Frétt

bb.is | 21.07.2004 | 14:42Miklir möguleikar felast í auknum samskiptum milli Vestfjarða og A-Grænlands

Kortið sýnir siglingaleiðir milli Ísafjarðar og Austur-Grænlands.
Kortið sýnir siglingaleiðir milli Ísafjarðar og Austur-Grænlands.
Mikill áhugi er fyrir því að auka samskiptin milli Íslands og Grænlands að því er fram kom í máli Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu, á ráðstefnu um siglingaleiðina milli Íslands og Austur-Grænlands, ferðamennsku á Grænlandi og möguleika á auknum samskiptum í tengslum við ferðamennsku og viðskipti sem haldin var á Ísafirði í gær og er liður í Siglingadögum 2004. Þá töldu menn mikla möguleika liggja í auknum samskiptum yfir Grænlandssund en eins og komið hefur fram er Ísfjörður næsti nágranni nokkurra þéttbýlisstaða á Austur-Grænlandi.

Fram kom í máli Jens Napaatoq, samgönguráðherra grænlensku heimastjórnarinnar, að á vegum hennar væri unnið að samgönguáætlun til næstu 10-15 ára en Austur-Grænland væri ekki komið þar inn svo nú væri e.t.v. tímabært að ræða um aðkomu íslendinga að samgöngum á svæðinu.

„Ég fullyrði að það er ekkert annað skynsamlegt í málefnum samganga við og á Austur-Grænlandi, hvort sem er á lofti eða sjó, en að fara um Ísafjörð“, segir Úlfar Ágústsson, framkvæmdastjóri Siglingadaganna, aðspurður um niðurstöður ráðstefnunnar. Hins vegar segir hann pólitísk viðhorf hafa mikið um málið að segja. „Stjórnsýslumiðstöðvarnar horfa á þetta úr fjarska. Þannig er Danmörk vitaskuld langt frá Grænlandi, Reykjavík er fjarri okkur og Nuuk er afar langt frá Austur-Grænlandi. En ef menn vilja vinna að bættum hag þessara þriggja jaðarbyggða, Scoresbyund, Amassalik og Vestfjarða, þá verður það lang best gert með því að tengja svæðin saman með samgöngum“, sagði Úlfar.

Á ráðstefnunni var einnig fjallað um öryggismál á siglingaleiðinni og fluttu erindi Jan Knudsen frá svokallaðri „Greenland Commando“ deild danska sjóhersins og Benóný Ásgrímsson, þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands.

Grænland er stórt og gríðarlegar fjarlægðir milli þéttbýlisstaða. Þyrlur eru einu björgunartækin sem er hægt að koma við og þær hafa takmarkað flugdrægi. Þannig lýsti Jan Knudsen yfir áhyggjum sínum af því ef skemmtiferðaskip yrði fyrir óhappi við Grænland og sagðist óttast næsta Titanic slys. Hann sagði mörg svæði við Grænland illa kortlögð og á mörgum stöðum stæðu klettar upp af hafsbotni, jafnvel á miklu dýpi, sem væru nógu stórir til að sökkva skipum. Þyrla bæri 5-10 manns en jafnvel væru 2.000 manns um borð í skemmtiferðaskipunum og honum hryllti við tilhugsuninni ef óhapp yrði í vondu veðri. Niðurstaðan var að um erfitt hafssvæði væri að ræða og ekki gott að fara þar um nema með reynda menn í för.

Fram kom í máli Benónýs að stóra íslenska björgunarþyrlan gæti sinnt björgun á u.þ.b. helmingi Austur-Grænlands en ekki meira. Þá væru þyrlur varnarliðsins einnig takmarkaðar en þær nytu stuðnings eldsneytisvélar einungis tvo mánuði á ári.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli