Frétt

| 21.06.2001 | 10:04Berlínarbréf

Berlín, borgin sem gerði alla að andkommúnistum sem þangað komu með opnum huga. Er til voldugra tákn um kúgun kommúnismans, auðmýkingu hans og allsherjar skipbrot en múrinn var? Já – brotinn múrinn, hann er ekki einu sinni voldugur, aðeins átakanlegur. Það var sérkennilegt tilfinning sem fylgdi því að vera á Friedrichstrasse og sjá litla kantsteinalínu sem lögð hafði verið þvert yfir götuna til minningar um skiptingu borgarinnar. Maður steig í annan fótinn og var á Vesturlöndum, í hinn og var austantjalds.
Maður kemst naumast úr sporunum fyrir klisjum sem þvælast fyrir manni við hvert fótmál: hugsanir manns kvistast niður í fábrotnar kaldastríðstuggur sem maður er allt í einu farinn að velta fyrir sér í fullri einlægni: sáu menn þetta virkilega ekki? Hvernig gátu menn stutt svo lengi kerfi sem byggði á jafn gengdarlausri kúgun? Hvernig gátu menn yfirleitt stutt það í fimm mínútur? Kannski var þarna á ferðinni einhver þankagangur ættaður úr Biblíusögunum, að lýðurinn þyrfti að gangast undir margvíslegar þrautir (herleiðing Ísraels lýðs) undir styrkri en föðurlegri og strangri leiðsögn Flokksins (Mósesar) til að ná að lokum að byggja upp sæluríkið (Fyrirheitna landið). Stóra lygin í kommúnismanum sem jafnvel vænsta fólk virtist geta fallist á – eða að minnsta kosti leitt hjá sér – var sú að kúgun og ofbeldi gagnvart þeim sem ekki hlýddu möglunarlaust væri nokkru sinni réttlætanleg. Litið var á Söguna sem nokkurs konar lífveru sem þrammaði áfram sinn óumflýjanlega veg að antitesunni sem allt átti að leysa – en samt var eins og þyrfti að hjálpa þessari sömu Sögu svo mikið, því ella kynni hana að bera af leið. Og venjulegt fólk var bara galeiðuþrælar. Venjulegu fólki var alveg offrandi fyrir hagsmuni "Sögunnar".

Svo reynir maður að hrista þetta allt af sér og njóta þess að vera í útlöndum. Og hvað gerir maður þá? Sumir fara í búðir, sumir á söfn, sumir á knæpur og sumir á fótboltaleiki eða þaðan af ískyggilegri samkomur. Ég fer út í skóg. Fátt er mikilvægara Íslendingi í útlöndum en að finna góðan garð til að geta þar reikað um innan um mörg hundruð ára gömul tré og skoðað héra og íkorna, hvílt augun á vatninu og hlustað á þytinn í trjánum. Síðan er alltaf gaman að fara í neðanjarðarlestina sem er annað sem ekki er til á Íslandi. Það er alltaf fróðlegt fyrir Íslending að að sjá að í útlöndum er til fólk sem hefur geð í sér til að ferðast dálítinn spöl í farartæki jafnvel þótt það eigi ekki sjálft þetta farartæki og fyllist ekki ógeði þótt það þurfi að deila þessari ferð með öðru fólki.

Þetta tvennt er nauðsynlegt í útlöndum. Og það þriðja er að ganga mikið um borgina því ferðist maður eingöngu í neðanjarðarlest er hætt við að maður sjái bara það stærsta og merkilegasta og missi tilfinninguna fyrir borginni.

Þegar maður er búinn að ganga af sér klisjurnar er Berlín skemmtileg borg, full af afar ljótum byggingum þar sem arkítektar kommúnisma og kapítalisma kepptust við að slá hverjir aðra út í smekkleysum og ekki bætir úr skák þegar póstmódernistar bætast í hópinn. En það er góður bragur á fólkinu hér og garðurinn er stór og góður. Hér er meira að segja hægt að fara á söfn sem maður fær strax í bakið við að skoða. Og eflaust hægt að fara á fótbolta.

bb.is | 29.09.16 | 07:50 Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með frétt Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli