Frétt

Leiðari 28. tbl. 2004 | 14.07.2004 | 11:25Allt öðruvísi landslag

,,Fjölskyldan er orðin gagntekin af Vestfjörðum,“ voru orð Jóns Ágústssonar, sem kom að sunnan, en rekur ættir sínar hingað, nánar til tekið í Þvergötuna á Ísafirði. ,,Ég er úr Þykkvabænum og er að upplifa allt öðruvísi landslag hér inni á milli fjallanna en á flatlendinu þar,“ sagði fyrrum nemandi við Menntaskólann á Ísafirði, sem telur ekki eftir sér að leggja land undir fót til að komast í snertingu við einhverja fjölbreytilegustu og stórbrotnustu náttúru, sem Ísland hefur upp á að bjóða. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Eins er farið með ferðamannaperlu okkar Vestfirðinga, Hornstrandir, sem göngufúsum, aðkomunum ferðalöngum eru efst í huga þegar spurst er fyrir um gönguleiðir í óbyggðum. Ágæti Hornstranda, þar sem saman tvinnast tröllaukið landslag og ósnortin fegurð, verður aldrei orðum ofaukið.

Ísafjarðardjúp gengur ekki lengur undir nafninu Gullkistan, en svo var Djúpið nefnt vegna þess mikla sjávarfangs sem það hafði að geyma á árum áður. Fegurð þess er þó hin sama og þar er að finna gersemi, sem enginn ferðamaður ætti að láta hjá líða að heimsækja, en það er eyjan Vigur. Önnur eins gersemi, þar sem fyrri tíma yfirbragð fléttast nútímanum á einstakan og ógleymanlegan hátt, er vandfundin.

En Vestfirðingar hafa ekki bara upp á fjöll og firnindi að bjóða. Hér er ætíð líf og fjör á þessum árstíma, enda Vestfirðingum í blóð borið að gera sér dagamun. Svo má að orði komast að afar vel heppnuð Dýrafjarðarhelgi, þar sem meðal annars var boðið upp á gönguferð um söguslóðir Gísla Súrssonar, hafi opnað samkomuhald mánaðarins. Um síðustu helgi var svo vart þverfótað fyrir uppákomum: Sæluhelgin á Suðureyri, markaðsdagur í Bolungarvík, afmælishljómleikar Grafík og golfmót til minningar um Einar Val Kristjánsson, kennara og íþróttamann. Og svo kórónaði Magnús Ver helgina með því að hampa fimmta árið í röð, sæmdarheitinu Vestfjarðavíkingurinn.

Nokkrir Citroen-braggabílar í öllum regnbogans litum vöktu athygli hér um slóðir fyrir nokkru. Eigendur þeirra og sérlegir aðdáendur bílategundarinnar voru erlendir ferðalangar. Þeir voru afar ánægðir með dvöl sína á Vestfjörðum og aðspurðir sögðust þeir hafa verið vændir um ósannindi af ættingjum sínum heima fyrir þegar þeir létu af sér vita í blíðviðrinu á tjaldstæðinu í Tungudal. Land og kaupstaður með ís í nafninu byðu vart upp á veðurfar af því tagi, sem þeir lýstu.

Því er þessa getið að sömu viðbragða verður oft vart á meðal landa okkar, sem aldrei hafa ómakað sig til Vestfjarða. Þótt margt hafi verið vel gert er ljóst að við þurfum, hvert og eitt okkar, að vera miklu samhentari í að halda á lofti ágæti Vestfjarða. Bæði til heimsóknar og búsetu. Og nota til þess hvert tækifæri sem gefst.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli