Frétt

| 20.06.2001 | 13:24„Mokstur þjóðar“

Skammt er stórra högga á milli. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sótti Ísfirðinga, og Bolvíkinga líka, heim á sjómannadaginn. Hann flutti ræðu, sem gerð var að umtalsefni fyrir viku. Hrafnseyrarnefnd bauð forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, sem oft er fundvís á eitt og annað til þess að ná athygli þjóðar sinnar, til að halda ræðu þjóðhátíðardagsins á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar.

Þá hafði Davíð þegar fjallað um ástand þjóðarbúsins í hinni hefðbundnu 17. júní ræðu á Austurvelli við styttu frelsishetjunnar. Hann var afkastamikill þennan daginn sem oft fyrr. Hann fullyrti að Íslendingar ættu heimsmet í fjölda verkfallsdaga og hið svokallaða verkfallsvopn væri ofnotað. Tekið skal undir þá skoðun, að verkföll leiða sjaldan til góðs, þegar til lengri tíma er litið. Löngu er tímabært að að þeir sem deila á vinnumarkaði, atvinnurekendur og launamenn, skoði af fullri alvöru, hvort þau skila raunverulegum kjarabótum þegar allt er talið. Davíð nefndi einkum tvennt, verkfall framhaldsskólakennara og sjómanna. Vart þarf að efast um það að verkfall sjómanna á sinn þátt í gengisfellingu, sem Davíð nefnir gengisvelting með tilheyrandi verðbólgukviðum. Fulltrúar verkalýðsfélaga mótmæla staðhæfingu forsætisráðherra um heimsmetið. Hinu verður ekki mótmælt að langt er í land að sú samningatækni sé notuð er dugar til þess að ná samkomulagi um kaup og kjör. Einnig kom fram í ræðunni að íslensku krónunni skyldi haldið og óhófleg eyðslusemi Íslendinga ætti þátt í gengisfellingu krónunnar, sem fallið hefur um 15% frá því mars.

Það munar um minna, hefði einhvern tíma verið sagt, enda rétt. Sú umdeilda Þjóðhagssstofnun spáir nú 9,1% verðbólgu á líðandi ári, sem brátt er hálfnað, 1,5% hagvexti og miklu minni á næsta ári. Margt kemur til, þar á meðal niðurskurður fiskveiðikvóta. Framtíðin sker úr um þær aðferðir sem notaðar hafa verið og hvort sökudólgurinn er kvótakerfið aðferðir fiskifræðinnar eða eitthvað annað. Davíð varaði þó við svartsýni, taldi að verðbólga mundi hjaðna á næstu árum, erlendar fjárfestingar aukast og krónan verað sterkari. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér. Sennilega hefur Davíð átt við það að slaka bæri á eftirsókninni í hin ýmsu lífsgæði þegar hann sagði: „Þegar þú ert komin ofan í holu þá áttu að hætta að moka.“ Þessi orð vöktu mikla eftirtekt enda nýtt að nota ekki góða og gegna íslenska málshætti um það sem lýst er og fjallað um.

Það er einstakt í hinum vestræna heimi hve Íslendingar eru harðir af sér að keppa hver við annan um hin ytri sýnilegu lífsgæði og sjást þar ekki fyrir á nokkurn hátt. Vaxtahækkanir draga hér ekki úr kaupum á vörum og þjónustu, þó fyrstu sjánlegu merkin komi nú fram, verulega minni eftirspurn eftir sólarlandaferðum en metárið í fyrra. Grafi menn djúpa gröf kann svo að fara að bakkarnir hrynji yfir þá og þá er voðinn vís. En Íslendingar eru duglegir við moksturinn. Kannski er það að breytast nú og önnur lífsgæði að koma í ljós.


bb.is | 26.09.16 | 09:37 Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með frétt Dr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði prófkjörið

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði prófkjörið og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja Rafney ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli