Frétt

sellan.is – Anna Sigrún Baldursdóttir | 01.07.2004 | 16:58Kjarninn og hismið

Anna Sigrún Baldursdóttir.
Anna Sigrún Baldursdóttir.
Það skiptir sennilega engu máli hversu góða kosningu Ólafur Ragnar Grímsson hefði hlotið um síðustu helgi, andstæðingar hans í forystusveit Sjálfstæðisflokksins hefðu alltaf fundið leið til að gera lítið úr sigri hans. Túlkað niðurstöðuna sér í hag á einhvern hátt. Alveg eins og þeir geta túlkað dómsniðurstöðu þar sem forsætisráðherra er gerður ómerkur orða sinna sem fullnaðarsigur hans í málinu. En svona er víst Ísland í dag ... menn eiga bara að skjóta öllu mögulegu til dómsstóla eða í dóm kjósenda, en það er alveg sama hver niðurstaðan er, menn finna leið til að túlka hana sér í hag. Þetta er að verða leiðinda ósiður hér á landi sem hver virðist apa upp eftir öðrum. Ef einhverjir mögulega sjá aðra túlkun á málum, t.d. að 67% sé afgerandi kosning eða það að vera ómerkingur sé í raun áfellisdómur þá eru það bara viljalausar strengjabrúður óvinanna. Ekki möguleiki að fólk hafi sjálfstæða skoðun eða sé treyst til að mynda sér slíka.

Reyndar má almenningur má hafa sig allan við til að reyna að fá botn í einföldustu hluti. Það er ekki nóg með að maður sé talinn það skyni skroppinn að geta ekki tekið afstöðu til einstakra mála, heldur er því haldið fram að allar heimildir séu einhverjum háðar, engir óháðir aðilar vinni heiðarlega að fjölmiðlum hér á landi. Það eru pólitískir púkar í hverju horni og það dugir ekki annað en að verja sig ágangi þeirra. Maður er víst enn jafn áhrifagjarn, ómótaður og einfaldur og á unglingsárunum. Þannig borgar sig víst ekki að opna Morgunblaðið án þess að setja upp bláu linsurnar, svo er allavega sagt. Svo á maður víst að setja þær rauðu, ja eða þær Bónusbleiku þegar maður les Fréttablaðið. Sama gildir þegar maður horfir á sjónvarp – á RÚV eru víst útsendarar bláu handarinnar og á Norðurljósum ekki hugsuð heil hugsun nema með samþykki og ritskoðun Bónusfeðga. Þegar svo sakleysislegt fréttablað Sunddeildar KR læðist inn um bréfalúguna tekur maður það upp með töngum og veit ekki hvaða linsur skal setja upp til að skilja það rétt. Borgar sig sennilega ekki að lesa það, svona varnarlaus. Öryggið á oddinn, þið vitið.

Þetta er óþolandi ástand. Maður vill bara geta lesið sín blöð og horft á sitt sjónvarp án þess að einhver segi manni fyrst í hvaða stellingu maður á að vera við þann gjörning. Svo vill maður eindregið og afdráttarlaust fá frið fyrir vænisjúkum stjórnmálamönnum sem segja manni hvernig maður á að túlka orð andstæðinga þeirra.

Auðvitað verður maður samt alltaf að vera á varðbergi fyrir fyrirslætti og þeim sem vilja þyrla sandi í augun á manni. Maður verður að viðhalda hæfileikanum til að greina kjarnann frá hisminu. Svona má t.d. flækja einfalda staðreynd:

„Í fjórðu og síðustu viku júnímánaðar, það er hinn 26 júní, sem bar upp á laugardag, árið 2004 var á Íslandi haldinn almennur kjörfundur. Gengu þá atkvæðabærir menn til kosninga. Kosið var á milli þeirra þriggja manna sem gefið höfðu kost á sér til til embættis forseta Íslands. Þegar langt var liðið á aðfararnótt sunnudagsins 27. júní lágu úrslitin fyrir. Ólafur Ragnar Grímsson var einn hinna þriggja frambjóðenda en hann hefur gengt embætti forseta Íslands um alllangt skeið. Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössum atkvæði greidd þann dag sem og atkvæði þau er greidd höfðu verið utan kjörfundar daga og vikurnar fyrir kjördag, varð ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson hafði hlotið drjúgan hlut hinna greiddu atkvæða, nánar til tekið 67,9 prósent. Það liggur því ljóst fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hlaut meirihluta atkvæða atkvæðabærra manna er atkvæði greiddu í þessari kosningu og telst því réttkjörinn forseti Íslands. Endurkjörinn forseti mun því halda áfram að sinna starfi forseta og væntanlega sitja í embættinu næstu fjögur ár, enda er kjörtímabil forseta fjögur ár í senn, eins og kunnugt er.”

Aðrir en ég hafa orðið til þess að flækja þessi úrslit með öðrum orðum og ályktunum. Staðreyndin talar þó sínu máli og má umorða í einfalda setningu;

„26.júní 2004 hlaut einn þriggja frambjóðenda til embættis forseta Íslands , Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti 67,9% greiddra atkvæða og var því endurkjörinn til næstu 4 ára.”

Það er kjarni málsins.

Anna Sigrún Baldursdóttir.

sellan.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli