Frétt

mbl.is | 05.07.2004 | 17:07Skrifað undir vaxtarsamning fyrir Eyjafjörð

Skrifað var í dag undir svokallaðan vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið, en gerð samningsins er hluti af byggðaáætlun stjórnvalda og þeirri áherslu sem þar er lögð á Eyjafjarðarsvæðið. Vaxtarsamningurinn tekur til tímabilsins 2004 til 2007 og byggir á nýjum aðferðum við að styrkja hagvöxt einstakra svæða með uppbyggingu klasa. „Kjarni málsins er að styrkja hagvöxt með markaðstengdum áherslum,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. Ráðherra sagði hér um að ræða frumkvöðlastarf í atvinnu- og byggðamálum, sér dytti ekki í hug að einhverjar töfralausnir væru í samningnum en hér væri skynsamleg leið farin.

Í skýrslu nefndar um byggðaþróun Eyjafjarðarsvæðisins, sem kynnt var fyrir nokkru, var lagt til að gerður yrði svokallaður vaxtarsamningur frá 2004 til 2007 sem byggist á nýjum aðferðum við að styrkja hagvöxt einstakra svæða með uppbyggingu klasa. Lögð er m.a. áhersla á klasa á sviði mennta og rannsókna, á heilsusviði, ferðaþjónustu og á sviði matvæla. Tillögurnar taka mið af sambærilegum áherslum víða erlendis, m.a. í Finnlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum þar sem lögð er aukin áhersla á að efla byggðakjarna.

Umræddur samningur er nú fullgerður en unnið var að honum í nánu samráði við ýmsa á Eyjafjarðarsvæðinu. Og vert er að geta þess að reiknað er með að nálæg svæði utan Eyjafjarðarsvæðisins muni einnig njóta þessa starfs með beinum og óbeinum hætti.

Heildarfjármagn til reksturs samningsins þessi tæp 4 ár er áætlað 177,5 millj. kr. – þar af komi um helmingur frá sveitarfélögum á svæðinu, einkaaðilum og stofnunum – og um helmingur frá stjórnvöldum, þ.e. byggðaáætlun í umsjón iðnaðarráðuneytis.

Þannig leggur iðnaðarráðuneytið fyrir hönd stjórnvalda til 90 millj. kr. þar sem byggt er á fjárheimildum innan ramma byggðaáætlunar sem þegar eru fyrir hendi fyrir árin 2004–5 og væntanlegri byggðaáætlun fyrir árin 2006–7, með fyrirvara um samþykki Alþingis. Mótframlag að upphæð 87,5millj. kr. verður fjármagnað af öðrum aðilum samningsins þ.e. Akureyrarbæ, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði, Byggðastofnun, Háskólanum á Akureyri, Iðntæknistofnun Íslands, Kaupfélagi Eyfirðinga, Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi og Útflutningsráði Íslands. Framlag stofnana verður að mestu í formi sérfræðivinnu. Auk þessara aðila eru stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu einnig aðilar að væntanlegum samningi.

Þeir sem skrifuðu undir samninginn í dag, auk ráðherra, voru Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Guðmundur Guðmundsson frá Byggðastofnun, Hallgrímur Jónasson, Iðntæknistofnun, Jón Ásbergsson, Útflutningsráði, Guðmundur Heiðar Frímannsson frá Háskólanum á Akureyri, Ásgeir Magnússon frá Samtökum atvinnulífsins, Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA, Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri og Magnús Ásgeirsson frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli