Frétt

| 21.06.2001 | 16:41Svæði friðar og kyrrðar fyrir dýralífið jafnt sem þá sem leita næðis í óspilltri náttúru

Mjög strangar reglur gilda um notkun vélknúinna farartækja í Hornstrandafriðlandi og verða undanþágur frá banni við notkun þeirra aðeins veittar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og þá einungis fyrir fjórhjól eða áþekk léttbyggð farartæki á breiðum hjólum. Tilgangurinn er sá, að friðlandið geti verið svæði kyrrðar og friðar fyrir þá ferðalanga sem slíks leita, svo og fyrir dýralífið á svæðinu, og til verndar hinum viðkvæma og fjölskrúðuga gróðri sem þar vex. Reglurnar fara hér á eftir.
Reglur
um akstur vélknúinna farartækja í friðlandinu á Hornströndum


Í reglum um friðlandið á Hornströndum sbr. Auglýsingu nr. 332/1985 er umferð vélknúinna farartækja utan vega og merktra slóða bönnuð, nema leyfi Náttúruverndar ríkisins komi til. Hornstrandanefnd mælir með því að Náttúruvernd ríkisins veiti landeigendum skriflegt leyfi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

1. Leyfi er veitt fyrir vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól eða áþekk léttbyggð farartæki á breiðum hjólum, sem dregið geta sambærilega léttbyggða kerru.

2. Leyfi er aðeins veitt fyrir skráð farartæki.

3. Leyfi er aðeins veitt þar sem hús standa fjarri lendingu.

4. Leyfi er aðeins veitt til flutnings á aðföngum en ekki til almennra fólksflutninga.

5. Með leyfisumsókn skal fylgja uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða leið, þ.e. frá fjöru og heim að húsi.

6. Umsækjandi skal færa sönnur á að hann hafi heimild viðkomandi landeigenda til að aka umrædda leið.

7. Náttúruvernd ríkisins áskilur sér rétt til að afturkalla leyfi á tilteknu svæði, verði náttúruspjöll rakin til notkunar farartækisins og einnig ef reglur þær sem um leyfið gilda verða brotnar.

8. Uppdrættir sem sýna leiðir og skrá yfir þá sem leyfi hafa til aksturs vélknúinna farartækja verða auglýstir á viðkomandi stöðum og sendir sýslumannsembættinu á Ísafirði.

9. Leyfi er veitt til eins árs í senn og skal umsókn hafa borist eigi síðar en 1. maí ár hvert.

10. Umsóknir um leyfi verða afgreiddar eigi síðar en 1. júní ár hvert.

Það er von Náttúruverndar ríkisins, að með framanskráðum reglum og hertu eftirliti yfirvalda jafnt sem landeigenda sjálfra verði komið til móts við landeigendur sem nauðsynlega þurfa á vélknúnum farartækjum að halda og einnig þeirra, landeigenda sem og gesta, er sækja friðlandið heim vegna þeirrar kyrrðar sem það hefur upp á að bjóða.

Náttúruvernd ríkisins
Árni Bragason

bb.is | 26.09.16 | 14:56 Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með frétt Í dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli