Frétt

| 19.06.2001 | 13:33Múrarnir standa óhaggaðir

Í ritstjórnargrein Morgunblaðsins í dag er fjallað um úrskurð Áfrýjunarnefndar samkeppnismála varðandi fyrirtæki sem annast heildsölu og dreifingu grænmetis og ávaxta. Í greininni segir m.a.:
Þótt grænmetis- og ávaxtaheildsalar hafi fengið ákveðna uppreisn, og þá sérstaklega Mata, með úrskurði áfrýjunarnefndarinnar, er hann að öðru leyti staðfesting á því, sem fram hefur komið. „Telja verður sannað að fyrirtækin sem hér koma við sögu beittu verðsamráði, framleiðslustýringu, markaðsskiptingu og öðrum þeim aðgerðum sem nefnd eru í hinni áfrýjuðu ákvörðun til að skipta markaðnum, draga úr framboði og halda uppi verði“, er sagt í úrskurði nefndarinnar. „Í heild verður að telja sannað að SFG og aðildarfélög þess hafi komið á kvótakerfi í útiræktuðu grænmeti þar sem framleiðslumagn var takmarkað og því skipt milli framleiðenda. einnig að gripið hafi verið til aðgerða til að takmarka framleiðslu á ylræktuðu grænmeti innan aðildarfélaga SFG.“ Þessi orð eru afdráttarlaus og þau er ekki hægt að misskilja.

Í úrskurðinum segir að í máli þessu hafi ekki verið „glögglega leidd í ljós þau verðáhrif sem samráðið hefur haft í för með sér á umræddum markaði“, en það var tæplega til verðlækkunar og þess utan hlýtur að teljast hæpið að horfa mildandi augum á brot fyrir þær sakir einar að þeir sem brutu höfðu ekki erindi sem erfiði.

Þau fyrirtæki, sem hér eiga hlut að máli, ráða yfir um 90% markaðarins, sem tekur til sín 15% af útgjöldum heimilanna. Þeirri markaðsstöðu hafa þau meðal annars náð í skjóli innflutningsverndar og -hafta í formi tolla og álaga. Þeir múrar standa enn óhaggaðir. Uppljóstranir undanfarinna mánaða hafa komið mörgum á óvart og vakið reiði. Þau vinnubrögð, sem grænmetis- og ávaxtaheildsalar hafa viðhaft um árabil, eiga ekkert skylt við frjálsa samkeppni og það er ekki hægt að segja að þeir hafi haft hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Hagsmunir neytenda eru stjórnvöldum ekki heldur efst í huga miðað við það kerfi, sem byggt hefur verið upp og er tímabært að þar verði breyting á. Úrskurður áfrýjunarnefndarinnar er ekki lokaskrefið í þessu máli og kemur nú til kasta dómskerfisins. Þar munu öll gögn málsins verða vegin og metin. Brýnasta verkefnið núna er hins vegar að snúa sér að rótinni að því ástandi, sem ríkt hefur á grænmetismarkaði, afnema tollaverndina og innleiða frjálsa samkeppni.

bb.is | 29.09.16 | 14:50 Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með frétt Alþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli