Frétt

Stakkur 29. tbl. 2004 | 21.07.2004 | 13:14Ill tíðindi og góð

Sumarið líður hratt. Fólk reynir að nota góða veðrið sér til upplyftingar og skemmtunar og streymir út á þjóðvegina í bílunum sínum, af öllum gerðum og stærðum. Nú er mjög í tísku að eiga alls kyns ,,aftan í hengi”, tjaldvagna, fellihýsi og húsvagna, allt til þess að gera sér lífið skemmtilegra og þægilegra þegar í næturstað er komið. En sannast sagna verður að segja hvorki bílarnir né vegirnir virðast gerðir fyrir þennan flutning á sumarheimilum fólks um landið og í mörgum tilvikum ekki ökumennirnir heldur. Litlir og kraftlausir bílar eru notaðir og afleiðingarnar, óhöpp, meiðsl og jafnvel dauði, eins og sagan sýnir okkur. Það er hörmulegt að það sem átti að verða skemmtiferð og til gleði og ánægju skuli enda með þeim hætti. Og þó gleðin geti orðið mikil hjá þeim sem ferðast með ,,aftan í hengið” um landið verður vart gremju hjá mörgum hinna, sem af ýmsum ástæðum líða mikil óþægindi vegna aksturs ,,sumarheimilisfólksins”. En verra var þegar ungur maður á Bíldudal varð ungri stúlku að bana með akstri sínum í þessu fámenna þorpi. Það verður ekki aftur tekið og vekur enn upp spurningu um að hækka bílprófsaldurinn. Tímabært er að miða við 18 ár.

Frá Ísafirði bárust góð tíðindi. Nú standa siglingadagar og viðburðurinn ,,Berum höfuðið hátt” vekur nokkrar vonir um, að með samstöðu heimamanna megi hugsanlega snúa við þeirri þróun að ungu fólki á besta aldri fækki á Vestfjörðum vegna flutnings til betri lenda, þangað sem sækja má bæði menntun og betri lífskjör. Þó er umdeilanlegt hvað sé fólgið í betri lífskjörum sem mæld eru á peningalegan mælikvarða. Hinu verður þó ekki neitað að við lifum í neysluþjóðfélagi og árangur er gjarnan mældur með peningum. Sumir reyna að mæla hamingju sína á sama skala með litlum árangri. Hamingjan kemur að innan og ræðst af því hvort fólki tekst að sætta sig við aðstæður sínar, eða öllu heldur við það sem ekki verður breytt af eigin hvötum og breyta hinu sem gerlegt er. Í þessum anda tala ungmenninn á Ísafirði og vilja samvinnu ólíkra stjórnmálafla fremur en stríð þeirra í millum.

Á meðan stríða stjórnmálaflokkarnir hart á vettvangi þjóðmálanna. Ekki verður betur séð, hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á nýjum lögum um breytingu á samkeppnislögum og útvarpslögum, en stjórnarandstaðan á Alþingi ætli sér að koma núverandi ríkisstjórn frá með dyggri aðstoð forseta lýðveldisins. Það er óneitanlega dapurt bæði fyrir forsetann og stjórnarandstöðuna og þjóðina alla. Því framtíðin kemur hvort sem við erum undir hana búin eður ei. Forsetinn, sem ungur yfirgaf Vestfirði til að leita menntunar og frama og flutti ekki heim aftur, mætti ásamt konu sinni til að vera við setningu Siglingadaga. Hún hefur notið vinsælda á Ísafirði eftir að hafa farið á sjóskíði fyrir ári og endurtók leikinn nú við mikinn fögnuð okkar flestra, enda fagna heimamenn allri athygli sem varpar björtu og jákvæðu ljósi á Ísafjörð og Vestfirði.

Góðu tíðindi helgarinnar bárust frá Ísafirði, en þau illu frá Bíldudal. Aðstandendum stúlkunnar, sem dó svo sviplega, eru færðar samúðaróskir. Um leið er varað við því að leita afsakana fyrir drenginn ólánsama sem með hegðun sinni varð valdur að þessum voðaatburði. Tímabært er að skoða ökukennslu enn eina ferðina.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli