Frétt

| 26.06.2001 | 13:31Bókhaldsblaðrið

Eitthvað er söngurinn kunnuglegur: Reykjavíkurborg er skuldum hlaðin og léttúð yfirvalda er slík að bókhaldstrixum er beitt til að blekkja kjósendur. Engu er líkara en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fái martraðir allar nætur útaf fjármálum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti geta þeir um fátt annað talað.
Um daginn reifst Inga Jóna í Ingibjörgu Sólrúnu í Kastljósinu og veifaði þá hverju línuritinu og súluritinu á eftir öðru til að sýna áhorfendum að allt væri að fara rakleitt til andskotans. Gísli Marteinn og Kristján tilkynntu í upphafi að þrefið um fjármál Reykjavíkurborgar væri óskiljanlegt, og þessa skoðun áréttuðu þeir í þáttarlok. Auðvitað má gagnrýna fréttahaukana fyrir að hafa ekki a.m.k. notað daginn til að setja sig vel og rækilega inn í málið, svo þeir gætu þá saumað að borgarstjóra eða hrakið ásakanir Ingu Jónu. Þannig hefðu þeir sinnt þeirri sjálfsögðu skyldu fréttamanna að greiða úr óskiljanlegum flækjum og upplýsa almenning um staðreyndir. En þeir nenntu því augljóslega ekki, og ég get svo sem ekki haldið því fram að fréttamannsheiður þeirra hafi beðið varanlegan hnekki. Karpið um fjármál Reykjavíkurborgar er einhver ókræsilegasti rétturinn á pólitískum matseðli dagsins.

Sjálfstæðismenn virðast hafa ákveðið að gera fjármálin að alfa og omega þeirrar kosningabaráttu sem í raun er hafin. Áður en yfir lýkur verðum við ugglaust öll orðin sérfræðingar og getum slegið um okkur með yfirlýsingum um muninn á skuldum borgarsjóðs og einstakra borgarfyrirtækja. Við verðum að vísu engu nær um hvernig Reykjavík Sjálfstæðismenn ætla að bjóða okkur uppá, og þaðan af síður fáum við að vita hvað R-listinn hyggst fyrir á næsta kjörtímabili. Kosningarnar í höfuðborginni ættu vitanlega að snúast um framtíðina: Mig langar að vita hvert fylkingar Ingu Jónu og Ingibjargar vilja stefna, hvað þær ætlast fyrir í skipulagsmálum og hvaða þjónustu þær ætla að bjóða borgarbúum.

Nú heyri ég ábúðarfulla borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segja eitthvað í þessa veru: "Við erum að sinna þeirri skyldu okkar að upplýsa almenning um grafalvarlegar staðreyndir í fjármálum Reykjavíkurborgar." En, því miður, kjósendur hafa ekki áhuga á bókhaldi. Kjósendur hafa hinsvegar talsverðan áhuga á pólitík og mikinn áhuga á þeim leiðtogum sem í boði eru. Og kjósendur munu spyrja: Hvað ætla Sjálfstæðismenn að gera, komist þeir til valda, og bjóða þeir uppá betri borgarstjóra en Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur?

Inga Jóna Þórðardóttir mun ekki leiða Sjálfstæðismenn til sigurs með því að veifa línuritum og súluritum. Í Kastljósinu gat hún ekki einu sinni svarað spurningum um nákvæmlega hvað Sjálfstæðismenn ætluðu að gera til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkur. Augljóslega verða þeir annað hvort að stórhækka skatta eða minnka þjónustu borgarinnar.

En einu gildir þótt fjármál Reykjavíkur séu í svo miklum ólestri að hvorttveggja sé óumflýjanlegt: Sjálfstæðismenn vinna ekki hug og hjörtu kjósenda með bókhaldsblaðri. Kannski stendur Inga Jóna uppi að lokum sem sigurvegari í rökræðunni, en þá verða kjósendur löngu hættir að hlusta og búnir að tryggja R-listanum völdin í fjögur ár í viðbót.

Ef Inga Jóna gluggar í sögubækur mun hún fljótlega sjá að þegar Sjálfstæðismenn voru við völd í Reykjavík voru þeir alltaf og ævinlega sakaðir um bruðl og óráðsíu. Hámarki náðu slíkar ásakanir trúlega í kosningabaráttunni 1990 enda var Davíð Oddsson borgarstjóri þá í óða önn að byggja Ráðhús og Perlu. Kjósendum árið 1990 var hjartanlega sama þótt línuritin og súluritin sýndu stórkostlega skuldaaukningu. Þeim fannst borgarstjórinn svo frábær náungi að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut mesta fylgi í sögunni, rúmlega 60 prósent.

Eina von Sjálfstæðismanna um sigur í Reykjavík er fólgin í því að þeir bjóði uppá betri og trúverðugri framtíðarsýn en R-listinn. Og þeir þurfa auðvitað líka að bjóða uppá betri og trúverðugri borgarstjóra en Ingibjörgu Sólrúnu. Öll heimsins línurit munu ekki duga í þeirri baráttu.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli