Frétt

| 26.06.2001 | 14:01Vilja kaupa skólahúsið í Holti í Önundarfirði

Georg Kr. Lárusson lögfræðingur, forstjóri Útlendingaeftirlitsins, og Pálmi Gestsson, leikari, hafa hug á því að kaupa skólahúsið í Holti í Önundarfirði. Í bréfi til bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar lýsa þeir hugmyndum sínum um fjölbreytta nýtingu hússins og ekki síst um gott samstarf og samráð við heimamenn. Þeir eru báðir Vestfirðingar að uppruna. Georg er sonur séra Lárusar Þ. Guðmundssonar, sem á sínum tíma sat Holt í Önundarfirði, en Pálmi er Bolvíkingur.
Bæjarráð ákvað í fundi í gærkvöldi að fresta því að taka afstöðu til erindis þeirra Georgs og Pálma, þangað til fyrir liggur afstaða meðeiganda bæjarfélagsins að húsinu, þ.e. ríkisins.

Í bréfi Georgs og Pálma segir m.a.:

Ef af þessum áformum verður er ætlun okkar að öll starfsemi, sem kann að verða í Holtsskóla, taki mið af því að skólinn hefur verið og er félagsheimili fyrrum Mosvallahrepps og af okkar hálfu er ekki fyrirhugað að þar verði breyting á. Auk þessa höfum við mikinn áhuga á sem mestu og nánustu samstarfi við kirkjuna á þann hátt, að kirkjunni standi húsið og aðstaða opin til allrar starfsemi sem hún hefur hug á. Húsið er stórt og er þannig hannað að þar getur farið fram margskonar starfsemi án þess að það útiloki hugsanlega dvöl okkar undirritaðra og öfugt.

Við höfum ekki áformað að vera með reglubundna starfsemi sem upptekur allt húsið, svo sem hótel eða gistiheimilisrekstur með reglubundnum hætti, heldur eru áform okkar á þann veg að þarna verði ýmsum aðilum boðið að standa fyrir tilfallandi menningar- og listastarfsemi í formi námskeiðahalds og vinnu einstakra listamanna, svo sem við leik- og myndlist, kvikmyndagerð o.fl.

Í Holti voru starfræktar sumarbúðir um langt skeið. Ef kirkjan hefur áhuga á einhverri slíkri starfsemi eða annars konar námskeiðahaldi yrði það auðsótt mál, ef til kemur að við undirritaðir yrðum staðarhaldarar í Holtsskóla. Vel mætti og hugsa sér að í Holti yrði starfrækt kirkjumiðstöð Ísafjarðarprófastsdæmis.

Eins og fram kemur hér að ofan byggja öll okkar áform á því að hafa sem mest og best samstarf við heimamenn. Ef kirkjan telur sér hag af því að taka þátt í því samstarfi, þá fögnum við því innilega. Við undirritaðir höfum undir höndum skjöl frá Hollvinasamtökum Holtsskóla þar sem samtökin lýsa hugmyndum sínum um framtíðarnotkun skólans. Eigi fæst annað séð en áform okkar falli vel að þeim hugmyndum er þar koma fram.

– – –

Að lokum má geta þess að við erum báðir Vestfirðingar og þekkjum til mannlífs, þ.m.t. kirkjustarfs, staðhátta og náttúru. Við berum sterkar taugar til staðarins og Vestfjarða allra og viljum veg Holts sem mestan og bestan ásamt því sem hugur okkar stendur til þess að eiga þar athvarf einhvern hluta úr ári.

bb.is | 28.09.16 | 13:25 Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með frétt Norðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli