Frétt

bb.is | 28.06.2004 | 17:34Flutningur olíubirgðastöðvar mun dýrari en endurbygging

Olíubirgðastöðin við Suðurgötu.
Olíubirgðastöðin við Suðurgötu.
Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf., segir ekki rétt að olíufélögin hafi lagst gegn hugmyndum um flutning olíubirgðastöðvar í Suðurtanga. Hins vegar sé slíkur flutningur mun kostnaðarsamari en uppbygging á því svæði sem félögin hafa nú til umráða við Suðurgötu. Hann segir uppbyggingu við Suðurgötu ekki á neinn hátt varna öðrum olíufélögum uppbyggingu á Ísafirði.

Eins og fram kom í fréttum bb.is í síðustu viku frestaði bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ákvörðun um framtíðarskipan olíubirgðastöðvar á Ísafirði. Viðræður um staðsetningu olíubirgðastöðvar hafa staðið áratugum saman og hefur vilji bæjaryfirvalda staðið til þess að framtíðarstaður verði á Suðurtanga eða við Sundahöfn.

Í samtali við bb.is segir Hörður að rétt sé að lóðaleigusamningur vegna stöðvar félagsins við Mjósund hafi runnið út árið 1993, en ákvæði hans um lóðaleigu og fleira hafi gilt óbreytt áfram til dagsins í dag. Það að lóðaleigusamningurinn sé útrunninn jafngildir því þó ekki að Olíudreifing geti ekki gert tilkall til áframhaldandi veru á lóðinni miðað við að gerður verði nýr lóðaleigusamningur. Hörður segir Olíudreifingu hinsvegar ekki hafa áhuga á því að byggja upp birgðastöðina við Mjósund, ekki síst vegna þess að bærinn þurfi augljóslega á lóðinni að halda til að mæta lóðaþörf fyrir íbúðarhúsnæði á svæðinu.

„Síðastliðin þrjú ár hefur félagið eyrnamerkt fjármuni í fjárhagsáætlun sinni til að taka niður þessa birgðastöð og skila lóðinni, sem og til uppbyggingar birgðastöðvar á öðrum stað enda ljóst að birgðastöðin stenst ekki kröfur yfirvalda um mengunarvarnir eftir árið 2005“, segir Hörður.

Hörður segir einnig að Olíudreifing starfræki ásamt Skeljungi birgðastöð við Suðurgötu. Hann segir að nyrsti hluti lóðar birgðastöðvarinnar hafi verið án lóðaleigusamnings í 17 ár en áréttar jafnframt að á þeim hluta lóðarinnar hafi ekki verið nein starfsemi tengd birgðastöðinni frá stofnun Olíudreifingar árið 1995 heldur séu þar grafnir geymar í jörð sem ekki séu í notkun. Um syðri hlutann gildi lóðaleigusamningur til 99 ára frá árinu 1950 og þar standi tveir stærstu geymar félaganna.

„Félögin hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld að þeim verði heimilað að byggja upp þessa birgðastöð og þar með talið að nyrsta hluta lóðarinnar verði endurúthlutað til félaganna svo byggja megi upp birgðastöð á staðnum sem þjóni öllum þörfum félaganna og falli jafnfram ágætlega að þeirri starfsemi sem er á þessu svæði svo sem Orkubúinu. Bæjaryfirvöld hafa á móti reifað þá hugmynd að birgðastöðin yrði flutt á Suðurtanga. Það er ekki rétt sem fram hefur komið að lagst hafi verið gegn þeirri hugmynd. Hinsvegar er hún mun kostnaðarsamari en uppbygging stöðvar við Suðurgötu og því hefur verið sett fram af hálfu félaganna ósk um að bærinn greiði mismun á þessum tveimur framkvæmdum svo sem fordæmi eru fyrir bæði á Akureyri og í Reykjavík og var til umræðu í Vestmanneyjum.“

Hörður segir málið allt snúast um kostnað og sem dæmi nefnir hann að ekki sé dýrara að keyra bensín til Vestfjarða frá Reykjavík heldur en að byggja upp nýja bensínbirgðastöð á Suðurtanga. „Tíminn flýgur frá okkur, með frestun á afgreiðslu málsins til hausts er líklegra en ekki að enn eitt árið líði án þess farið verði í framkvæmdir við endurbyggingu birgðastöðvar á Ísafirði auk annarra óþæginda svo sem að óvíst er að farið verði í endurnýjun á afgreiðslulögnum í viðlegukanti innri hafnar eins og til stóð þar sem ekki er forsvaranlegt að fara í slíka framkvæmd á meðan málin eru jafn óráðin og nú er. Það hlýtur að vera orðið tímabært að tekin verði afstaða til framkominnar óskar félaganna eftir tveggja ára umþóttunartíma ekki síst þar sem hér eru fyrirtæki sem starfa á grunni áratuga langrar starfsemi á Ísafirði.“

Aðspurður hvort endurbygging olíubirgðastöðvar við Suðurgötu útiloki ekki innkomu nýrra félaga í olíusölu segist Hörður ekki skilja þá umræðu. „Þau rök þarfnast nánari skýringa þar sem á engan hátt er hægt að skilja hvernig uppbygging við Suðurgötu hindri úthlutun á lóð til birgðastöðvabyggingar til dæmis á Suðurtanga eða öðrum þeim stað sem bærinn ákveður. Kostnaður við uppbyggingu birgðastöðvar fyrir nýjan aðila verður sá sami hvort sem hann er í nálægð við birgðastöð Olíudreifingar eða ekki. Menn geta treyst því að Olíudreifingu gengur ekkert annað til í þessu máli en að fá leyfi til að byggja upp á Ísafirði birgðastöð sem uppfyllir allar kröfur opinberra aðila um rekstur slíkrar stöðvar, sem allra fyrst, og á sem hagkvæmasta máta.“

Hvað umhverfis- og öryggismál birgðastöðvanna á Ísafirði varðar segir Hörður að þrátt fyrir að þau mál hafi ekki verið eins og best verður á kosið hingað til séu þau innan þeirra reglna sem yfirvöld setja um rekstur slíkra fyrirtækja. Tafir á ákvörðun um framtíð stöðvanna tefji enn frekar fyrir því að þeim málum verði komið í viðunandi horf.

„Hugur okkar hefur staðið til þess að gera úrbætur í þeim efnum síðustu ár og samkvæmt reglugerðum verður það að gerast fyrir lok árs 2005. Við þá dagsetningu viljum við standa en til þess að svo geti orðið verða bæjaryfirvöld að taka ákvörðun í málinu“, sagði Hörður.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli