Frétt

bb.is | 08.07.2004 | 13:53Grasrótarhreyfing ungs fólks efnir til ráðstefnu um málefni Vestfjarða

Flestir fyrirlestrarnir verða haldnir í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Flestir fyrirlestrarnir verða haldnir í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Ráðstefnan „Með höfuðið hátt“ verður sett í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, á fimmtudagskvöld 15. júlí kl. 20 og lýkur á laugardagskvöld 17. júlí. Fyrir ráðstefnunni stendur grasrótarhreyfing ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum og er viðfangsefni hennar menningar-, mennta- og atvinnumál í fjórðungnum. Auk hefðbundinna fyrirlestra verður efnt til ýmissa uppákoma, m.a. verður „fyrsta kennslustundin í Háskóla Vestfjarða“ haldin á Silfurtorgi á Ísafirði. „Kennslustundinni er ætlað að ögra og fá fólk til að hugleiða hvort það vilji hafa verið með eða á móti þegar Háskóli Vestfjarða hefur kennslu og rannsóknir“, segir í tilkynningu.

Fjölmargir séfræðingar og áhugamenn úr röðum heimamanna leggja umræðunni lið auk þess sem von er á góðum gestum. Þannig munu stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann Einarsson og Úlfar Hauksson ræða um Vestfirði og Evrópusambandið, Runólfur Ágústsson rekor Viðkiptaháskólans á Bifröst mun ræða um sóknarfæri í menntamálum og Þórgnýr Breiðfjörð menningarfulltrúi Akureyrarbæjar mun fjalla um hvernig sé hægt að græða á menningu.

Í tengslum við ráðstefnuna er gefið út samnefnt blað um menningu ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum sem verður dreift í 5.000 eintökum á ýmsa opinbera staði, m.a. upplýsingamiðstöðvar og kaffihús.
Verkefnið er styrkt af sveitarfélögunum á norðanverðum Vestfjörðum, ráðuneytum og fyrirtækjum á svæðinu.

„Þess ber að geta að aðstandendur ráðstefnunnar hafa hvarvetna mætt miklum velvilja og áhuga þar sem leitað hefur verið liðsinnis við undirbúninginn. Þannig leggja fjölmargir af mörkum til ráðstefnuhaldsins þó misjafnt sé af formi og magni. Síðast en ekki síst ber að þakka fyrirlesurunum stórmennskuna en þeir brugðust ljúfmannlega við þegar til þeirra var leitað og flytja erindi sín endurgjaldslaust“, eins og segir í tilkynningu.

Dagskráin fer hér á eftir í heild sinni:

Fimmtudagur 15. júlí
20.00
Hvernig græðum við á menningu?
– Þórgnýr Dýrfjörð menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, Margrét Gunnarsdóttir skólastjóri Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og Elfar Logi Hannesson stofnandi Kómedíuleikhússins.

Föstudagur 16. júlí
12.00
Stofnun Háskóla Vestfjarða og fyrsta kennslustundin á Silfurtorgi.
20.00
Samfélagsleg áhrif menntunar og sóknarfæri
– Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst og Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
22.00
Varðeldur á Suðurtanga þar sem meðal annars verður sent flöskuskeyti til ESB.

Laugardagur 17. júlí 2004
11.00
Vaxtarmöguleikar Vestfjarða – nýsköpun eða brjálæði?
– Neil Shiran K. Þórisson viðskiptafræðingur og Úlfar Ágústsson kaupmaður og framkvæmdastjóri Siglingadaga.
12.20
Hádegishlé
13.00
Sóknarfæri Vestfjarða í sjávarútvegi
– Þórarinn Ólafsson sjávarútvegs-fræðingur, Einar Hreinsson veiðafærafræðingur og Guðrún Anna Finnbogadóttir sjávarútvegsfræðingur.
15.00
Kostir og gallar ESB fyrir Vestfirði?
– Sigríður Björk Guðjónsdóttir sýslumaður, Eiríkur Bergmann Eiríksson stjórnmálafræðingur og Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur.
20.00
Við erum einstök og berum höfuðið hátt
– Lauflétt lokahóf í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað þar sem lögð verður áhersla á séreinkenni Vestfirðinga og þjóðrembingnum leyft að njóta sín.

Fyrirlestrarnir verða haldnir í Hömrum nema annað sé tekið fram.

thelma@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli