Frétt

mbl.is | 14.07.2004 | 08:12Hagsmunaaðilar fyrir allsherjarnefnd í dag

Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson, sem sæti áttu í starfshópi ríkisstjórnarinnar um undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslunnar, voru síðustu gestir sem boðaðir höfðu verið á fund allsherjarnefndar í gær. Fyrr um daginn mættu Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur og Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður.

Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði að í stuttu máli teldi Jakob R. Möller það ekki fara í bága við stjórnarskrá að fella fjölmiðlalögin úr gildi án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hann væri hins vegar þeirrar skoðunar að efni frumvarpsins stæðist ekki ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar eins og fyrra frumvarpið um fjölmiðla.

Sérfræðingar eru ósammála um hvaða leið ríkisstjórninni er heimilt að fara. Komið hefur fram það sjónarmið að málið sé úr höndum Alþingis eftir synjun forseta Íslands og því beri að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar. Aðrir telja að ríkisstjórninni sé heimilt að fella lögin úr gildi án þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki setja ný fjölmiðlalög jafn óðum. Þá hefur þeirri skoðun verið lýst að meirihluta Alþingis sé bæði heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi og setja ný lög lítið breytt.

Bjarni hefur sagt eðlilegt að deilt sé um hvaða leiðir séu færar þar sem Alþingi hafi aldrei áður staðið frammi fyrir þeirri stöðu að forseti synji lögum staðfestingar. Hann segir að störf allsherjarnefndar hafi gengið vel hingað til. Í dag verði hagsmunaaðilum á fjölmiðlamarkaði, sem þess hafa óskað í umsögnum sínum, boðið að koma fyrir nefndina og útlista sín sjónarmið. Einnig eigi eftir að fara yfir innsendar umsagnir sem þurftu að berast í síðasta lagi í gærkvöld.

Ljúki allsherjarnefnd störfum á fimmtudagskvöld er ekki gert ráð fyrir að þingfundur verði boðaður fyrr en á mánudaginn, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þá hefjist önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið. Nefndarmenn eigi eftir að ljúka greinagerðum sínum um efni og málsmeðferð frumvarpsins.

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir einna merkilegast að á fundi allsherjarnefndar hafi Kristinn Hallgrímsson, sem átti sæti í starfshópi ríkisstjórnarinnar, lýst því að lögfræðingar í hópnum hafi fyrst talið lagalega unnt að setja takmarkandi reglur um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í vinnunni hafi síðan komið fram alvarlegir lögfræðilegir annmarkar á því sem hafi orðið til þess að þeir treystu sér ekki til að gera beinlínis tillögur um lágmarksþátttöku eða önnur skilyrði. Þeir hafi hins vegar lokið vinnunni því það kynni að vera að stjórnmálamenn vildu taka þá lögfræðilegu áhættu.

Össur segir líka merkilegt að fá að heyra að Ólafur Jóhannesson, sem hafi verið okkar helsti sérfræðingur á sviði stjórnskipunarréttar, lagði fram þrjár þingsályktunartillögur á sjöunda áratugnum um smíði reglna um framgang þjóðaratkvæðagreiðslna. Í greinargerð sé m.a. sérstaklega vísað í 26. grein stjórnarskrárinnar, sem fjallar um synjun forseta Íslands, en hvergi að finna nokkrar vísbendingar um að hann teldi að setja ætti einhverjar takmarkandi reglur.

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli