Frétt

bb.is | 16.07.2004 | 09:26Iðnaðarráðherra setti ráðstefnuna „Með höfuðið hátt“

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Albertína Elíasdóttir, einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Albertína Elíasdóttir, einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.
Framsóknarmennirnir Guðni Geir Jóhannesson og Kristinn H. Gunnarsson ræðast við á ráðstefnunni í gærkvöldi.
Framsóknarmennirnir Guðni Geir Jóhannesson og Kristinn H. Gunnarsson ræðast við á ráðstefnunni í gærkvöldi.
Þingmennirnir Margrét Sverrisdóttir og Jón Bjarnason voru á meðal gesta á ráðstefnunni.
Þingmennirnir Margrét Sverrisdóttir og Jón Bjarnason voru á meðal gesta á ráðstefnunni.
Framsóknarmennirnir Guðni Geir Jóhannesson og Kristinn H. Gunnarsson ræðast við á ráðstefnunni í gærkvöldi.
Framsóknarmennirnir Guðni Geir Jóhannesson og Kristinn H. Gunnarsson ræðast við á ráðstefnunni í gærkvöldi.
Þingmennirnir Margrét Sverrisdóttir og Jón Bjarnason voru á meðal gesta á ráðstefnunni.
Þingmennirnir Margrét Sverrisdóttir og Jón Bjarnason voru á meðal gesta á ráðstefnunni.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og ráðherra byggðamála, setti ráðstefnuna „Með höfuðið hátt“ í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar í gærkvöld. Valgerður sagði framtakið vera ástæðu til bjartsýni og til eftirbreytni fyrir aðra landsmenn. Í fyrstu fundalotunni var fjallað um gildi menningar fyrir byggðalagið og glímt við spurninguna hvernig græða megi á menningu. Að ráðstefnunni stendur þverpólitískur hópur ungs fólks og því þótti vel við hæfi að með fundarstjórn fór Einar Pétursson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar sem jafnframt er yngsti bæjarstjóri landsins.

Margrét Gunnarsdóttir, skólastjóri Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og einn af forvígismönnum uppbyggingar menningarmiðstöðvar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði lagði út af reynslunni við uppbyggingu þeirra stofnana síðasta áratuginn í erindi sínu. Margrét sagði menninguna stuðla að því að íbúarnir væru stoltir af samfélaginu og vitnaði til vinkonu sinnar sem sækti ekki oft menningarviðburði en segði það eitt og sér nóg að vita af þeim til að sér liði betur. Um gróðahlið menningarinnar sagði Margrét víst að hún hefði mikla samfélagslega þýðingu en skilaði vissulega sínu til gangverks atvinnulífsins. Þannig hefðu t.d. umsvif listaskólans og menningarmiðstöðvarinnar aukist smátt og smátt með hverju árinu og nú væri uppbygging í Edinborg að komast á fullan skrið.

Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, lagði til grundvallar skilgreiningu á menningu í þá veru að hún væri skapandi starf og taldi m.a. íþróttir falla þar undir. Hann gerði að umtalsefni þann kraft eða sem gæti breytt hugmyndum í raunveruleika og tók dæmi af frumkvöðlinum sem byggði síldarminjasafnið á Siglufirði. Hann sagði geysileg verðmæti falin í þesskonar krafti og sagðist vilja að við styrkveitingar til menningarlífs yrði tekið mið af því hvar ástríðan væri mest. Þá sagði hann menninguna útvíkka samfélögin og spurði m.a. hvað væri Ísafjörður án Neðstakaupstaðar, Akureyri án Listasafnsins eða Hólmavík án Galdrasýningarinnar?

Að lokum steig í pontu Elfar Logi Hannesson, stofnandi Kómedíuleikhússins á Ísafirði sem er annað tveggja atvinnuleikhúsa á landsbyggðinni. E.t.v. má segja að Elfar Logi hafi beitt leiklistinni fyrir sig en hann fjallaði hispurslaust um það grafalvarlega mál sem peningahlið leikhúsreksturs er og vísaði m.a. til margra vina sinna sem hefðu orðið gjaldþrota við að láta leikhúsdrauma rætast. Þannig var stutt milli gamans og grárrar alvöru og skelltu margir upp úr. Elfar Logi sagði víst að miklir möguleikar væru í samstarfi atvinnulífs og lista, og vísaði m.a. til stuðnings Björgólfs Guðmundssonar við listalíf og samstarfs Pennans og Slunkaríkis á Ísafirði, en fæstir áttuðu sig á möguleikunum ennþá.

Að loknum umræðum voru framreiddar léttar veitingar í boði utanríkisráðuneytisins og þótti vel við hæfi að meðlætið var sígilt kruðerí úr Gamla bakaríinu á Ísafirði, m.a. mjúkar kringlur og kókoslengjur.

Um 80 manns sóttu setninguna og fór vel á með fólki en meðal gesta voru flestir þingmenn Norðvesturkjördæmis. Í hófinu var sýnd stuttmynd helguð lífinu á Ísafirði eftir Odd Elíasson og Rúna Esradóttir lék á píanó nokkur stutt lög eftir Schönberg.

Dagskrá ráðstefnunnar er hvergi nærri tæmd en í hádeginu í dag verður efnt til táknræns gjörnings á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar þar sem fyrsta kennslustundin í Háskóla Vestfjarða verður haldin. Í kvöld munu þeir Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, og Smári Haraldsson, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, ræða um samfélagsleg áhrif menntunar og sóknarfæri Vestfjarða í Hömrum auk þess sem forseti Íslands hyggst ávarpa fundinn. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 20. Að þeim loknum verður tendraður varðeldur í Suðurtanga og efnt til fjöldasöngs. Á laugardagsmorgun kl. 11 hefjast svo fundarhöld aftur og verður glímt við nýsköpun, framtíð sjávarútvegs og Evrópusambandsaðild fram eftir degi. Lokahóf verður svo í Tjöruhúsinu kl. 20.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli