Frétt

Stakkur 28. tbl. 2004 | 14.07.2004 | 11:27Ökuhraði og bættar samgöngur

Aðalferðatími Íslendinga og útlendra gesta okkar, svokallaðra ferðamanna, er hafinn. Allir eru úti að aka í einum eða öðrum skilningi. Þjóðvegirnir anna vart eftirspurn gagnstætt pólitikusum, þar sem framboðið af þeim og verkum þeirra er meira en eftirspurnin um þessar mundir og gildir það um þá alla, þingmenn jafnt og bæjarfulltrúa og forsetann, sem hefur stillt sér upp fremstur í flokki, líkt gæsin sem stýrir oddafluginu. Hans vegna og allra hinna tekst það vonandi betur en að brotlent verði. En því miður er víðar brotlent en í heimi stjórnmálanna. Þjóðvegirnir minna oft meira á vígvelli en siðmenntaða leið til að ferðast um Ísland. Öllum liggur á með skelfilegum afleiðingum. Banaslys í umferðinni verða ekki tekin aftur fremur en slys er hafa í för með sér alvarlegt og varanlegt líkamstjón. Sama gildir um eignatjónið, en eignir eru yfirleitt þess eðlis að tjónið verður að mestu bætt með nýjum, en mannslíf og varanlegt líkamstjón verða ekki bætt.

Flestum ber saman um það að einn einstakur þáttur og sá er hefur mestu áhrifin á það hversu alvarlegar afleiðingar umferðarslysa verða, sé ökuhraðinn. Allir hafa lært að haga skuli akstri og þar með talið hraða ökutækis í samræmi við aðstæður en samt gleymist það greinilega of oft og ökumenn blóta lögregluni fyrir afksiptasemi fremur en að líta í eigin barm, hugsa um velferð sína og annarra í umferðinni og spara sér krónurnar fyrir hraðaksturinn. Sektirnar eru lítið mál og létt miðað við tjón á líkama og eignum, að ekki sé talað um mannslíf. En við mannfólkið finnum okkur eilíflega aðra blóraböggla en okkur sjálf. Við kennum vegum um, einbreiðum brúm og öðrum ökumönnum, er falla oft í þann flokk að vera fremur sökudólgar en dauðir hlutir og mannvirki. Vissulega skiptir mjög miklu að umferðarmannvirki séu góð og vel hönnuð, en ábyrgðin er alltaf ökumannsins. Hann á að hafa þekkingu og vit til þess að meta aðstæður og á að þekkja ábyrgð sína gagnvart samferðamönnum sínum.

En hvað hefur brugðist? Vissulega hefur mörgu farið fram í ökukennslu, bílar eru betri og vegir líka, en samt verða alvarleg slys í hverjum mánuði og látnir í umferðinni eru orðnir vel á annan tuginn þegar þessi orð eru rituð og þó er meiri partur ferðasumarsins eftir, þar á meðal ein stærsta helgin, verslunarmannahelgin. Lögregla um land allt hefur enn einu sinn tekið á og beitir sér af fullum þunga til að halda niðri ökuhraða og ná fram kurteisi og mannasiðum í umferðinni. Þrátt fyrir allt byggir árangur í umferðinni á sömu sjónarmiðum og annars staðar í mannlífinu, sem er umburðarlyndi og tillitssemi, kurteisi og nærgætni gagnvart öðrum og sjálfum sér. Hver vill vakna upp eftir helgarferðina og það sem átti að verða skemmtun og lifa með þá vissu alla æfina að hafa orðið samborgara sínum að bana eða örkumlað annan með gálausum akstri og augnbliks ógætni? Akstur er dauðans alvara og mistök verða ekki aftur tekin.

Góðir vegir bæta vissulega, en munið að nota bílbeltin, halda ökuhraða í skefjum og nota góða skapið fremur en að keppa við aðra í umferðinni. Í mikilli og þungri umferð er þörf þolinmæði og brýnt að rifja upp það sem kennt var þegar lært var á bíl. Því verki lýkur aldrei, að læra á bíl. Það er þrotlaus iðja dag hvern sem ekið er og enginn verður fullnuma. Akið aldrei eftir neyslu áfengis. Ef ofangreint er haft í huga bætum við samgöngur á landi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli