Frétt

| 26.06.2001 | 13:35Fegurðarsamkeppnir...

Undanfarið hefur verið nokkur umræða úti í samfélaginu um skaðsemi fegurðarsamkeppna fyrir kvenfólk og hversu óskiljanlegt það sé að ungar stelpur láti meta sig eins og búpening af fúsum og frjálsum vilja. Og að slíkar keppnir séu tímaskekkja og vinni jafnréttisbaráttunni og sjálfsmynd kvenna ómældan skaða.
Þrátt fyrir að ég beri sjálfur takmarkaða virðingu fyrir fegurðarsamkeppnum, þá get ég ekki annað en bent á að einn höfuðkosturinn við giska frjáls nútímasamfélög er að hver sem er getur gert hvað svo sem honum eða henni sýnist innan ákveðinna takmarka. Þetta eitt og sér þykir mér réttlæta tilveru fegurðarsamkeppna.

Þar fyrir utan getur maður ekki varist þeirri hugsun að fegurðarsamkeppnir séu örugglega ekki ómerkilegri í eðli sínu en aflraunakeppnir, íþróttakappleikir og önnur sú dægradvöl er felur í sér að líkamlegir kostir og gallar fólks eru settir undir stækkunargler, prófaðir og dæmdir. Hver þorir að stíga á stokk og fullyrða að sýning á aflsmunum sé tilkomumeiri athöfn en sýning á afstæðri fegurð?

Ég er heldur ekki viss um að spurninga- og ræðukeppnir framhaldsskólanna séu yfirhöfuð eitthvað gáfulegri en fegurðarsamkeppnir. Í annarri keppninni er hæfileiki fólks til páfagaukalærdóms og að læra margt og mikið á stuttum tíma mældur og í hinni er fólki kennt að tjá sig um hvað sem er af ástríðu og sannfæringarkrafti, án þess að hafa endilega svo mikið sem skoðun á umræðuefninu. Frábært.

Engin sönnunargögn hef ég síðan séð í þá áttina að fegurðarsamkeppnir hafi skemmt sjálfsmynd kvenna, fremur en önnur fegurðar- og æskudýrkun í samfélaginu. Þessi dýrkun hefur ávallt verið til lýði í öllum samfélögum og verður ugglaust alla tíð. Auðvitað er tölfræði fyrir fjölda brjóstastækkunaraðgerða nokkuð sláandi, en ég held að þetta sé bylgja sem gangi yfir. Eins og fótanuddtækin, Don Cano-gallarnir, sítt-að-aftan-klippingin, klámbúllurnar og aðrar hallærislegar tískubylgjur.

En talandi um tískuna, þá er ég raunar viss um að ástandið nú er skárra en fyrir nokkrum árum þegar klæðnaður og útlit fólks var miklu staðlaðra og bundnara en í dag. Flest virðist leyfilegt um þessar mundir. Fín föt, drusluföt, milliföt, þröng föt, víð föt, stutt hár, sítt hár... ekkert hár. Krakkarnir úti á götu eru altént mun ólíkari innbyrðis en var á síðasta og þarsíðasta áratug og meiri víðsýni í gangi. Ókei, krakkarnir þurfa að lifa hollara lífi, fara meira út og hreyfa sig meira, en ég held að hæfileiki þeirra til að hugsa sjálfstætt og fara eigin leiðir sé mun meiri í dag en tíðkaðist fyrr á árum. Fegurðardýrkunin í þessum hópi er þar af leiðandi ugglaust ekki verri í dag en áður fyrr.

Og hvað snertir áhyggjur af átröskun kvenna, þá minnist ég þess að hafa lesið einhvern tímann á síðustu mánuðum um athyglisverða rannsókn mannfræðinga. Þar kom nefnilega fram að átröskun virðist jafn algeng meðal ólíkra og fjarlægra menningarsamfélaga og að fátt bendi til að þetta sé einhver sérstakur menningarsjúkdómur er tengja má við Vesturlönd og grindhoraðar fyrirsætur.

Eins mætti nefna fegurðarsamkeppnum til stuðnings að þær eru oft stökkpallur yfir í önnur störf sem viðkomandi stelpur hafa áhuga á, hvort heldur það er fyrirsætubransinn eða annað þar sem líkamleg fegurð kemur til góða. Gott og vel. Þetta eru hálffullorðnar stelpur og með sæg af stuðningsliði kringum sig, auk þess sem keppnishaldarar eru ugglaust skynsamt fólk. Til hvers að hafa áhyggjur af velferð keppenda í fegurðarsamkeppnum frekar en annars fólks?

Enn fremur veit maður ekki hversu lengi konur eiga að vera reiðar fegurðarsamkeppnum sem eru haldnar og skipulagðar af konum fyrir konur... Höfum við karlmenn yfirhöfuð rétt á að tjá okkur um þetta dæmi? Kemur okkur þetta við?

Svona mætti lengi áfram telja og færa ýmis og nokkuð sannfærandi rök fyrir því að fegurðarsamkeppnir séu nú ekki svo ýkja slæmar eða eigi í það minnsta tilverurétt eins og önnur hallærisheit í samfélaginu. Konur glíma þar fyrir utan við margt miklum mun erfiðara heldur en fegurðardýrkun. Þar mætti nefna almennt ójafnrétti kynjanna til launa og metorða, kynbundna framkomu við konur á heimilum og í fyrirtækjum. Og svo framvegis.

Þannig að svo lengi sem finnast stelpur til að taka þátt í fegurðarsamkeppnum, þá er mér svo sem sama þótt þessar keppnir séu haldnar og finnst gjörsamlegt fáránlegt að ei

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli