Frétt

| 21.06.2001 | 11:35Franskur yfirkokkur og franskur matseðill

Hótel Laugarhóll í Bjarnarfirði á Ströndum opnaði á sunnudaginn nýja gistiálmu að viðstöddu fjölmenni. Að sögn Matthíasar hótelstjóra og yfirkokks gekk fagnaðurinn mjög vel og voru um 150 gestir sem þágu kökur og kaffi af kökuhlaðborði í tilefni dagsins. „Með þessum breytingum bættust við 6 herbergi með baðherbergi. Við byggðum einfaldlega ofan á þakið og bættum við einni hæð. Með þessari viðbót eru sautján herbergi og þar af eru níu með baði. Þetta á eftir að breyta miklu fyrir okkur“, segir hann.
Hótel Laugarhóll hefur verið að byggja upp orðspor fyrir góðan og spennandi franskan matseðil. „Við höfum mjög sérviskulegan franskan mat og allskonar rétti á matseðlinum. Ég var til dæmis svo heppinn að fá keilu frá Drangsnesi en hún er góður og þéttur hvítur fiskur. Ég smjörsteiki hana og eldsteiki og ber fram með spínatsósu. Líka erum við með franska kjötsúpu sem er meiriháttar góð.“

Matthías, sem sjálfur er franskur að uppruna, kveðst vera sannfærður um að tvennt þurfi að gera ef Vestfirðingar vilja efla ferðamannaþjónustu: „Bæta samgöngur og koma betur til móts við neytandann, og neytandinn vill fá herbergi með baði. Ég veit um tvær ferðaskrifstofur sem vildu ekki koma því við höfðum ekki herbergi með baði. Þær koma núna og önnur þeirra kemur níu sinnum í sumar“, sagði Matthias.

Sumarið leggst vel í fólkið á Hótel Laugarhóli. „Fyrsti hópurinn, 24 gestir, kom 9. júní og sumarið er vel bókað. Þetta eru allskonar hópar sem koma, til dæmis fólk sem er að koma í Bjarnarfjarðará. Það verða þrjú ættarmót hjá okkur í sumar auk funda hjá ýmsum fyrirtækjum, svo koma ýmis félagasamtök og auðvitað lausatraffíkin sem er alltaf talsverð. Það hefur samt breyst á síðustu árum að rútuferðirnar hafa minnkað en komur fólks á bílaleigubílum hafa aukist, það hafa þá verið bæði einstaklingar og fjölskyldur,“ sagði Matthías hótelstjóri, yfirkokkur og þúsundþjalasmiður á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði.

bb.is | 28.09.16 | 07:47 Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt „Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli