Frétt

Leiðari 29. tbl. 2004 | 21.07.2004 | 13:12Dropinn holar steininn

Táknræn setning ,,Háskóla Vestfjarða“ á Silfurtorgi síðastliðinn föstudag sýndi svo ekki verður um villst hvern hug unga fólkið sem stóð fyrir ráðstefnunni ,,Með höfuðið hátt“ ber til heimabyggðar sinnar: Hér viljum við eiga heima. ,,Ísafjörður sem háskólabær er markmiðið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Í þessu máli þurfa sveitarstjórnir og þingmenn að taka höndum saman með almenning að bakhjalli“ sagði BB fyrir tæpu ári síðan. Hljótt hefur verið um þingsályktunartillögu Kristins H. Gunnarssonar og félaga um háskóla á Ísafirði, frá því hún var flutt á haustþingi. BB rifjaði þá upp baráttuna fyrir stofnun Menntaskólans og hvatti til dáða: ,,Nú verða allir að leggjast á árar og róa jafnt á bæði borð svo ekki beri af leið. Endurvekjum samstöðuna frá baráttunni fyrir Menntaskólanum!“

,,Ef til vill er stofnun háskóla á Ísafirði stærsta tækifærið sem höfum til að tryggja kjölfestu byggðar á Vestfjörðum til framtíðar. Látum ekki deigan síga fyrir úrtölumönnum og gerum þá að nátttröllum líkt og í menntaskólamálinu“, voru viðbrögð BB við yfirlýsingu skólastjórnanda í fjölmenninu fyrir sunnan um að háskóli á Ísafirði væri fásinna sakir fámennis.

,,Háskóladeildir við framhaldsskóla – raunhæfur kostur“, grein skólameistara Menntaskólans á Ísafirði í Morgunblaðinu s.l. vetur var merkt innlegg í hina vestfirsku háskólaumræðu, sem ber að gaumgæfa. Þá hefur forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða bent á þá sérstöðu sem háskóli á Ísafirði gæti skapað sér frá öðrum háskólum.

Það þótti fráleit hugmynd er Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra beitti sér fyrir stofnun háskóla á Akureyri. Reynslan hefur þó sýnt að ef til vill á Háskólinn á Akureyri einna stærstan þátt í viðsnúningnum sem orðið hefur á Eyjafjarðarsvæðinu í eflingu byggðar.

,,Þótt margt komi vafalaust til greina á Vestfjörðum er ekki auðvelt að sjá sjálfsagðari og skjótvirkari leið en þá að byggja upp háskóla fyrir vestan“ segir Morgunblaðið í leiðara s.l. sunnudag og bætir síðan við: ,,Í ljósi þeirrar þróunar, sem orðið hefur í uppbyggingu menntastofnana í landinu má segja, að æskufólk á Vestfjörðum eigi nokkra kröfu til þess að þar verði byggður upp háskóli.“

Framtak ungafólksins ,,Með höfuðið hátt“ er lofsvert. Um vilja þess verður ekki efast. Að baki þessu hugumstóra unga fólki ber okkur að sameinast í baráttunni fyrir því að athöfnin á Silfurtorgi verði endurtekin með formlegri setningu Háskóla Vestfjarða. Líkt og dropinn holar steininn mun sleitulaus barátta í þessu mikla hagsmunamáli okkar Vestfirðinga færa okkur sigur að lokum.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli