Frétt

mbl.is | 30.07.2004 | 08:16Kerry gagnrýndi stefnu Bush og segist munu endurreisa traust á Bandaríkin

John Kerry, öldungadeildarþingmaður, flutti lokaræðuna á flokksþingi demókrata í Boston í Bandaríkjunum í nótt þegar hann tók formlega við útnefningu flokksins sem forsetaefni. Í ræðunni gagnrýndi Kerry stefnu Georges W. Bush, forseta Bandaríkjanna, harðlega og hét því að yrði hann kjörinn forseti muni hann því aðeins leiða bandarísku þjóðina í stríð ef bregðast þyrfti við raunverulegar og yfirvofandi hættu.

„Fullyrðingar um gereyðingarvopn í Írak búa ekki til slík vopn," sagði Kerry. „Fullyrðingar um að við getum háð stríð með ódýrum hætti gera slíkt ekki kleift. Og það er alls ekki nóg, að lýsa því yfir að herferðinni sé lokið og markmiðin hafi náðst," sagði Kerry.

Kerry hóf ræðu sína á því að heilsa þingfulltrúum með hermannakveðju og segja: „Ég heiti John Kerry og ég er til þjónustu reiðubúkinn." Í ræðu Kerrys voru víða tilvísanir til föðurlandsástar og herþjónustu. Kerry sagði m.a. að bandaríski fáninn tilheyrði ekki einstökum forsetum, hugjónum eða stjórnmálaflokki heldur tilheyrði það allri bandarísku þjóðinni.

Hann sagði að bandaríska þjóðin hefði skaðast á forsetaferli Bush. Laun hefði lækkað, kostnaður við heilbrigðiskerfið hækkað og fækkað hefði í millistétt. Fólk þyrfti að vinna um helgar og í tveimur til þremur störfum og kæmist samt varla af.

„Við getum gert betur og það munum við gera. Við erum bjartsýnisfólk," sagði Kerry. „Við metum Bandaríki þar sem ekki er sótt að miðstéttinni heldur þar sem kjör hennar batna."

Kerry ákvað að ráðast á Íraksstefnu Bush vegna þess að þar er forsetinn veikur fyrir. Stuðningur við stríðið í Írak hefur farið stöðugt minnkandi og átökin hafa kostað líf um 900 bandarískra hermanna, flestra eftir að Bush lýsti því yfir 1. maí í fyrra, að öllum meiriháttar átökum í Írak væri lokið.

Kerry hét því einnig að styrkja öryggiskerfi Bandaríkjanna og sagði að styrkur væri annað og meira en digurbarkalegt tal. Sagðist hann myndu standa fyrir endurbótum innan leyniþjónustunnar og tryggja að stefna bandarískra stjórnvalda byggðist á staðreyndum og að staðreyndum yrði aldrei hagrætt til að þjóna pólitík.

„Og sem forseti mun ég endurvekja þá hefðbundnu stefnu þessarar þjóðar: Bandaríkin munu aldrei heyja stríð vegna þess að við viljum það; við heyjum aðeins stríð ef við neyðumst til þess," sagði hann.

Þeir Kerry og John Edwards, varaforsetaefni hans, halda í dag í kosningaferðalag um 21 ríki í Bandaríkjunum. George W. Bush fer um helgina einnig í kosningaferð um nokkur ríki.

Ný skoðanakönnun, sem birt var í nótt, sýnir að fylgi við Kerry hefur aukist meðan á flokksþinginu hefur staðið og nýtur hann nú fylgist 48% kjósenda en Bush 43%.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli