Frétt

Leiðari 25. tbl. 2001 | 20.06.2001 | 13:22Í sól og sumaryl

Björtustu nætur sumarsins eru framundan. Ógleymanlegar stundir öllum sem upplifað hafa í vestfirskri náttúru eins og hún getur fegurst orðið. Sumarsólstöður. Jónsmessan á næstu grösum. Kannski innsiglar nýtt sólstöðutungl komu sumarsins; birtu og yl Sólmánaðarins, sem svo fagurt og ylríkt nafn bar á fyrri tímum.

Vestfirðingar nutu veðurblíðu á þjóðhátíðardaginn. Hefðbundin hátíðadagskrá fyrstu þjóðhátíðarinnar á nýrri öld tókst vel. Hið sama má eflaust segja um aðra þætti dagskrárinnar. Því er þó ekki að leyna að mörgum finnst sá hluti hátíðarhaldanna verða æ meiri sölumennska og með yfirbragði sem ekki verður á neinn hátt rakið til samkenndar íslensku þjóðarinnar sem gerði drauminn að veruleika 17. júní 1944.

Hratt flýgur stund. Hundraðasti fundur bæjarstjórnar hins nýja Ísafjarðarbæjar er að baki. Það var vel til fundið hjá bæjarstjórninni að minnast tímamótanna með klappi á bak þess fólks sem náð hefur góðum árangri og sýnt trúmennsku í störfum sínum fyrir sveitarfélagið. Fyrir þetta megum við, sem álengdar stöndum og sífellt kvörtum yfir sóun á skattpeningum okkar, vera þakklát.

Sérstök ástæða er til að fagna góðu gengi Grunnskólans. Nemendur hans hafa stöðugt sótt í sig veðrið á undanförnum árum í samræmdu prófunum, sem allt grunnskólakerfið virðist snúast um. Þetta er mikið fagnaðarefni, bæjarfélaginu mikill styrkur og góð auglýsing.

Þá er ekki síður ástæða til að fagna lækkandi gengi ísfirskra ungmenna á öðrum sviðum. Já, lækkandi gengi, því hér er prentvillupúkinn ekki að ergja okkur, heldur er með þessum orðum vitnað til greinar Hlyns Snorrasonar, lögreglufulltrúa á Ísafirði og stjórnarmanns í Gamla Apótekinu, í BB í lok maí, þar sem fram kemur að neysla vímuefna ungs fólks hér um slóðir hefur farið minnkandi svo orð er á gerandi. Þetta eru gleðifréttir úr hinu harða umhverfi þar sem allt snýst um skjótfenginn gróða og sölumenn dauðans eira engu. Er ekki ljóst að styðja þarf enn frekar við bakið á því starfi sem skilað hefur svo góðum árangri?

Í miðbæ Ísafjarðar heldur gamli tíminn áfram að víkja. Neistahúsið (upp af bæjarbryggjunni sem einu sinni var) og húsin á fjörukambinum (sem einu sinni var við Hafnarstræti) eru horfin. Í sumar rís þar vegleg bygging sem kemur til með að setja mikinn svip á bæinn. Bygging hússins staðfestir öðru fremur að þeir sem þar standa að baki hafa trú á framtíð bæjarins. Þetta er byggðastefna í verki.
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli