Frétt

Stakkur 27. tbl. 2004 | 07.07.2004 | 10:18Þjóðaratkvæði eða þingkosningar

Gott veður á Vestfjörðum er gleðiefni, þótt ekki þyki það fréttnæmt, en annað gildir um ýmis konar sprotastarfsemi eins og framtak þeirra Vagnssystra, Soffíu og Ingibjargar sem keyptu heila blokk í Bolungarvík til að leigja ferðamönnum. Vonandi gengur þeim vel og eignast marga ágæta viðskiptavini. Að sjálfsögðu á að auglýsa miklu betur hve góð áhrif fylgja því að dvelja hér vestra og njóta náttúrunnar fjarri ys og þys höfuðborgarinnar. En þar situr einmitt Alþingi og ríkisstjórn. Forsetinn á heimili á Bessastöðum og er þar ríflega helming ársins og gott betur, meira en átta mánuði. Nú verður örugglega breyting á og Íslendingar njóta frekar nærveru hans, þegar hann fer að taka það hlutverk sitt alvarlega að passa nú upp á þingið og ríkisstjórnina, eins og fram hefur komið.

Að vísu geta ferðamennirnir ekki skoðað forsetann alla daga, en geta þá komið vestur á firði í staðinn og skoða fuglalífið og fegurðina um alla Vestfirði og gist í Bolungarvík. Alþingismennirnir ættu sennilega að koma líka í afslöppun í leyfum þingsins, er nú skerðast vegna umræðna um fjölmiðlalögin og þjóðaratkvæðagreiðslu og málþófs. Þau skruppu í nýjan farveg um síðustu helgi og þjóðaratkvæðagreiðslan þar með. En hún hefur verið slegin af nema forsetinn ætli sér að synja staðfestingu þeirra á nýjan leik, en alltaf er verið nálgast mótmæli stjórnarandstöðunnar meir og meir. Sumum þykir ríkisstjórnin of eftirlát henni. Engar komu breytingartillögurnar frá stjórnarandstöðunni meðan málið fékk næst lengstu umræðu nokkurs máls á Alþingi frá upphafi, en þar virtist vera um nokkurs konar upplestrarkeppni að ræða fremur en efnislega umræðu. Fjölmiðlarnir að Morgunblaðinu, Bæjarins besta og Ríkisútvarpinu undanteknum átu allt hrátt upp og nú er þjóðin hlaupin í fótspor þingmanna og hefur engan áhuga á efnisatriðum heldur því hvort hún missi af þjóðaratkvæðagreiðslunni, eins þar sé einhver skemmtun að ganga henni úr greipum.

Endalaust má deila um mál, en það er ljóst að skólakerfið hefur algerlega brugðist við uppfræðslu margra kynslóða, því örfáir, já nánast teljandi á fingrum annarrar handar virðast þekkja þau hugtök sem mest er gasprað með nú í þjóðfélaginu. Fáir virðast vita að lýðveldi er heiti á ríki, sem hefur forseta sem þjóðhöfðingja, en ekki kóng eða hertoga eða hvað kóngafólkið heitir sem Ögmundi Jónasssyni finnst forsetinn dekra of mikið við. Þingræði er einfaldlega það ástand að meirihluti þings standi að baki ríkisstjórnar og því vissulega rétt að velta því fyrir sér hvort forseti sé að berjast gegn því með því að sætta sig ekki við ákvörðun meirahluta þingsins, þótt ekki sé honum ætlaður sá hugsunarháttur hér. Yfir það hlýtur hann að vera hafinn. Enn hefur fosetinn þó ekki svarað spurningunni um viðmið sín og sjónarmið að baki því að synja lögum staðfestingar. Margir bíða svarsins.

Hvort sem þjóðartkvæðagreiðsla verður eða ekki og hún á ekki að verða, þá er ljóst að Íslendingar hafa látið sér duga að kjósa til Alþingis og fá að sjálfsögðu tækifæri til þess áður en lögin umdeildu taka gildi hljóti frumvarpið samþykki í breyttri mynd. Enginn ,,réttur” hefur verið tekin af neinum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki skemmtun fremur þingkosningar. Vonandi ber þjóðin gæfu til að skilja það. En það er gott að hugsa hér fyrir vestan og það ættu fleiri að gera.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli