Frétt

mbl.is | 15.07.2004 | 08:18Brýtur Garcia loks ísinn?

Royal Troon-golfvöllurinn í Skotlandi verður í kastljósinu næstu fjóra daga er Opna breska meistaramótið fer þar fram en þetta er í 133. sinn sem mótið er haldið. Opna breska er eitt af fjórum risamótum keppnistímabilsins og það þriðja í röðinni á þessu tímabili en Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sigraði á Mastersmótinu á Augusta vellinum og Retief Goosen frá S-Afríku tryggði sér sigur á Opna bandaríska mótinu.

Að venju eru margir nefndir til sögunnar sem líklegir sigurvegarar á Opna breska en í fyrra kom Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis öllum á óvart með því að sigra, en hann hafði aðeins tekið þátt í 16 atvinnumannamótum á sínum ferli á þeim tíma og var þá í 396. sæti á heimslistanum.

Margir kylfingar kvörtuðu yfir Royal St. George-vellinum í fyrra og líktu yfirborði vallarins við tunglið. Enda brautirnar erfiðar og boltinn fór ekki alltaf þangað sem honum var ætlað að fara, en áhugamenn um golfíþróttina og þá sérstaklega á Bretlandseyjum kippa sér ekki upp við þessa gagnrýni enda er það í eðli mótsins að aðstæður séu erfiðar á strandvöllum Bretlandseyja, þar sem vindurinn og harðar flatir eru í aðalhlutverki. Það verður engin breyting á að þessu sinni á heimavelli Skotans Colin Montgomerie, Royal Troon og í viðtölum við blaðamenn að undanförnu hefur Montgomerie ekki leynt því að hann vonast eftir þéttum vindi og úrkomu, enda telur hann að þær aðstæður auki möguleika hans á því að brjóta loks ísinn og sigra á stórmóti.

Enskir veðbankar hafa enga trú á því að Curtis verji titilinn og telja möguleika hans vera 150/1, en hann hefur ekki náð sér á strik frá því að hann sigraði í fyrra. Vonir Evrópubúa um að kylfingar þeirra verði í fremstu röð á mótinu eru ekki miklar, enda hafa flestir bestu kylfingar álfunnar ekki verið í fremstu röð á þessu móti. Daninn Thomas Björn hefur eflaust ekki gleymt sandglompunni á 16. braut á Royal St. George, en þar notaði hann þrjú högg til þess að koma boltanum inn á flötina en hann var með tveggja högga forskot á Curtis á þeim tíma keppninnar.

S-Afríkumennirnir Retief Goosen og Ernie Els verða án efa í baráttunni um sigurinn, en „Íslandsvinurinn" Goosen hefur leikið gríðarlega vel að undanförnu. Eins og áður segir snýst golfið á Troon um að hemja boltann í vindinum og tvíeykið frá Afríku kann sitt fag á því sviði.

Bandaríkjamenn binda miklar vonir við Tiger Woods og ekki síst Phil Mickelson sem náði loks að sigra á stórmóti á Augusta í vor, og rétt missti af sigrinum á Opna bandaríska. En Woods hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fór í aðgerð á hné fyrir tveimur árum, af og til hefur hann sýnt gamla takta en sérfræðingar telja að Woods muni ekki ráða við Troon-völlinn þar sem upphafshögg hans eru oft utan brautar, auk þess sem að hann á í erfiðleikum með að halda boltanum niðri er slegið er upp í vindinn. Mickelson er líklegri til þess að blanda sér í baráttuna þar sem að sjálfstraust hans er gríðarlegt eftir ríkulega uppskeru á stórmótum ársins fram að þessu.

Vijay Singh frá Fiji er ávallt nefndur til sögunnar enda í þriðja sæti á heimslistanum. Singh hefur enn ekki sigrað á Opna breska meistaramótinu en hann hefur sigraði á öllum hinum þremur stórmótunum. Ekki má gleyma Spánverjanum Sergio Garcia en margir telja að Garcia sé í stakk búinn að lemja saman fjóra afbragðshringi eftir að hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á golfsveiflu sinni á undanförnum árum. Sal Johnson, blaðamaður Sports Illustraited, segir í grein sinni á CNN-fréttavefnum að högglangir kylfingar muni njóta sín á Troon, þar sem flatirnar séu frekar litlar og því erfitt að hitta þær.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli