðamenn hittu þeir vissulega á ferð sinni en þar var um Þjóðverja og Íra að ræða en enga Íslendinga. Útlendingarnir sögðu að þetta væru einu hjólandi Íslendingarnir sem þeir hefðu hitt á ferðum sínum um landið.

Ekki bera þeir Guðmundur og Kristján íslenskri umferðarmenningu vel söguna. Verstir segja þeir að atvinnubílstjórar á flutningabílum og rútum hafi verið og sýnt þeim fullkomið tillitsleysi. Það mun vera annað en gaman að vera á hjóli og mæta stórum flutningabíl eða rútu á meira en hundrað kílómetra hraða og lenda í vindhvirflinum á eftir þeim. Auk þess prísuðu þeir sig sæla að hafa verið með hjálma vegna grjótflugsins sem þessum bílum fylgdi líka.

Guðmundur Ólafsson átti á sínum tíma heima að Hafnarstræti 4 og síðan í Miðtúni 25 á Ísafirði. Hann kenndi íþróttir í nokkur ár við Menntaskólann á Ísafirði á dögum Jóns Baldvins Hannibalssonar og var ötull í fótboltanum þegar Ísfirðingar voru og hétu á þeim vettvangi. Guðmundur fluttist suður árið 1977. Kristján Jónatansson þekkja allir Bolvíkingar og miklu fleiri en hann fluttist suður fyrir rúmum fimm árum.

Þeir kapparnir héldu mjög skipulegt bókhald um ferðina vestur, hvort sem þar er um að ræða vegalendir, „virkan tíma“, meðalhraða eða annað sem máli skiptir. Á mánudag hjóluðu þeir í Borgarnes og fóru fyrir Hvalfjörð vegna þess að hjólreiðar eru ekki leyfðar um göngin undir fjörðinn. Annan daginn fóru þeir í Stykkishólm og þá var Kerlingarskarðið erfiðasti hlutinn. Í gær komu þeir yfir Breiðafjörðinn (með Baldri en ekki hjólandi) og héldu til Þingeyrar þar sem þeir áðu í nótt. Heiðarnar voru ærið strembnar og meðalhraðinn ekki nema 13,1 km á móti 18,7 km fyrsta daginn. Í dag komu þeir síðan frá Þingeyri og meðalhraðinn hífðist allmyndarlega. Þegar þetta er ritað eru þeir væntanlega komnir langleiðina á áfangastað í Bolungarvík, sólbrenndir og glaðir og þreyttir og sennilega dálítið fegnir.

bb.is | 28.09.16 | 07:47 Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt „Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli