Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 21.07.2004 | 13:23Nú fyrst reynir á stjórnarandstöðuna

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Sú ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna að falla frá löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum og stefna að frumvarpi um sama efni á næsta hausti færir umræðu liðinna mánuða í nýtt ljós. Ríkisstjórnin freistar þess með þessu að skapa meiri sátt um málið og koma þannig til móts við þá fjölmörgu sem báðu um meiri tíma til undirbúninjgs og aukið samráð.

Ekki þar fyrir. Undirbúningur málsins hefur tekið mikinn tíma. Umræður hafa verið miklar og allir sem það hafa viljað hafa átt þess kost að setja fram sjónarmið sín. En engu að síður kom fram gagnrýni sem ríkisstjórnarflokkarnir mæta með ákvörðun sinni nú. Gagnrýni á grundvelli málsmeðferðar hlýtur þá að hljóðna. Nú geta menn vonandi að farið að snúa sér að efnisatriðunum. Þau skipta jú mestu máli

En af hverju löggjöf?
Rifjum aðeins upp forsöguna. Það var ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna, samykkt í þingflokkum þeirra beggja, að setja löggjöf sem tryggði tiltekna eignadreifingu í fjölmiðlum og kæmi í veg fyrir að stórfyrirtæki hefðu töglin og hagldirnar í skoaðanmyndun í landinu. Þetta var mjög í samræmi við umræðuna í þjóðfélaginu, eins og hún hafði staðið. Menn höfðu margir lýst áhyggjum vegna eigna og valdasamþjöppunar í landinu. Þær áhyggjuraddir heyrðust ekki síst úr horni stjórnarandstöðunnar; einkanlega frá Vinstri Grænum.

Það var vitaskuld ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af fjölmiðlaumhverfinu. Þar fer fram skoðanamótunin í landinu. og menn þurfa ekki að orðlengja mjög um gangverk lýyðræðislegrar umræðu til þess að sjá og skilja nauðsyn þess að einn eða fáir hafi ekki þar ráðandi áhrif, t.d í krafti auðs. Þess vegna voru fjölmiðlafrumvörpin lögð fram

Hannað á auglýsingastofu?
Auðvitað vissum við að brugðist yrði hart við. Það eru miklir hagsmunir í húfi. Einkanlega valdahagsmunir. Þeir sem þessara hagsmuna áttu að gæta hlutu að bregðast hart við og beita sér og tækjum sínum og tólum á fjölmiðlamarkaðnum af öllum mætti. Það kom á daginn.

Hitt sætti vitaskuld undrun að þeir sem forðum höfðu kallað á lagasetningu og sett raunar fram skýrar tillögur þar að lútandi kusu bljúgir að lúta í gras. Það var óvæntur endir á stórkallalegum yfirlýsingum.

Augljóslega valda þessu ekki neinar efnislegar forsendur. Það er eitthvað annað sem þarna er á seyði. Spyrja má Vinstri Græna hvort þessi mikla U beygja hafi verið hönnuð á einhverri fínni auglýsingastofu eða voru þeir fullfærir sjálfir um sinnaskiptin?

Prósteinn næstu mánaða
En nú er þetta í sjálfu sér að baki. Nú blasir ný alvara lífsins við. Stjórnarandstaðan hafði beðið um að lagasetningu um fjölmiðla yrði frestað til þess að fá betri tíma til undirbúnings, þar sem fulltrúar meiri og minnihluta á Alþingi yrðu kallaðir til. Nú hafa þeir fengið þessar óskir uppfylltar. Nú er komið að því að standa við stóru orðin.

Fyrir liggur að Vinstri Grænir og Frjálslyndir vilja líkt og ríkisstjórnarflokkarnir setja lög sem skilyrða eignarhald á fjölmiðlum. Í Kastljósi í gærkveldi fékk ég það upp úr Össuri Skarphéðinssyni formanni Samfylkingarinnar að honum hugnaðist ekki slíkt. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja. Pólitík snýst um skoðanaágreining. Þess vegna skiptast menn í ólíka stjórnmálaflokka. En fróðlegt er að sjá hvort hvatamenn að lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum, sem komu úr röðum stjórnarandstæðinga, standi við hugmyndir sínar. Á það reynir á næstu mánuðum. Þeir verða því athyglisverðir á marga lund; ekki síst þegar komur að pólitískri stefnufestu og trúmennsku við eigin stefnumótun.

Einar K. Guðfinnsson.ekg.is



bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli