Frétt

bb.is | 30.06.2004 | 15:05Nágrannaslagur á knattspyrnuvellinum

Horft yfir íþróttavellina á Torfnesi. Næst er gervigrasvöllurinn en handan hans er grasvöllurinn.
Horft yfir íþróttavellina á Torfnesi. Næst er gervigrasvöllurinn en handan hans er grasvöllurinn.
Stórleikur verður í B-riðli 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu þegar lið Ísfirðinga og Bolvíkinga mætast í kvöld á Torfnesvelli á Ísafirði. Leikir þessara nágrannaliða hafa í gegnum tíðina dregið að sér marga áhorfendur enda hin besta skemmtan. Liðin mættust tvisvar á Íslandsmótinu í fyrra og höfðu Ísfirðingar sigur í báðum leikjunum. Annar sigurinn fékkst reyndar með hjálp frá dómstólum í kjölfar kærumáls.

Haukur Benediktsson þjálfari BÍ sagðist í samtali við bb.is vera orðinn mjög spenntur. „Þetta hafa ávallt verið mjög skemmtilegir leikir og það er alltaf skemmtilegt andrúmsloft á svona nágrannaleikjum enda áhangendur beggja liða mættir. Hjá okkur eru allir heilir og því getum við teflt fram okkar sterkasta liði“, sagði Haukur.

Lið Ísfirðinga er nú efst í riðlinum og þeir hafa látið hafa það eftir sér að stefnan hafi verið tekin á að komast upp á milli deilda í haust. Haukur sagði því áríðandi að leikurinn í kvöld myndi vinnast. Með því yrði toppsætið betur tryggt. Aðspurður hvers vegna leikurinn færi fram á sama tíma og undanúrslitaleikur Evrópumeistaramótsins milli Hollendinga og Portúgala segir Haukur erfitt við það að ráða. „Í riðlakeppninni var leikjum seinkað á Íslandsmótinu en það er erfitt að eiga við það þegar komið er í undanúrslit því þá geta menn lent í framlengingu. Leikur okkar færi þá ekki fram fyrr en síðla kvölds. Ég vona að fólk taki ekki sjónvarpsleik framyfir alvöru „derby“leik við Djúp“, sagði Haukur að lokum.

Karl Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar UMFB, sagði leiki Bolvíkinga og Ísfirðinga ávallt vera spennandi og skemmtilega. „Það ríkir heilbrigður og skemmtilegur rígur á milli þessara félaga. Menn takast á inni á vellinum en um leið og leik er lokið fellur allt í ljúfa löð. Leikurinn í kvöld verður sérstaklega spennandi fyrir þá staðreynd að mér finnst bæði liðin vera á uppleið og því verður ekkert gefið eftir frekar en fyrri daginn“, sagði Karl.

Bæði Haukur og Karl sögðu lið sín stefna á sigur í kvöld.

Eins og áður sagði hefst leikurinn á Torfnesvelli á Ísafirði kl. 20. Er full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að mæta og styðja við bakið á liðum sínum í þessari baráttu.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli