Frétt

mbl.is | 26.07.2004 | 08:27Íslandsmót í hestaíþróttum: Ný nöfn á töltbikarinn eftirsótta

Hestamannafélagið Máni á Suðurnesjum hélt Íslandsmót árið 1982 með miklum myndarbrag á þeirra tíma mælikvarða. Nú, tuttugu og tveimur árum seinna, halda þeir sitt annað Íslandsmót og má segja að á milli þessara tveggja móta sé þó himinn og haf í gæðum í öllum skilningi, nýafstöðnu móti að sjálfsögðu í vil.

Keppnin nú var hörkuspennandi þar sem keppt var að sjálfsögðu í öllum greinum hestaíþrótta, í opnum flokki og meistaraflokki. Með réttu er hægt að segja að mótið sé enn einn vitnisburðinn um hina stöðugt vaxandi breidd þar sem unga fólkið lætur æ meira til sín taka.

Nýtt nafn verður nú skráð á töltbikarinn eftirsótta en það vekur athygli að enginn knapi hefur unnið hann oftar en tvisvar.

Það kom engum á óvart að Björn Jónsson, bóndi á Vatnsleysu í Skagafirði, skyldi sigra eftir glæstan sigur á landsmótinu á dögunum. Ekki var við neina aukvisa að eiga og vildu margir meina að þetta hefðu verið öflugustu töltúrslit sem fram hafa farið á Íslandi. Það segir sína sögu þegar keppandi í sjötta sæti er með yfir átta í einkunn, sem einhvern tíma hefði dugað til sigurs.

Jón Olsen í Mána hélt uppi heiðri heimamanna og sigraði í tölti opins flokks á Núma frá Miðsitju og var sá sigur að því er virtist aldrei í hættu.

Olil Amble mætti galvösk til leiks með Suðra frá Holtsmúla en þau sigruðu nokkuð örugglega eins og í fyrra. Fengu að vísu ekki tíu fyrir brokk eins og í fyrra en hins vegar gaf einn dómarinn þeim tíu fyrir stökk. Olil hefur án efa sterkar taugar til Mánagrundar því hún vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á mótinu 1982 en þá sigraði hún í tölti á Fleyg frá Kirkjubæ, þá kornung og lítt þekkt í heimi hestamennskunnar. Suðri er um margt sérstakur hestur og einkum er það brokkið sem vekur alltaf athygli fyrir mikið svif og hreyfingar en einnig hversu erfitt það virðist ásetu og vafalaust ekki nema á færi snjöllustu knapa að sitja það svo vel fari.

Sigurður Sigurðarson komst næst því að veita Olil einhverja keppni á landsmótssigurvegaranum Pyttlu frá Flekkudal.

Mágur Sigurðar, Þorvarður Friðbjörnsson, sigraði hins vegar í fjórgangi opins flokks á lánshesti frá Sigurði, Hyllingu frá Kimbastöðum. Má þar segja að Þorvarður hafi farið Krýsuvíkurleiðina að sigrinum því hann þurfti að sigra í B-úrslitum til að komast í A-úrslitin. Ekki var kálið sopið þótt þangað væri komið og þurfti Þorvarður að hafa mikið fyrir sigrinum í harðri keppni við bæði Bylgju Gauksdóttur á Hnotu úr Garðabæ og Snorra Dal á Vöku úr Hafnarfirði sem er afar athyglivert hross.


Töltið og skeiðið skóp sigur Hinriks og Skemils
Keppnin var ekki síður tvísýn og spennandi í fimmgangi meistara þar sem Hinrik Bragason tryggði sér sigurinn með meistaralegum skeiðsprettum Skemils frá Selfossi í úrslitunum. Lengi vel leit úr fyrir sigur Sigríðar Pjetursdóttur á Þyti frá Kálfhóli sem leiddi keppnina alla úrslitakeppnina eða þar til kom að skeiðinu. En þar tókst ekki alveg nógu vel til og höfnuðu þau í fjórða sæti á eftir Sigurbirni Bárðarsyni á Sörla frá Dalbæ og Atla Guðmundssyni á Tenór frá Ytri-Skógum.

Í opna flokknum var það hins vegar Sindri Sigurðsson sem sigraði eftir jafna keppni við Karenu Líndal Marteinsdóttur á Ögra frá Akranesi.

Í skeiðgreinum mótsins voru það Sigurbjörn Bárðarson og Logi Laxdal sem skiptu á milli sín gullinu í kappreiðagreinum 150 og 250 metrum. Logi á Þormóði ramma á 15,22 sek. en Sigurbjörn á Óðni frá Búðardal á 23,59 sek. í 250 metrunum. Í gæðingaskeiði meistara var Logi einnig atkvæðamestur á Feykivindi frá Svignaskarði. Í opna flokknum var það hins vegar Ævar Örn Guðjónsson, á Bergþóri frá Feti, sem kvaddi sér hljóðs sem upprennandi keppnismaður.

Mánagrund reyndist vel á þessu móti enda tiltölulega nýbúið að endurgera svæðið og hefur greinilega tekist vel til. Eitt vekur sérstaka athygli en það er áhorfendasvæðið. Í fyrsta skipti virðist áhorfendasvæði hannað með það fyrir augum að fólk geti setið í bílum. Með fram annarri langhlið eru bílastæði á tveimur hæðum, sem sé einmitt það sem á við hér á Íslandi. Fólk þarf að geta setið inni þegar horft er á keppni hesta í misjöfnu veðri - þetta er löngu kunn staðreynd.

Vel var staðið að framkvæmd mótsins enda vaskir menn og konur sem ráða ríkjum í Mána þar sem hefur verið mikil uppsveifla undanfarin ár á flestum sviðum og gleggsta dæmið þar um afar góð frammistaða Mánafélaga í yngri flokkum.

Hið nýja tölukerfi LH, mótafengur og kappi, var notað á þessu móti og brást það á ýmsa lund eins og á fyrri mótum sem það hefur verið notað á. Ljóst er að fara verður gaumgæfilega ofan í saumana á kerfinu fyrir næsta keppnistímabil og sníða af þá skavanka sem á því eru.

Það er gaman að vera hestaáhugamaður á Íslandi og fylgjast með þeirri miklu uppsveiflu sem á sér stað í hestamennskunni í dag. Ljóst er að hinir villtustu draumar Gunnars Bjarnasonar, fyrrverandi hrossaræktarráðunautar, eru komnir vel af stað með að rætast.bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli