Frétt

mbl.is | 01.08.2004 | 20:59Trúin á þjóðina, traust á almenningi er grundvöllur stjórnskipulags vors

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn í dag. Í ávarpi sínu við innsetningarathöfn í Alþingishúsinu sagði forsetinn m.a. að embætti forseta hefði breyst í tímans rás en að mikilvægt væri að varðveita rætur þess í vitund þjóðarinnar og sess þess í stjórnskipan landsins. Kjarni lýðræðisins væri að forseti, alþingi og stjórnvöld öll lytu vilja þjóðarinnar og leiðsögn.

Athöfnin hófst með lúðrablæstri á Austurvelli kl. 15 en kl. 15:30 hófst helgistund í Dómkirkjunni að viðstöddum ráðherrum og ríkisstjórn, fyrrverandi forseta, sendiherrum erlendra ríkja, æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Öllum var heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfði.

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, sagði m.a. í hugvekju sinni að heimurinn þarfnaðist trúar – trúar sem læknaði og leiddi fram hið góða. „Við skulum standa á traustum grunni trúarinnar,“ sagði biskup. Þá sagði hann að undanfarið hefði verið tekist á í samfélaginu um völd og valdmörk og mörgum hefði þótt hrikta í stoðum lýðveldisins. „Þær stoðir eru styrkar á meðan virðingin fyrir sameiginlegum gildum ræður för og stýrir hinni opnu og frjálsu umræðu,“ sagði biskup. Hann sendi sérstakar og hugheilar kveðjur til forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, sem er í veikindaorlofi.

Að lokinni helgistundinni var gengið til Alþinghússins þar sem innsetningarathöfnin fór fram. Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og aðrir handhafar forsetavalds; forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, og forseti Alþingis, Halldór Blöndal, settu forsetann inn í embætti. Forseti Hæstaréttar lýsti forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs auk þess sem hann mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem Ólafur Ragnar Grímsson undirritaði.

Eftir embættistökuna gengu forsetahjónin út á svalir Alþingishússins og minntust fósturjarðarinnar. Að því loknu flutti forsetinn ávarp í Alþingishúsinu og Dómkórinn söng þjóðsönginn. Að lokum tóku forsetahjónin við árnaðaróskum viðstaddra.

Í ávarpi sínu sagði forsetinn m.a.:

„Forsetar Íslands hafa á þeim 60 árum sem liðin eru frá lýðveldisstofnun oft glímt við flókin úrlausnarefni. Og verk þeirra og framlag til þjóðarsögu hafa reynst farsæl og leitt til margra ávinninga.“

„Embætti forseta Íslands hefur breyst í tímans rás og svo mun einnig verða um ókomin ár en mikilvægt er þó að varðveita rætur þess í vitund þjóðarinnar og sess þess í stjórnskipun landsins um leið og tekist er á við umbreytingarnar sem einkenna framrás heimsins og framtíð Íslendinga. Sú veröld sem heilsar okkur á nýrri öld er ærið ólík þeirri sem var þegar þjóðin kom saman á Þingvöllum fyrir 60 árum til að fagna lýðveldisstofnun og forseti var valinn í fyrsta sinn.“

„Kjarni lýðræðisins er að forseti, alþingi og stjórnvöld öll lúti vilja þjóðarinnar og leiðsögn, starfi í þágu markmiða sem hún hefur með samræðum og víðtækri þátttöku gert að sínum. Þá vitnaði Ólafur Ragnar til orða Ásgeirs Ásgeirssonar þegar hann tók við embætti forseta í fyrsta sinn, en hann sagði: „Trúin á þjóðina, traust á almenningi er grundvöllur stjórnskipulags vors.“ Ólafur Ragnar sagði að lýðræðisandi Íslendinga væri leiðarljósið sem vísaði veginn.

Í lok ávarps síns sagði forsetinn: „Með auðmýkt í hjarta tek ég á ný við ábyrgðinni, sem þjóðin færir mér á herðar, og heiti því að leita samstarfs við alla, sem hafa heill lands og þjóðar að leiðarljósi. Blessun og gæfa fylgi Íslendingum um alla framtíð.“

Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti árið 1996, sjálfkjörinn árið 2000 og var 26. júní sl. kjörinn til næstu fjögurra ára. Eiginkona hans er frú Dorrit Moussaieff.

Mikla athygli vakti að Dorrit Moussaieff klæddist skautbúningi við embættistökuna. Hann var saumaður árið 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, fyrir Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu. Jakobína baldýraði treyjuna með gullþræði sem enn er gljáandi og fallegur og er munstrið sóleyjarmunstur, sem Sigurður Guðmundsson málari teiknaði. Á ermunum eru 7 hnappar úr víravirki með laufi.

Brjóstnælan er gömul víravirkisnæla, sem er gjöf frá Ólafi Ragnari til Dorritar. Í samfellunni (pilsinu) er listsaumur með sóleyjarmunstrinu saumað með silkiþræði. Víravirkisbeltið með sprota er smíðað af Gísla Árnasyni gullsmið frá Ísafirði (1859–1942). Koffrið smíðaði Þórarinn Ágúst Þorsteinsson (1859–1945) gullsmiður frá Ísafirði. Blæjan er í eigu Heimilisiðnaðarfélags Íslands og er frá um 1910. Hún er úr bómullartjulli og er applikeruð.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli