Frétt

Leiðari 30. tbl. 2004 | 28.07.2004 | 10:39Efstir á óskalista ferðamannsins

Það var kátt hérna um laugardagskvöldið á Silfurtorgi, hjarta Ísafjarðarbæjar, þegar hljómlistarmenn og leikarar skemmtu gestum og gangandi fram eftir kvöldi og verslanir opnar í miðbænum. Í sýningarsal Edinborgarhússins dunaði djassinn í samspili við Silfurljóð, orðsins list og meistarahandverk. Fyrr um daginn klippti landbúnaðarráðherra í sundur birkisprota sem komið hafði verið fyrir á nýrri göngubrú yfir Bunuá og kom þar með sælureit berjatínslufólks, Tunguskógi, í samfélag hinna opnu skóga á Íslandi. Siglingadögum, sem tvöfaldað höfðu umfang sitt frá fyrra ári, lauk síðan með stærstu kajakstjörnu allra tíma.

Ný út komið þriðja hefti tímaritsins Icelandic Geographic er að öllu leyti helgað Vestfjörðum. Trúlega má þakka það ritstjóranum, Þórdísi Höddu Yngvadóttur, sem segist hafa heillast af Vestfjörðum. Svo sem nafnið bendir til er tímaritið gefið út á ensku og því fyrst og fremst ætlað að ná til erlendra ferðamanna og áhugamanna um Ísland. Það er vandað að allri gerð og kemur út í um 13 þúsundum eintökum, sem dreifast til fjölþjóðlegs hóps áskrifenda og ferðaþjónustuaðila víða um heim.

Í stuttu máli má segja að þetta tölublað Icelandic Geographic sé Vestfirðir í máli og myndum. Efni blaðsins verður ekki rakið hér náið en meðal viðfangsefna eru eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi og Hornstrandir. Þá er að finna kort yfir þá staði á Vestfjörðum þar sem selaskoðun verður helst og best við komið.

Ísafjarðarbær kom myndarlega að útgáfu þessa eintaks af Icelandic Geographic. Taka verður undir þau sjónarmið forseta bæjarstjórnar að þeim fjármunum er vel varið, þegar haft er í huga að hjá því verður ekki komist að verja verulegum fjárhæðum til kynningar á Vestfjörðum, öllu því sem þar er í boði: ósnortinni náttúru, óbyggðum, engu öðru líku; mannfólkinu, lifnaðarháttum þess og menningu.

Vestfirðir eru öðruvísi en aðrir landshlutar, enda vantar ekki mikið á að þeir séu aðskildir frá meginlandinu. Skoðanakannanir hafa ítrekað leitt í ljós að Vestfirðir eru efst í huga ferðafólks, sem hyggst ferðast um landið. Yfirlýsingar ferðalanga sem hingað hafa komið um að héðan fari enginn ósnortinn og að þeir ætli sér að koma aftur, er vitnisburður sem mark er á takandi; hvatning til frekari dáða.

Vestfirðir eru efstir á óskalista ferðamannsins. Til mikils var að vinna og áfram skal iðja. Framundan er óþrjótandi og endalaus barátta fyrir frekari sigrum.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli