Frétt

| 21.06.2001 | 14:03„Eins þjóðlegt og heimilislegt og hægt er“

Sigríður og Auður í Tjörukaffi.
Sigríður og Auður í Tjörukaffi.
Tjöruhúsið svokallaða í Neðstakaupstað á Ísafirði var byggt árið 1781 og var notað sem pakkhús. Ekki eru mjög mörg ár síðan húsið var gert upp og nú er þar kaffihús – Tjörukaffi – fjórða sumarið í röð. Staðurinn er einstakur í sinni röð hérlendis – Neðstikaupstaður er elsta húsaþyrping landsins þar sem saman standa fjögur myndarleg hús frá 18. öld, samkynja timburhús frá tíð kaupslagara á Skutulsfjarðareyri en þó gerólík. Saman mynda húsin veigamesta þáttinn í Byggðasafni Vestfjarða – þau eru sjálf safngripir og auk þess full af safngripum og umkringd þeim líka.
Væntanlega er nafnið á kaffihúsinu dregið af hinu gamla nafni hússins sjálfs en ekki bragðinu á kaffinu sem þar er borið fram. Reksturinn á Tjörukaffi er í höndum þeirra Auðar og Jónu Símoníu Bjarnadætra, Andreu Harðardóttur og Sigríðar Sigursteinsdóttur. Þær Auður og Sigríður eru að störfum þegar gest ber að garði og láta þær vel af sumrinu það sem komið er, þó að ferðamannastraumurinn sé ekki enn byrjaður fyrir alvöru.

„Fólkið sem hefur verið að koma hefur verið bæði útlendingar og Íslendingar. Heimamenn og fólk frá bæjunum í kring hefur verið duglegt að koma. Við erum líka komnar með skemmtilegt safn af gömlum heimilishlutum eins og sápum, dönskum tímaritum og ýmislegt annað sem hann Jón Sigurpálsson hefur verið að raða upp hérna hjá okkur. Svo eigum við gamalt Prins Polo og gamalt kók í gleri. Það er eflaust orðið óætt og ódrekkandi en fólk getur blaðað í gömlu tímaritunum eins og það vill. Svo er búðarborðið gamalt og gott. Það er úr búðinni hans Jónasar Magg sem var í einu húsanna við Hafnarstræti sem var verið að rífa. Fólk getur sest bæði hér inni í húsinu og hér fyrir utan, það er alveg yndislegt, sérstaklega þegar það er gott veður, að sitja úti og borða.“

Tjörukaffi er opið alla daga 11-17. Boðið er upp á súpu og nýbakað brauð í hádeginu og á laugardögum er grjónagrautur og slátur. Þær Auður og Sigríður segja að undanfarin sumur hefur verið mjög vinsælt að koma við hjá þeim í hádeginu en fólk sé ekki ennþá byrjað að koma í sumar.

„Við bjóðum einnig upp á þjóðlegt meðlæti með kaffinu – jólakökur, lagkökur, súkkulaðikökur og vöfflur með sultu og rjóma. Við búum þetta allt til sjálfar, bökum brauð og kökur og eldum súpur og grauta. Við viljum hafa þetta eins þjóðlegt og heimilislegt og hægt er – það myndi ekki annað passa við húsið. Við gerum nú samt ýmislegt sniðugt, við erum til dæmis stundum að leika okkur með uppskriftirnar og laumumst meira að segja stundum í garðinn til hennar Siggu Steinu og fáum hjá henni kryddjurtir, til dæmis skessujurt og graslauk í súpuna eða blóm á borðin. Það gæti ekki gerst þjóðlegra en að hafa íslenskræktaðar kryddjurtir í súpunni.

Jóna Símonía kom okkur nú samt svolítið á óvart um daginn þegar hún kom með svartfuglsegg og setti á borðin. Síðan kom í ljós að þetta voru hinir prýðilegustu blómavasar og svo koma allskonar ungar út úr egginu eftir því hvernig blóm eru í hverju sinni.

Við erum mjög ánægðar með þetta. Aðstaðan er nú þannig að það er eiginlega ekki hægt að bjóða upp á meira en við gerum. Húsið er líka þannig að það væri hreinlega bjánalegt að bjóða upp á hamborgara eða pylsur, það myndi taka burtu sjarmann sem er yfir staðnum. Það er mjög góður andi í húsinu og líka svo yndislega rólegt og afslappað andrúmsloft. Við viljum endilega bjóða alla velkomna hingað til okkar og njóta þess með okkur.“

bb.is | 29.09.16 | 07:50 Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með frétt Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli