Frétt

frelsi.is – Kristinn Már Ársælsson | 20.07.2004 | 16:23Frelsi er stefna í menntamálum

Kristinn Már Ársælsson.
Kristinn Már Ársælsson.
Undanfarið hefur sprottið upp umræða í kringum furðulega skýrslu ríkisendurskoðunar sem gagnrýndi hægrisinnaðan menntamálaráðherra fyrir að vera ekki sósíalisti. Af hverju ríkisendurskoðun ákveður að koma með gagnrýni af sósíalísku meiði er umhugsunarvert. Reyndar er umræða um menntamál, því miður, almennt mjög vinstrisinnuð.

Vinstrimenn þreytast seint á því að kíta um menntamál. Yfirleitt eru þeir að benda á eitt og annað þeim finnst ekki alveg nógu gott áhrærandi stöðu menntamála hérlendis. Sjaldan er nokkuð um beinar tillögur í menntamálum, einungis er verið að kvarta yfir núverandi ástandi. Þó verður að viðurkennast að vinstrimenn eru stefnufastir að einu leyti: Þeir hafna yfirleitt öllum nýjum leiðum sem lagðar eru fram.

Til þess að sanna hversu ömurlegt ástandið er hérlendis eru dregin fram ýmis hlutföll milli landa þar sem Ísland lendir í 4. sæti af jafnvel öllum löndum í heiminum. Af því á víst að draga þá ályktun að hér sé allt í rugli. Sannleikurinn er auðvitað sá að slík talnaleikfimi segir lítið sem ekkert um raunveruleikann. Aðstæður eru talsvert ólíkar milli landa og verður því samanburðurinn oft í anda þess að bera saman epli og appelsínur. Séu menn hins vegar sérstakir áhugamenn um slíka talnaleikfimi er rétt að geta þess að Ísland hefur stöðugt verið að bæta sig í áðurnefndum samanburði undanfarin ár.

Í skýrslu ríkisendurskoðunar var hin sósíalíska gagnrýni fólgin í því að þeim fannst ekki nægileg miðstýring á menntun hérlendis. Þorgerður Katrín er víst ekki nægileg dugleg við að ákveða hversu margir háskólarnir eru, hvað þeir útskrifa marga af svo og svo mörgum nemendum með hinar og þessar gráðurnar. Mörgum hægrimanninum þykir ríkisvaldið stjórna þessum málum ekki bara helst til of mikið, heldur allt of mikið.

Vinstrimaðurinn Katrín Jakobsdóttir, til dæmis, ritar grein í Morgunblaðið mánudaginn 19. júlí þar sem hún tekur undir gagnrýni ríkisendurskoðunar. Hún skilur ekkert í því af hverju menntamálaráðherra sé ekki búin að reyna að takmarka tækifæri manna til að læra viðskiptafræði og lögfræði, það þarf nefnilega að beina áhuga manna að hugvísindum. Grein Katrínar lýsir í hnotskurn hugarfari vinstrimanna sem vilja stýra mönnum og treysta fólkinu ekki til að ákveða fyrir sig sjálft hvað það vill og því þykir skynsamlegast.

Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólkið hvað það lærir, hvort sem það er með því að ákveða um framboð eða reyna að beina áhuga þess í ákveðna farvegi. Trúi vinstrimenn því í raun að hægt sé að bjóða upp á fullkomið framboð á ríkisrekinni menntun þannig að allir geti lært það sem hugann lystir á kostnað annarra eru þeir vægast sagt á villigötum. Slíkar tilraunir myndu líklega leiða til minni framleiðslu í landinu vegna óhagkvæmrar nýtingar á menntun og mannauð með áþekkum hætti og önnur miðstýring leiðir til óhagkvæmni.

Ákveði ríkið að taka aukið fjármagn frá þeim sem framleiða gæði og færa þau í niðurgreidda menntun mun það draga úr skynsamlegri nýtingu á fjármunum sem mun vafalaust draga úr framleiðslu. Einstaklingar hafa minni hvata til að velja hagkvæma menntun ef hún er niðurgreidd. Fjölmargir nemendur munu nýta sér þann kost að prófa sig áfram í námi og eyða þannig nokkrum tíma í að finna það sem þeim finnst skemmtilegt með tilheyrandi kostnaði og framleiðslutapi fyrir samfélagið. Loks er ljóst að ríkisrekin menntun þar sem lítil sem engin samkeppni er verður seint góð menntun.

Lausn vandans í menntakerfinu felst ekki í því að hér sé ekki nægileg miðstýring heldur því að hér er of mikil miðstýring. Aukin samkeppni mun auka gæði menntunar til muna á næstu árum. Nú þegar má sjá merki þess að jafnvel kennsla við Háskóla Íslands hefur tekið stakkaskiptum við innleiðingu samkeppni. Menntun hérlendis hefur farið batnandi undanfarin ár og getur haldið áfram að batna. Svo framarlega sem vinstrimenn setjist ekki að í menntamálaráðuneytinu og reyni að handstýra menntun fólksins í landinu.

Vert er að taka undir viðbrögð Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra við hinni sósíalísku gagnrýni ríkisendurskoðunar: Frelsi er stefna en ekki stefnuleysi.

Kristinn Már Ársælsson.

frelsi.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli