Frétt

politik.is – Hrafn Stefánsson | 13.07.2004 | 11:26Með menntamálin í ólestri

Síðustu vikur hefur fjölmiðlafrumvarpið hlotið gríðarlega mikla umfjöllun íslenskra pistlahöfunda og fréttaritara og fátt annað borið á góma meðal Íslendinga. Þetta mál hefur allt saman verið með slíkum ólíkindum að gárungarnir eru farnir að velta því fyrir sér hvort þarna sé um einhvers konar herbragð að ræða; að gera Íslendinga það upptekna að einu máli að fram hjá þeim fari öll önnur vandamál samfélagsins á meðan. Ætli eitthvað sé til í þessu? Spyr sá sem ekki veit.

Hvað sem því líður þá er eitt af þeim fjölmörgu málum sem miður fer í þjóðfélaginu þessa dagana menntamálin. Staða menntamála á Íslandi fer hrakandi og ef heldur áfram sem horfir verða Íslendingar ekki lengur samkeppnisfærir við nágrannaþjóðir okkar. Lítum á nokkur dæmi og leyfum verkum síðustu þriggja menntamálaráðherra að tala.

Björn
Vissulega var það skref í rétta átt þegar grunnskólinn var færður frá ríkinu til sveitarfélaganna í valdatíð Björns Bjarnasonar. Við það efldist grunnskólinn og aukið sjálfstæði fékkst. Það er þó eins og Björn hafi verið hræddur við að gefa grunnskólunum lausan tauminn því á sama tíma gaf hann út nýja námsskrá fyrir grunnskólana sem er mjög miðstýrandi. Samræmdum prófum var einnig fjölgað og þannig var ýtt undir einsleitni í skólastarfinu.

Tómas
Tómas Ingi Olrich stoppaði stutt við í menntamálaráðuneytinu. Stundaði eins konar afleysingar. Þó tókst honum að koma á samræmdum prófum til stúdentsprófs sem hætta er á að drepi niður fjölbreytni í framhaldsskólanámi. Nú skulu framhaldsskólar ekki lengur miða að því að þroska hvern og einn einstakling og undirbúa hann undir frekara nám eða atvinnulífið. Þess í stað eiga allir að læra sömu algebrudæmin og lesa sömu bækurnar í fjögur ár áður en hægt er að taka sama prófið. Þannig er verið að reyna að steypa íslenska æsku í sama mótið og draga úr öllum frumleika og sköpunargáfu hennar.

Þorgerður
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur reynt eins og hún getur að toppa fyrirrennara sína með annars ágætum árangri. Á vordögum kom upp sú staða að það var bara ekkert pláss fyrir um 600 af hinum nýju nemendum sem langaði til að komast í framhaldsskóla í haust. Þau eru greinilega ekki hröð vinnubrögðin í menntamálaráðuneytinu því það eru 16 ár síðan þessi ungmenni fæddust og nægur hefur tíminn verið til að fyrirbyggja að fjöldi þeirra verði að vandamáli. Einföld lausn hefði verið að byggja eins og einn framhaldsskóla. Þetta eitt virtist þó ekki nægja Þorgerði og hefur hún ráðist í umfangsmiklar aðgerðir gegn háskólastiginu og þá sérstaklega Háskóla Íslands. Ríkisstjórnin skuldar Háskólanum hundruðir milljóna fyrir stúdenta sem þreytt hafa nám við skólann og fjársveltið er orðið það óbærilegt að yfirvöld þessarar ágætu stofnunar eru farin að velta því fyrir sér að taka upp skólagjöld og meiriháttar fjöldatakmarkanir. Nýjasta útspilið í málefnum háskólans er opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar, en til stendur að skerða hann verulega þannig að einungis einn dag í viku verði safnið opið til klukkan tíu á kvöldin, en annars einungis til klukkan sjö og enn styttra um helgar. Það er sjálfsögð þjónusta við nemendur að hafa aðgengi að háskólabókasafni góða og sveigjanlega og veikir skerðing á aðgengi samkeppnisstöðu skólans verulega. Þessar aðgerðir koma einungis til vegna skertra framlaga ríkisins til Háskóla Íslands.

Sparnaður efst á lista og menntunin sjálf mun neðar
Við verðum að standa vörð um lýðræðið í landinu og því er umræðan um fjölmiðlafrumvarpið nauðsynleg. Við megum þó ekki gleyma okkur í hita leiksins og líta fram hjá þeim vandamálum sem menntamál á Íslandi standa frammi fyrir, sama á hvaða stigi skólastigsins um er að ræða. Það verður að sporna við hinni annarlegu forgangsröðun sem á sér stað í menntamálaráðuneytinu þar sem sparnaður virðist vera efst á lista og menntunin sjálf mun neðar. Það má ekki gleymast að mennt er máttur og fjárfesting í menntun skilar sér margfalt aftur til þjóðfélagsins, jafnt í auknum hagvexti sem og mannauði.

Hrafn Stefánsson.

politik.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli