Frétt

Stakkur 30. tbl. 2004 | 28.07.2004 | 10:42Gangið hægt um gleðinnar dyr

Verslunarmannahelgin er að bresta á. Þegar þessi orð birtast verða sumir lagðir af stað á móts við skemmtanir helgarinnar. Freistingarnar eru alls staðar og mjög vel auglýstar. Þeim er einkum ætlað að höfða til unga fólksins, sem vill lyfta sér upp, og ætlunin er um leið að ná hluta af sumarhýrunni þeirra til skemmtanahaldaranna, sem ekki láta stjórnast af góðseminni einni saman. En sjálfsagt er það beggja hagur að stefna fólki saman á einn stað til sameiginlegrar ánægju fremur en fólk sé að dreifa sér út um hvippinn og hvappinn. En þessu samfara er mikil umferð um þjóðvegi landsins og þá veitir ekki af fyllstu aðgát og varúð í akstri. Augnabliks skortur á aðgæslu kann að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir mjög marga, ef bíll veltur, lendir í árekstri við annan bíl eða ekið er á gangandi vegfaranda. Gaman getur verið að fara eitthvert til að skemmta sér, en gott getur verið að halda sig heima og njóta friðarins á Vestfjörðum.

Þér kann að finnast lesandi góður að tónninn sé neikvæður, en við fáum of oft fréttir af dauðaslysum og alvarlegum meiðslum úr umferðinni. Margt má vissulega laga varðandi mannvirki, en ábyrgðin hvílir fyrst og fremst á ökumanninum. Það er ekki unandi við að tveir menn láti lífið að meðaltali í hverjum mánuði hérlendis. Eitthvað er þá að og skoða þarf mjög kerfisbundið öll slys, eins og reyndar er að gerast með hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Væntanlega munu niðurstöður þeirra varpa skýrara ljósi á hætturnar í umferðinni og þar á meðal hvað er hættulegast í fari ökumanna. En hvert og eitt okkar þarf að líta í eigin barm og muna það um helgina að óþolinmæði kemur okkur ekki vel á akstri og kemur jafnvel í veg fyrir að við komumst alla leið.

En það er annað sem einnig þarf að muna þegar ungmennin streyma út á þjóðvegina og hópast saman á útihátíðum. Um hverja verslunarmannahelgi berast ótíðindi af þessum hátíðum, af nauðgunum, jafnvel hópnauðgunum, slagsmálum, mikilli drykkju og annars konar óförum. Vissulega eru þeir sem náð hafa 18 ára aldri sjálfráðir og mega því fara á þessar hátíðir ef þeir svo kjósa, en allir ungir jafnt og aldnir ættu að hafa í huga að margt ófagurt getur gerst, sem snýr gleði í hryggð á augabragði og getur haft afleiðingar til langs tíma. Fari fólk saman í hóp ættu allir í hópnum að gæta hvers og eins, sérstaklega ef áfengi er með í för.

Útihátíðir hafa ekki verið algengar á Vestfjörðum um verslunarmannahelgi, en með auknum framförum í ferðaþjóustunni hér vestra mætti skoða hvort ekki komi til greina að efna til hátíðahalda á Vestfjörðum. Ísafjarðarbær er kjörinn til þess að koma slíkri hátíð á. Þá er ekki verið að tala um að bæjarfélagið eigi að hafa forgöngu um það, heldur að reynslan af ungmennalandsmóti UMFÍ í fyrra sýni að slíkt sé vel gerlegt og gæti orðið til þess að auka enn straum ferðafólks hingað vestur. Leggja mætti áhreslu á mikilvægi svæðisins varðandi uppbyggingu sjávarútvegs á síðustu öld. Ungmenni á Vestfjörðum hafa þá líka val um að geta verið heima í sínum fjórðungi.

Hvað sem verður um slík hátíðahöld er þess óskað að komandi helgi verði farsæl og allir komi heilir heim. Til þess að svo verði er gott að ganga hægt um gleðinnar dyr.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli