Frétt

Jón Bjarnason | 03.08.2004 | 15:58GSM- símasamband í byggð og á þjóðvegum landsins

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Notkun GSM-farsíma hefur breiðst hratt út meðal landsmanna, en talið er að um 300 þúsund farsímanúmer séu nú í notkun hér á landi. Farsímar skipta nú miklu máli fyrir fólk bæði í leik og starfi. Ferðafólk og vegfarendur vítt og breitt um landið treysta á að í byggð og á helstu þjóðvegum sé GSM-símasamband. Farsímar eru ómetanleg öryggistæki – þ.e.a.s. ef hægt er að ná sambandi. Það ætti því ekki að þurfa að orðlengja frekar hve farsímasamband skiptir miklu máli fyrir hinar dreifðu byggðir og öryggi vegfaraenda. Það er því sorglegt að nær ekkert hefur gerst í því að færa út farsímanet landsins í langan tíma. Og þrátt fyrir margar fagrar ræður um mikilvægi fjarskipta segja stjórnvöld að farsími sé ekki þeirra mál, einkavæðingin leysi vandann.

Baráttumál Vinstri-grænna

Sá sem þetta ritar er nú orðinn næsta vel kunnugur ofangreindu áhugaleysi en ég hef þrásinnis krafist þess á Alþingi ásamt fleiri þingmönnum Vinstri grænna að stjórnvöld beiti sér fyrir átaki í fjarskiptamálum. En undirtektir hjá stjórnarliðum hafa engar verið. Ríkið hefur þó enn óskoruð yfirráð yfir Landssíma Íslands og getur í krafti eignarhluta síns gert fyrirtækinu að setja sér það markmið og hefjast handa um að tryggja öllum landsmönnum aðgang að GSM-farsímakerfinu. Þingmenn VG hafa lagt hart að ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fram frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum þess efnis að GSM-farsímakerfið verði skilgreint sem öryggis- og neyðarkerfi í byggð og á aðalþjóðvegum landsins. Þetta baráttumál okkar hefur notið víðtæks og öflugs stuðnings sveitarstjórna og almannasamtaka víða um land, en ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa daufheyrst og borið við að farsímaþjónustan sé markaðsvædd og því megi samfélagið engar kröfur gera.

GSM verði skylduþjónusta símafyrirtækjanna

Ljóst er að talsverður kostnaður fylgir því að tryggja landsmönnum aðgang að GSM- kerfinu og víða verður það ekki rekið á viðskiptagrunni frekar en mörg önnur almannaþjónusta. Því er eðlilegt að gera þá kröfu að ríkisvaldið tryggi öllum íbúum þjóðarinnar jafnt aðgengi að þessari þjónustu. Við erum ein þjóð í einu landi. Þetta er grunnþjónusta við almenning og fráleitt að mismuna þjóðinni eftir búsetu eins og nú er gert.

Unnt er að tryggja hámarksöryggi og útbreiðslu GSM-farsímakerfisins með ýmsum hætti. Nærtækast er að fela Landssíma Íslands, sem er að nær öllu leyti í eigu þjóðarinnar, að ráðast í verkið. Með því einu að lækka arðsemiskröfuna sem gerð er til fyrirtækisins má ná markmiðinu án þess að veita til þess fé úr ríkissjóði. Hvað varðar aðra hluthafa í félaginu þarf að vera tryggt að þeir eigi innlausnarrétt á hendur ríkinu á sínum hlutum.

Ennfremur má tryggja útbreiðslu kerfisins með alþjónustukvöðum, en slíkar kvaðir falla að uppbyggingu þeirra fjarskiptalaga sem nú eru í gildi.

Öryggis- og neyðarkerfi landsmanna

Skilgreining GSM-farsímakerfisins sem öryggis- og neyðarkerfi í fjarskiptalögum leiðir til þess að tryggja verður þjónustuna. Þá ákvörðun geta stjórnvöld nú þegar tekið og fylgt eftir. Nánast allir vegir á Vestfjörðum er án GSM-sambands. Að undanteknum þéttbýlisstöðunum er byggðin frá Reykhólum um Barðaströnd og alla Vestfirði, Strandir og að Brú í Hrútafirði GSM farsímasambands laus. Fleiri svæði má nefna þar sem ekkert GSM-samband er.

Málið er að í markaðsvæddum fjarskiptum hafa símfyrirtækin komist upp með að skilgreina hvern einstakan sendi sem sér rekstrareiningu og skili hann ekki þeim arði sem krafist er þá er hann ekki settur upp. Með þessu háttalagi verður seint eða aldrei byggt upp farsímakerfi vítt og breitt um landið eins og þjóðin óskar.

Hlutafélagavæðing Landsímans var aðför að þessari grunnþjónustu sem fjarskiptin eru. Enn hefur þó þjóðin boðvald yfir Landsímanum og því á að beita í þágu hennar.

Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli