Frétt

mbl.is | 01.07.2004 | 08:14Jón má verða Jónsson eða Jóna Jónudóttir

Nefnd á vegum danska dómsmálaráðuneytisins hefur skilað af sér skýrslu þar sem lagðar eru til breytingar á nafnalögunum þar í landi, sem þótt hafa nokkuð ströng. Meðal helstu breytinga er að veita dönskum ríkisborgurum frjálst val um eftirnafn og geta þeir þá tekið upp algeng eftirnöfn, s.s. Jensen, Holm eða Lund, en fleiri en 1.000 manns þurfa að bera þau.

Þá verður öllum Íslendingum búsettum í Danmörku heimilt að fylgja íslenskri nafnahefð og kenna börn sín við föður eða móður, t.d. Jón Jónsson eða Jóna Jónudóttir.

Dönum verður sömuleiðis heimilt að fylgja þessari hefð, kjósi þeir það, en sú regla var lögð niður fyrir um 150 árum.

Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, segir að hér sé mikið hagsmunamál á ferðinni fyrir þá 6.500 Íslendinga sem búsettir eru í Danmörku. Hann segir marga hafa lent í vandræðum vegna núgildandi laga, sem séu afar ströng, og Danmörk sé síðast Norðurlanda til að breyta sínum nafnalögum.
Svíar hafi gert þetta síðast en breytingarnar eru liður í sameiginlegu átaki norræna ráðherraráðsins, undir stjórn Pouls Schlüters, fv. forsætisráðherra Danmerkur, um að afnema landamærahindranir á Norðurlöndum.

Danir hafa einnig orðið að beygja sig undir skuldbindingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá bar nafnamálið á góma í viðræðum forsætisráðherra Íslands og Danmerkur, Davíðs Oddssonar og Anders Fogh Rasmussens, á Íslandi á síðasta ári.

Friðrik bendir á að Íslendingar með tímabundna búsetu í Danmörku, aðallega námsmenn, hafi haft undanþágu frá lögunum frá árinu 1988, með sérstakri reglugerð, og fengið að kenna börn sín við föður eða móður. Með fyrirhuguðum lagabreytingum nú muni þetta gilda um alla Íslendinga í Danmörku.

Friðrik segir að frumvarp verði líklega lagt fram á danska þinginu í haust, sem byggist á fyrrnefndri skýrslu, og ný lög taki vonandi gildi um næstu áramót. "Dönsku nafnalögin hafa þótt ströng og Danir hafa einnig verið strangir við túlkun laganna. Við hér í sendiráðinu höfum viljað túlka þau þannig að fólk gæti nýtt sér íslensku nafnahefðina," segir Friðrik og bendir á að dönsk stjórnvöld hafi fylgt nafnalögunum svo strangt eftir að sektum hefur verið beitt hafi íslenskir foreldrar ekki skráð börn sín í þjóðskrá eftir lögunum, innan ákveðins tíma.

Af öðrum breytingartillögum dönsku nafnalaganefndarinnar má nefna að fólk í óvígðri sambúð má taka upp eftirnafn hvort annars, fólk í vígðri sambúð má taka upp millinafn hvort annars og breyta má millinafni í eftirnafn. Sem fyrr segir þurfa fleiri en 1.000 manns að bera það eftirnafn sem þeir vilja skipta yfir í, þannig að nöfn undir þeim fjölda teljast sértæk að mati dönsku nafnalaganefndarinnar. Þannig má t.d. Igor Ibrahimovic heita Igor Jensen og sami maður mætti skíra son sinn Alex Igorson, ef áhugi yrði á því.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli