Frétt

mbl.is | 28.07.2004 | 14:26Fólk brennt lifandi í Darfur-héraði í Súdan

Súdanskir vígamenn hafa brennt fólk lifandi í Darfur-héraði, að því er eftirlitsmenn á vegum Afríkusambandsins hafa greint frá. Ódæðismennirnir komu ríðandi inn í þorp, rændu markaðinn og hlekkjuðu fólk og báru síðan eld að því, að því er segir á vef BBC. Talið er að um hafi verið að ræða liðsmenn Janjaweed, sem eru sveitir vopnaðra manna af arabísku bergi brotnu er fara um með samþykki stjórnvalda í Kartúm, höfuðborg Súdans, og sakaðar hafa verið um þjóðernishreinsanir á svörtum íbúum landsins.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er sagt íhuga refsiaðgerðir síðar í vikunni en súdönsk stjórnvöld neita því að samtökin séu á þeirra vegum og að viðurlög gegn þeim séu ekki rétta leiðin.

Rannsóknarnefnd á vegum Afríkusambandsins, sem kannaði ásakanir um grimmdarverk í þorpinu Ehda í Darfur 3. júlí sl., komst að þeirri niðurstöðu að þorpið hefði verið brennt til grunna og íbúarnir allir horfið á braut fyrir utan nokkra menn.

Darfur-hérað er á stærð við Frakkland og vegakerfið afar fábrotið og ekki hlaupið að því að halda uppi öflugu eftirliti þar. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að um hafi verið að ræða óafsakanlega og tilefnislausa árás Janjaweed á óbreytta borgara í þorpinu en ekki hafi verið unnt að færa sönnur á að herflokkar á vegum stjórnvalda hafi tekið þátt í níðingsverkinu en því hafði verið haldið fram.

Súdönsk yfirvöld hafa ítrekað lofað að afvopna sveitir Janjaweed en ekki staðið við það. Afríkusambandið íhugar nú að breyta starfi eftirlitssveita sinna í Darfur og láta þær halda uppi friðargæslu með áherslu á að afvopna liðsmenn Janjaweed. Sambandið hefur sagt að það ætli að senda 300 hermenn til gæslustarfa en hefur ekki enn staðið við það.

Bresk stjórnvöld hafa gefið í skyn að þau muni mögulega senda hermenn til verndar hinni einni milljón manna í Darfur, sem flúið hefur heimili sín. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar í gær að það væri ekki tímabært að senda herlið þangað. Mustafa Osman Ismail, utanríkisráðherra Súdans, hefur lýst því yfir að súdanski herinn muni ráðast á erlendar hersveitir ef þær verði sendar til Darfur.

Ekki er einhugur innan Öryggisráðsins um refsiaðgerðir gegn Súdan og er talið að Pakistan, Kína og Alsír séu mótfallin þeim. Diplómatar innan bandaríska stjórnkerfisins segjast hins vegar hafa vissu fyrir því að meirihluti sé innan ráðsins um þær.

Arababandalagið hefur komið því á framfæri við Öryggisráðið að því beri að forðast hvatvíslegar aðgerðir en verði þess í stað að gefa yfirvöldum í Súdan tíma til þess að standa við loforð um að afvopna sveitir Janjaweed.

Leiðtogar Afríkuríkja munu reyna að finna „afríska lausn“, eins og það er orðað, á málum í Darfur á ráðstefnu í Ghana á morgun, fimmtudag, en formaður Afríkuráðsins, Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, mun hafa boðað til hennar.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli