Frétt

| 26.06.2001 | 07:42Styttri ferðir vinsælli á kostnað þeirra lengri

Argentínskur túristi kaupir hér póstkort hjá Vesturferðum.
Argentínskur túristi kaupir hér póstkort hjá Vesturferðum.
Ferðamannasumarið 2001 virðist hafa farið þolanlega vel af stað á Vestfjörðum. „Við höfum reynt að gróftelja komur til okkar á hverjum degi og þær talningar sýna um 30 manns daglega, bæði Íslendinga og útlendinga, en raunveruleg tala er þó að öllum líkindum hærri. Mér skilst að þetta sé talsvert meira en í fyrra. Verkfall Sleipnismanna fækkaði auðvitað rútuferðum í fyrra en það er samt sem áður einhver aukning“, segir Greipur Gíslason hjá Vesturferðum á Ísafirði.
Þeir ferðamenn sem komið hafa til Ísafjarðar auk Íslendinga hafa einkum verið Bretar, Þjóðverjar og aðrir Evrópubúar. Hjá Vesturferðum hefur verið mikið spurt um ferðir í Hornstrandafriðland en að auki hefur fólk komið og spurt um dagsferðir í Vigur og víðar eða gönguferðir um nágrenni Ísafjarðar. „Þá er einnig tilvalið fyrir heimamenn sem eiga von á gestum að fara til Vesturferða og fá útbúinn bæklingapakka með upplýsingum um allt mögulegt sem hægt er að gera á Vestfjörðum. Byrjunin á sumrinu lofar mjög góðu og veðrið líka. Ég vil bjóða alla velkomna til okkar, bæði heimamenn og aðra og einnig vil ég minna fólk á að bóka Hornstrandaferðirnar tímanlega“, segir Greipur.

Hafsteinn Ingólfsson hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar ehf. segir vinsældir dagsferða hafa vaxið á kostnað lengri ferða. „Það er miklu minna um bókanir hjá okkur núna en á sama tíma í fyrra. Það hefur samt sem áður verið mjög mikið að gera það sem af er sumri og ég er nokkuð bjartsýnn á þetta. Það sem hefur breyst hjá okkur er að dagsferðir í Vigur virðast vera vinsælli heldur en gönguferðir á Hornstrandir í sumar“, segir Hafsteinn.

Áslaug S. Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Hótel Ísafirði, segir umferð ferðamanna svipaða og verið hefur undanfarin ár. „Það er reyndar minna af lausatraffík í júní en var á sama tíma í fyrra og það virðist sem sumarið hafi farið seinna af stað en áður. Ég er samt nokkuð bjartsýn á sumarið. Þetta byrjar yfirleitt aldrei almennilega fyrr en eftir 17. júní. Vestfjarðakynningin í Hafnarfirði í vikunni á ef til vill eftir að ýta eitthvað við fólki“, segir Áslaug.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli