Frétt

| 27.06.2001 | 09:55Sala Orkubúsins og kosningar að ári

Stefnan hefur verið sett, ef marka má samþykkt hreppsnefndar Súðavíkurhrepps nýlega um sölu á hlut hreppsins í Orkubúi Vestfjarða. Hluturinn er metinn á 77 milljónir króna. Sveitarstjórn Vesturbyggðar mun einnig velja þann kostinn að selja, ef marka má orð forseta bæjarstjórnar. Án nokkurs vafa munu flest hinna sveitarfélaganna fylgja á eftir og leysa til sín hlutinn í Orkubúi Vestfjarða hf.

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa átt á brattann að sækja undanfarin ár. Fólki fækkar og skal engan undra ef tekið er mið af samdrætti í sjávarútvegi. Reyndar er í mörg horn að líta. Krafan til opinberrar þjónustu minnkar ekki, en æ erfiðara verður að mæta henni með færri gjaldendum. Vart verður það talið stórmannlegt að gagnrýna sveitarstjórnir fyrir þau viðbrögð að grípa tækifærið fegins hendi og leysa til sín fé, sem getur haft umtalsverð áhrif á skulda- og fjárhagsstöðu þeirra. Um leið verður að gera þá kröfu til sveitarstjórnarmanna að þeir skilgreini vandlega til hvers fénu, sem fæst fyrir eignarhlutinn, verður varið. Sé litið á stöðu sveitarfélaganna, að minnsta kosti flestra þeirra, verður lækkun skulda fyrst fyrir.

Lækka verður skuldir sveitarfélaganna og endurskipuleggja fjármálin ef eignarhluturinn á verða eitthvað meira en skammgóður vermir. Til næstu framtíðar mun viðbótarfé í fjárhirslur sveitarfélaganna verða mörgum sveitarstjórnarmanninum freisting til að taka til hendinni og láta sín getið með einhvers konar minnisvarða. Þá er venjulega um framkvæmdir, byggingar eða mannvirki að ræða. Þá freistingu er erfitt að standast því undanfarin ár hafa flest sveitarfélög á Vestfjörðum búið við samdrátt frá einu ári til annars. Það þarf kjark til að þess að horfa framan í íbúana, sem einnig eru kjósendur, og segja við þá, að ekkert fé sé handbært til framkvæmda þótt drjúgt komi í kassann fyrir sölu á hlut í Orkubúi Vestfjarða hf.

Eftir tæpt ár verður kosið til sveitarstjórna á nýjan leik. Enn eru sveitarfélög of mörg á Íslandi. Fæð þeirra og smæð setur þeim miklar skorður við lausn verkefna. Því má bæta við, að miðað við nútíma stjórnsýsluhætti eru einingar stjórnsýslu bæði ríkis og sveitarfélaga of smáar. Hafi menn á annað borð áhyggjur af því hve mikill halli er á íbúaþróun Íslands, en meira en 2/3 hlutar Íslendinga búa í Reykjavík og nágrenni, hlýtur að vera nærtækast að styrkja grundvöll byggðar utan suðvesturhornsins. Því ber að fagna framtaki Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem skipaði nefnd til að skoða málið. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélögum yrði að fækka í 40 til 50 til þess að skapa mótvægi við suðvesturhornið.

Nú er því ekki haldið fram að byggð í Reykjavík og nágrenni sé vond. Ísland er hins vegar stærra en henni nemur og efnahagsleg og menningarleg rök mæla gegn því að byggð takmarkist við eitt lítið svæði. Sterkir kjarnar eru nauðsyn og á það var bent 1987, án árangurs. Athygli vakti að enginn Vestfirðingur var í nefnd sambandsins.


bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli