Frétt

| 20.06.2001 | 16:28Ísafjarðarbær sýknaður af kröfu kennara um greiðslu dagpeninga vegna fæðiskostnaðar

Ísafjarðarbær var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag sýknaður af kröfu kennara við Grunnskólann á Ísafirði um greiðslu dagpeninga vegna fæðiskostnaðar, samtals að upphæð tæplega 70 þúsund krónur auk dráttarvaxta, í skólaferðalagi nemenda 10. bekkjar vorið 1999. Dómurinn leit svo á, að ferðin hafi ekki verið á vegum Grunnskólans á Ísafirði heldur ákveðins hóps nemenda við skólann, enda þótt skólinn hafi lagt nemendum lið með ýmsu móti til að þeim yrði kleift að fara í ferðina og áskilið sér agavald yfir þeim meðan hún stæði.
Samt sem áður verði ekki litið öðru vísi á en svo að nemendur hafi sjálfir, í skjóli lögráðamanna sinna, átt að bera alla fjárhagslega ábyrgð af ferðakostnaðinum, þ.m.t. ferðakostnaði stefnanda sem fararstjóra, þrátt fyrir það að stefndi greiddi laun hennar meðan ferðin stóð yfir.

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða fer hér á eftir í heild:

Ár 2001, miðvikudaginn 20. júní, er dómþing Héraðsdóms Vestfjarða sett í dómsal að Hafnarstræti 1, Ísafirði og háð þar af Erlingi Sigtryggssyni, dómstjóra.

Fyrir er tekið:
Mál nr. E- 202/2000:

Andrea Sigrún Harðardóttir
gegn
Ísafjarðarbæ

Er nú kveðinn upp í málinu svohljóðandi


dómur:

Mál þetta, sem var dómtekið þann 23. maí sl., að undangengnum munnlegum málflutningi, hefur Andrea Sigrún Harðardóttir, kt. 270668-5189, Fjarðarstræti 7, Ísafirði, höfðað hér fyrir dómi þann 26. október sl. með stefnu á hendur Ísafjarðarbæ, kt. 540596-2639, Hafnarstræti 1, Ísafirði, til greiðslu 68.555 kr., með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. júní 1999 til greiðsludags og málskostnaðar samkvæmt framlögðum reikningi.

Stefndi krefst aðallega sýknu, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, en til vara að hvor aðili beri sinn kostnað af máli þessu.

Stefnandi er kennari við Grunnskólann á Ísafirði. Skólaárið 1998-1999 kenndi hún í fyrsta sinn 10. bekkjarnemendum og var umsjónarkennari þeirra. Venja er að nemendur 10. bekkjar skólans fara saman í ferðalag í lok skólaárs og munu umsjónarkennarar jafnan hafa farið með þeim. Ferðarinnar var ekki getið í námsvísi eða skóladagatali, en hennar var þó getið í skipulagi eða dagskrá maímánaðar. Nemendur söfnuðu fé um veturinn til að standa straum af kostnaði við ferðina. Stefnandi og Jóna Benediktsdóttir, samkennari hennar, aðstoðuðu nemendur við fjáröflunarstarfið og fengu laun frá stefnda fyrir vinnu sína með nemendum, sem svaraði 40 mínútum á viku. Ferðin var farin dagana 17.-23. maí 1999. Áður en hún hófst lá það fyrir að ekki hafði tekist að safna nægilegu fé til að standa straum af öllum kostnaði við hana og yrðu nemendur og fararstjórar, sem auk nefndra kennara voru úr hópi foreldra nemendanna, að greiða fæðiskostnað sinn sjálfir. Stefnandi og Jóna Benediktsdóttir kröfðust dagpeninga úr hendi stefnda áður en ferðin hófst. Á fundi sem skólastjóri hélt með þeim þann 14. maí 1999 var kröfunni hafnað. Stefnandi og Jóna fóru í ferðina engu að síður og greiddi stefndi þeim laun, þ.á.m. fyrir yfirvinnu, meðan hún stóð. Stefnandi höfðar þetta mál til innheimtu dagpeninga vegna fæðiskostnaðar.

Við aðalmeðferð málsins gáfu stefnandi, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri, og vitnin Jóna Benediktsdóttir, Jónína Emilsdóttir og Guðný Þorbjörg Ísleifsdóttir skýrslur fyrir dómi.

Stefnandi byggir kröfur sínar á því að hún hafi farið í skólaferðalag á vegum Grunnskóla Ísafjarðar og eigi, skv. ákvæðum í kjarasamningi Kennarasambands Íslands, rétt á greiðslu fæðiskostnaðar þá daga sem ferðin stóð yfir. Vísar hún til 5. kafla kjarasamnings KÍ. Samkvæmt grein 5.5.1. í þeim samningi greiðast fargjöld á ferðalögum erlendis samkvæmt reikningi. Í gr. 5.6.1. segir að annar ferðakostnaður greiðist með dagpeningum og samkvæmt gr. 5.6.2. eiga dagpeningar bæði að taka til fæði- og húsnæðiskostnaðar. Stefnandi krefst þess þáttar dagpeninga sem fellur utan við gistikostnað. Um fæðiskostnað innanlands vísar hún til gr. 5.2. í kjarasamningi K.Í.

Stefnandi kveður ferðir sem þessa ætíð áður hafa verið skráðar í námsvísi skólans. Hafi þessi ferð verið farin með vilja og vitund forsvarsmanna skólans og því á hans ábyrgð. Til marks um það sé greiðsla sem stefnandi hafi fengið vikulega fyrir 40 mínútna vinnu við undirbúning ferðarinnar. Tilhögun hennar hafi verið borin undir forsvarsmenn skólans í upphafi og þannig samþykkt af þeim, e

bb.is | 29.09.16 | 14:50 Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með frétt Alþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli