Frétt

mbl.is | 05.07.2004 | 08:00Ójöfn kjör karla og kvenna hjá Borgarbyggð

Því fer fjarri að staða kynjanna sé jöfn meðal starfsfólks Borgarbyggðar. Kemur það fram í niðurstöðum könnunar sem félagsmálanefnd Borgarbyggðar óskaði eftir að gerð yrði. Í jafnréttisáætlun sveitarfélagsins segir að við ákvörðun launa og fríðinda skuli staða kynjanna vera jöfn.
Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri vann könnunina.

Farin var sú aðferð að skoða laun fastra starfsmanna Borgarbyggðar sem fengu greidd laun 1. desember 2003, óháð starfshlutfalli. Þá var bæjarstjóri ekki tekinn með í könnuninni.

Borgarbyggð er að mestu leyti kvennavinnustaður og ekki margar deildir eða stofnanir þar sem bæði vinna karlar og konur. Hreinir kvennavinnustaðir eru hjá sveitarfélaginu, en enginn hreinn karlavinnustaður. Þá er nokkuð um að starfsfólk sé hálfgerðir einyrkjar, þ.e. vinni eitt. Til að komast hjá að bera saman einstaklinga voru búnir til flokkarnir „umsjón með stærri verkefnum" og „umsjón með minni verkefnum".

Könnunin náði til samtals 139 manna. Af þeim voru 113 konur og 26 karlar (þar af einn tvítalinn í 2x½ starf). Af körlunum er 21 í fullu starfi en 5 í hlutastarfi, en af konunum eru í fullu starfi og 48 í hlutastarfi. Kynin eru að meðaltali næsta jafngömul, karlarnir 44 ára og konurnar 43 ára. Dagvinnulaun eru meginuppistaðan í launum. Meðaldagvinnulaun kvenna, miðað við fullt starf, eru 152.220 kr. en meðaldagvinnulaun karla eru 186.034 kr. Munar þarna liðlega 33.800 kr. á mánuði.

Meðaldagvinnulaun kvenna eru tæplega 82% af meðaldagvinnulaunum karla. Munurinn eykst ef föst yfirvinna er tekin með, en karlarnir eru með hærri fasta yfirvinnu en konurnar.

Eina stofnunin þar sem hægt er að tala um að bæði kynin vinni er grunnskólinn. Þar er talsverður munur á kjörum karla og kvenna. Meðaldagvinnulaun karla eru 209.343 kr. en kvenna 176.731 eða 84,4% af meðaldagvinnulaunum karla.

Þegar tekið er mið af þeim hluta starfsmanna sem fær greitt samkvæmt samningum kennara eru meðaldagvinnulaun karla 235.379 kr. en kvenna 196.411 eða 83,4%. Karlkennarar eru með að meðaltali 5,83 tíma í fasta yfirvinnu á stöðugildi, en konur 4,32 klst. á stöðugildi.

Karlar í öðrum störfum í grunnskólanum eru með 139.912 kr. að meðaltali í dagvinnulaun, en konur 133.153 eða 95,2% af dagvinnulaunum karlanna. Þarna munar verulega í fastri yfirvinnu þar sem karlarnir eru með 15,4 klst. að meðaltali á stöðugildi, en konurnar 1,5 klst. að meðaltali á stöðugildi.

Hæstu meðaldagvinnulaun hjá Borgarbyggð hafa kvenkyns sviðsstjórar, 302.985 kr., en karlkyns sviðsstjórar hafa 251.431 eða 83% af meðaldagvinnulaunum kvennanna. En þegar litið er til hlunninda kemur í ljós að karlarnir hafa 60 tíma fasta yfirvinnu á mánuði en konurnar hafa 35 klst. Auk þess hafa þeir hærri bílastyrk að meðaltali fyrir utan að annar hefur bílahlunnindi og dagpeninga. Þessi hópur, starfsmenn bæjarskrifstofu og einyrkjar, nýtur mestra hlunninda. Þarna eru 3 karlar með 60 klst. fasta yfirvinnu og tveir þeirra með hæsta bílastyrk og bíl að auki. Ein kona og einn karl hafa 40 klst. fasta yfirvinnu og fær karlinn að auki greidda unna yfirvinnu, tvær konur og einn karl með 35 klst. fasta yfirvinnu miðað við fullt starf.

Þá hefur hluti starfsmanna á bæjarskrifstofum, eða 2 karlar og 5 konur, fengið svokallaðar eingreiðslur. Karlarnir eru báðir fyrir með 60 klst. fasta yfirvinnu á mánuði, 1 kona með 40 klst fasta yfirvinnu og 1 með 35 klst. en 3 án fastrar yfirvinnu.

Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, sagði að að sjálfsögðu yrði farið yfir þetta mál og brugðist við ef ástæða þætti til. Nú væri hinsvegar að ganga í garð sumarfrí á skrifstofu og hjá bæjarfulltrúum þannig að þetta yrði skoðað nánar í haust að fríum loknum.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli