Frétt

mbl.is | 14.07.2004 | 08:13Ráðherra hafnar innflutningi lamadýra og strúta

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur hafnað umsóknum um innflutning á nokkrum tegundum dýra sem ekki hafa stigið fæti á íslenska grund, svo vitað sé. Um er að ræða lamadýr, strúta, íkorna, nagdýr og merði, auk þess sem hafnað var beiðni um að fá að flytja inn sæði frá Bandaríkjunum úr afrískum villiketti til að sæða íslenska húsketti.

Guðni segist í samtali við Morgunblaðið hafa hafnað umsóknunum af nokkrum ástæðum. Fyrir það fyrsta hafi neikvæðar umsagnir legið fyrir frá embætti yfirdýralæknis, dýrasjúkdómanefnd, sérfræðinefnd um framandi lífverur og fleiri eftirlitsaðilum. Hann hafi heldur ekki getað, samvisku sinnar vegna, heimilað innflutninginn með dýravernd að leiðarljósi og vernd fyrir dýrasjúkdómum. Hætta sé á að dýr eins og lamadýr og strútar geti borið hingað sjúkdóma.
„Við verðum að fara mjög varlega í þessum efnum. Mestu áföll í íslenskum landbúnaði á síðustu öld voru dýrasjúkdómar sem bárust til landsins. Það var því mín sannfæring að neita þessum umsóknum," segir Guðni Ágústsson.

Islama - Íslenska lamadýrafélagið sendi inn umsókn fyrir rúmu ári um að fá að flytja inn til landsins lifandi lamadýr, Lama glama, frá Kanada en dýrin eiga uppruna sinn að rekja til Andesfjalla í S-Ameríku. Hugðist félagið nota dýrin til svonefndra trússferða vítt og breitt um landið.
Umhverfisstofnun mælir ekki gegn innflutningi á lamadýrum, telur þau ekki geta haft skaðleg áhrif á náttúruna en reka megi vistvæna ferðamennsku án þeirra. Aðrir umsagnaraðilar hafna þeim alfarið, m.a. vegna hættu á að þau geti sem klauf- og jórturdýr borið með sér dýrasjúkdóma. Bendir yfirdýralæknir í umsögn sinni á að nýlega hafi komið upp kúrariða í nautgrip í Kanada og þar í landi sé landlægur smitandi heilahrörnunarsjúkdómur í hjartardýrum, sem sé í flokki riðusjúkdóma.

Landbúnaðarráðuneytinu barst í september sl. umsókn frá Torfa Áskelssyni á Helgustöðum á Stokkseyri þar sem óskað var eftir heimild til að flytja til landsins 5-10 strútsegg frá Svíþjóð til klaks og ala strútana síðan upp í fjölskyldugarði með blönduðum dýrategundum. Guðni segir að í tveimur umsagnanna sé lagst gegn því af dýraverndunarástæðum að heimila innflutning. Veðurfar hér á landi henti illa fyrir strúta, bæði vegna vinda og vætu. Í umsögn embættis yfirdýralæknis segir m.a. að Norðmenn og Svíar hafi slæma reynslu af strútaeldi. Upp hafi komið vandamál vegna húð- og öndunarfærasjúkdóma, strútarnir þoli ekki rok og rigningu þar sem þeir hafi enga fitu í fjöðrunum.

Umhverfisstofnun leggst ekki gegn innflutningi strútseggjanna, að því tilskildu að þau beri ekki með sér sjúkdóma, og telur strútana ekki hafa skaðleg áhrif á íslenska náttúru.

Umsókn fyrir innflutningi á sæði úr afrískum villiketti, Leptailurus Serval, til sæðingar á íslenskum læðum barst ráðuneytinu í október sl. Allir umsagnaraðilar leggjast gegn innflutningnum.

Embætti yfirdýralæknis segir þetta mál vera allsérstætt. Af dýraverndunarsjónarmiðum telur embættið ekki rétt að mæla með innflutningnum þar sem framkvæma þurfi keisaraskurð á læðunum til að bjarga afkvæmunum. Sérfræðinefnd um framandi lífverur segir að vegna stærðarmunar umræddra kattartegunda þurfi að skoða málið gaumgæfilega út frá sjónarmiðum um dýravernd. Villikötturinn lifir upprunalega á gresjum Afríku og í umsögn Umhverfisstofnunar kemur m.a. fram að lengd búksins geti orðið allt að einn metri, rófan allt að 45 cm löng og hæðin allt að 62 cm. Vekur stofnunin athygli á að afríski villikötturinn sé á alþjóðlegum lista tegunda villtra plantna og dýra sem eru í útrýmingarhættu. Vitað sé að kötturinn hafi lagst á alifugla og lifi einkum á hérum, rottum, íkornum, skriðdýrum og fuglum.

Í byrjun þessa árs barst umsókn Íslenskrar tækni hf. til að flytja inn nokkrar tegundir íkorna, nagdýra og marða til sölu sem gæludýr.

Embætti yfirdýralæknis telur að ekki sé tryggt að viðkomandi dýr geti ekki borið smitefni sem séu hættuleg íslenskum dýrum, ekki sé tryggt að umræddum dýrum verði ekki dreift eða þau dreifi sér út í íslenska náttúru og heldur sé ekki tryggt að þau nái útbreiðslu og valdi óbætanlegu tjóni í íslenskri náttúru og fyrir íslenskt dýralíf. Sérfræðinefnd um framandi lífverur telur að umræddar dýrategundir geti þrifist og fjölgað sér við náttúrulegar aðstæður hér á landi og valdið óæskilegum áhrifum. Bent er á að nagdýrið Chinchilla lanigera sé á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Þá telur Umhverfisstofnun sig ekki geta mælt með innflutningi á marðardýrum, Mustela putoris furo, og byggir afstöðu sína á reynslu af sögu minksins á Íslandi. Umhverfisstofnun leggst hins vegar ekki gegn takmörkuðum innflutningi á rauðum íkornum, Sciurus vulgaris, sem gæludýri, gegn því að þeim verði ekki dreift út í íslenska náttúru.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli