Frétt

bb.is | 06.07.2004 | 09:50Ekki fallist á athugasemdir við þverun Mjóafjarðar

Fyrirhugað vegarstæði.
Fyrirhugað vegarstæði.

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum þverunar Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi. Þannig féllst ráðherra ekki á athugasemdir sem gerðar voru við úrskurðinn að öðru leyti en því að Vegagerðinni var gert að athuga hvort gulönd verpti í Hrútey, að höfðu samráði við Náttúrverndarstofnun Íslands. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum er hægt að kæra úrskurði Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra og var það gert í þessu tilfelli áður en kærufrestur rann út þann 24. janúar. Kærur bárust frá Reyni Bergsveinssyni, Gróu Salvarsdóttur, Gísla Pálmasyni, Guðmundi Atla Pálmasyni og Stellu Guðmundsdóttur.

Reynir Bergsveinsson krafðist þess að umhverfisráðherra felldi úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar að því er varðar þverun Mjóafjarðar. Nýr aðili yrði fenginn til þess að meta umhverfisáhrif þverunarinnar og að metin yrði ný veglína um Eyrarfjall. Taldi hann óviðunandi að sú leið yrði ekki metin sem fullnægjandi valkostur í stað þess að fara yfir Vatnsfjarðarháls og túnin í Innri-Skálavík og Hrútey. Þá taldi Reynir að neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdarinnar væru mun meiri en talið hafi verið. Hann taldi alla sjá sem vildu sjá að Hrútey væri náttúruperla hvað varðar landslag, gróður og dýralíf. Þar sé varpstöð og lífsvæði mörg hundruð fugla og svo hafi verið um árhundruð.

Þá taldi Reynir að þverunin hefði þau áhrif á sjávarföll í Mjóafirði að munur á flóði og fjöru yrði 10 cm. minni og það hefði þær afleiðingar að þangbeltið í Mjóafirði minnkaði.

Þá fullyrti Reynir í kæru sinni að þrjú pör af gulönd hefðu orpið í Hrútey árið 2003 en gulönd er á válista og afar strjáll varpfugl hér á landi. Þó er ekki talið að hann verpi í eyjum heldur fyrst og fremst við ár.

Gróa Salvarsdóttir krafðist þess að fallið yrði frá endurgerð núverandi vegar ofan Bjarnastaða og vegurinn yrði heldur lagður með sjó. Einnig krafðist hún breyttrar vegarlagningar til þess að koma í veg fyrir að stekk í Eyrargili yrði drekkt í vegfyllingu.

Gísli Pálmason, Guðmundur Atli Pálmason og Stella Guðmundsdóttir töldu óvissu ríkja um áhrif brúargerðarinnar yfir Mjóafjörð á lífríki Heydals. Þau eru að byggja upp náttúruvæna ferðaþjónustu í Heydal þar sem áhersla er lögð á einstaka og fjölþætta náttúru svæðisins. Töldu þau að fyrirhuguð framkvæmd geti minnkað saltmagn fjarðarins þar sem hlutafall ferskvatns verði að líkindum hærra. Því muni fjörðinn leggja lengra fram en nú er og hafa áhrif á snjóalög með þeim afleiðingum að það voraði seinna en nú er með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir plöntu- og dýralíf.

Í úrskurði umhverfisráðherra segir að hann staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar frá 12. september 2003 um mat á umhverfisáhrifum með því skilyrði að framkvæmdaraðili standi fyrir athugun á því hvort gulönd verpir í Hrútey, að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast svo draga megi úr hugsanlegum áhrifum framkvæmdarinnar á varpstaði hennar.

Þann 12. desember á síðasta ári féllst Skipulagsstofnun á hugmyndir Vegagerðarinnar um lagningu 28,3 km vegarkafla Djúpvegar frá Eyrarhlíð í Ísafirði að Hörtná við utanverðan Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi. Stofnunin féllst í meginatriðum á fyrirhugaða vegagerð og þverun Reykjafjarðar og Mjóafjarðar. Fyrirhugaður vegur liggur út með vestanverðum Ísafirði, um vestanvert Reykjanes, yfir Reykjafjörð á Laufskálaeyri, þaðan fyrir Sveinhúsanes, um Vatnsfjörð, yfir Vatnsfjarðarháls og yfir Mjóafjörð um Hrútey að slitlagsenda utan Hörtná.

Á leiðinni þarf að smíða 60 metra langa brú yfir Reykjafjörð, 9 metra langa brú yfir Vatnsfjarðarós og 100 metra langa brú yfir Hrúteyjarsund.

Úrskurðinn í heild sinni má lesa á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. 

hj@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli