Frétt

mbl.is | 28.06.2004 | 14:07Rök standa til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan sæti skilyrðum

Starfshópur ríkisstjórnarinnar um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarp segir í skýrslu sinni til ríkisstjórnarinnar, að rík efnisleg rök standi til þess að þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar sæti skilyrðum með tilliti til þátttöku og/eða að meirihlutann myndi ákveðið hlutfall atkvæðisbærra manna.

Segir starfshópurinn að telja megi sennilegt að heimilt sé að setja almenn lög nú um hófleg skilyrði um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, sem ekki feli í sér neins konar fyrirfarandi tálmun á beitingu atkvæðisréttar, eins og komist er að orði.

Starfshópurinn segir að þó svo halda megi því fram að unnt sé að láta fara fram atkvæðagreiðslu á grundvelli 26. gr. stjórnarskrár án þess að sett séu sérstök skilyrði um þátttöku, aukinn meirihluta og annað slíkt, megi telja, að veruleg rök séu engu að síður til þess að setja slíkri atkvæðagreiðslu tiltekin skilyrði, enda samræmist þau lýðræðislegum markmiðum stjórnarskrárinnar og setji atkvæðagreiðslunni ekki fyrirfarandi tálmanir.

Segir hópurinn að sjónarmið í þessa veru hafi komið fram hjá flestum þeim álitsgjöfum sem starfshópurinn leitaði til, til fyrirkomulags þjóðaratkvæðagreiðslna sem fara fram erlendis við aðstæður sem helst má telja sambærilegar, sem og fleiri atriða sem rakin hafa verið hér að framan.

Á hinn bóginn væri ljóst að ekki sé vafalaust að slíkur áskilnaður í lögum nú stæðist tilteknar stjórnskipulegar formkröfur. Hafi mismunandi skoðanir m.a. komið fram um það efni hjá löglærðum álitsgjöfum sem fyrir starfshópinn komu.

Segir starfshópurinn það ljóst að ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar geti ekki talist fela í sér endanlega afstöðu stjórnarskrárgjafans til fyrirkomulags atkvæðagreiðslu á grundvelli ákvæðisins. Þá bendi lögskýringargögn afdráttarlaust til þess, að vegna aðstæðna á þeim tíma þegar ákvæðið var lögfest hafi stjórnarskrárgjafinn ekki fjallað um nánara fyrirkomulag á atkvæðagreiðslunni. Af þessu leiðir að almenni löggjafinn þurfi að mæla fyrir um reglur sem nánar skýra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar, en slíkt verði að teljast í samræmi við almennar lögskýringarkenningar á þessu sviði, þ.e. að almenna löggjafanum sé heimilt að mæla fyrir um slíkar reglur, enda gangi þær ekki gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og þeim meginreglum sem hún byggir á.

„Óumdeilt er að reglur stjórnarskrárinnar um þingræði teljast til grunnreglna íslenskrar stjórnskipunar. Í því fulltrúalýðræði sem þingræðisreglan byggir á felst jafnframt að fyrirkomulag það sem mælt er fyrir um í 26. gr. telst undantekningarregla að þessu leyti. Ætla verður að það væri andstætt þessum meginreglum stjórnarskrár að litlum hluta kjósenda væri falið það vald að afnema lög sem sett hafa verið á stjórnskipulegan hátt samkvæmt meginreglum stjórnarskrárinnar um lagasetningarvald,“ segir í niðurstöðum starfshópsins.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli