Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson. | 25.06.2004 | 17:13Ósannindi Vestfjarðaþingmanns

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Afar aumt yfirklór Einars K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, birtist í grein hans „Átök - enn eina ferðina“, í Fiskifréttum þann 11. júní, og á hér á vef Bæjarins besta tíu dögum síðar. Þar reynir hann að bera í bætifláka fyrir þá staðreynd að hann og félaga hans í ríkisstjórninni skorti kjark og festu til að verja og endurbæta sóknardagakerfi handfærabáta til að skapa þessum flota stöðugra rekstrarumhverfi og gera reglur varðandi veiðar þeirra skýrari. Í staðinn var þessi floti þvingaður í kvótakerfi með vafasömum aðferðum á síðustu dögum þingsins nú í maílok.

Stjórnarandstaðan vildi daga
Einar K. Guðfinnsson upplýsir í grein sinni að „Við vinnslu málsins á Alþingi var það pólitískt mat okkar margra sem höfðum talað fyrir sóknarstýringu við veiðar smábátanna, að ekki væru nú forsendur til staða til þess að verja öflugt og þróttmikið sóknarkerfi“.

Þetta er alrangt. Það átti að vera öruggur meirihluti á þingi fyrir því að verja dagakerfið. Stjórnarandstöðuþingmenn vildu allir sem einn gera það. Setja í það skýrar reglur um dagafjölda, og um leið setja reglur sem takmörkuðu sóknargetu hvers báts. Þar er einkum um að ræða takmarkanir á rúllufjölda, og ákvæði sem gerðu það að verkum að vélastærðir bátanna hefðu áhrif á það hve marga sóknardaga þeir fengju úthlutað árlega. Svipað hélt maður að væri uppi á teningnum hjá að minnsta kosti fjórum stjórnarliðum.

Hins vegar kom í ljós nú í vor, að stjórnarliðar höfðu nákvæmlega engan áhuga á því að ræða hvernig mætti verja dagakerfið. Dagabátarnir skyldu fara í kvóta. Þetta kom skýrt fram, bæði á fundum sjávarútvegsnefndar og við umræður í þingsal.

Svikararnir
Að sjálfsögðu var þetta fyllilega á skjön við óskir félaga smábátasjómanna sem einróma vildu verja dagakerfið og taka þátt í að útfæra það frekar og betrumbæta það. Alvarlegust var þó sú staðreynd að þetta var fyllilega á skjön við fyrri loforð og yfirlýsingar þriggja þingmanna sem allir sitja í sjávarútvegsnefnd. Þessir menn mynduðu þann meirihluta sem stjórnarflokkarnir þurftu til að eyðileggja dagakerfið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir sjávarbyggðir allt í kringum landið. Þessir menn sviku þau heit sem þeir höfðu gefið kjósendum sínum.

Þetta eru Einar K. Guðfinnsson og framsóknarþingmennirnir Hjálmar Árnason og Kristinn H. Gunnarsson. Fjórði þingmaðurinn sem brást svo hrapallega er Einar Oddur Kristjánsson. Allir voru búnir að heita því að þeir ynnu að því að verja dagaflotann. Nóg er af sönnunum fyrir því.

Tóm lygi
Fyrir áramót lögðu Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir fram frumvarp sem kvað á um að bátarnir fengju 23 daga „gólf“ í dagafjölda. Einnig var ákvæði um fjölgun um einn sóknardag fyrir hver 20.000 tonn sem bætt yrði við umfram 230.000 tonna heildarkvóta af þorski á hverju fiskveiðiári. Þetta frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu í þinginu en svo var það látið daga uppi mánuðum saman í sjávarútvegsnefnd án þess að það væri einu sinni rætt.

Einar K. skrifar í grein sinni um þetta frumvarp: „...voru hinar nýju tillögur stjórnarandstæðinga síst af öllu fallnar til þess að festa dagakerfið í sessi. Það var því greinilega um tómt mál að tala að taka saman höndum við stjórnarandstæðinga nú“. Mér sárnar þegar ég les svona rakalausan lygaþvætting úr penna þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Hér reynir þingmaðurinn hreinlega að stilla hlutunum upp þannig að það hafi í raun verið stjórnarandstöðunni að kenna að dagabátarnir voru settir í kvóta. Þetta er lygi og það er auðvelt að sanna.

Sáttarhönd rétt fram
Einar hélt ræðu í þinginu þegar frumvarp sjávarútvegsráðherra var tekið til 1. umræðu þann 17. maí sl. Þar kom skýrt fram hjá honum, og þar var ég alveg sammála, að það væri ekki nóg að setja bara gólf í fjölda sóknardaga heldur yrði einnig að setja reglur um sóknargetu bátanna. Til að mynda ákvæði um rúllufjölda á bát og hugsanlega vélastærðir.

Við sem stóðum að frumvarpinu um „gólf“ fyrir dagabátana, töldum hins vegar að ákvæði um búnað og veiðarfæri bátanna væri reglugerðarútfærsla og ætti ekki heima í lögum. Eðlilegra væri að sjávarútvegsráðuneytið sæi um slíkt, enda löng hefð fyrir því að það semji reglur um gerð og búnað veiðarfæra. Auðvelt er að nálgast umræður um þetta mál á vef Alþingis (www.althingi.is).

Í andsvari mínu við ræðu Einars sagði ég m. a. eftirfarandi: „Það er mjög löng hefð fyrir því að ráðuneytið sjái um þessa tegund reglugerða. Ef hv. þm. vill hins vegar fá einhverja lagasetningu og lagasmíð í kringum þetta skal ég meira en gjarnan taka þátt í þeirri vinnu með honum. Það er ekkert mál. Ég væri alveg til í það þannig að það sé á hreinu“. Hér tók ég sem sagt undir með Einari um að það þyrfti að setja ákvæði um rúllufjölda, þó ég teldi að það nægði að gera það með reglugerð en hann teldi þurfa lög um slíkt. Auk þess lýsti ég því yfir að við værum tilbúnir að fella út ákvæðið um aukningu á dagafjölda í takt við aukningu á heildarþorskkvóta. „Mér sýnist að þá sé ekkert mjög langt í að við náum saman, ég og hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, um nýja lagasetningu“, sagði ég að lokum.

Slegið á höndina
Hverju svaraði Einar þegar að honum var rétt þessi sáttfúsa hönd sem hann þykist ekki kannast við í dag? Hann var snöggur að slá á hana. „Hv. þm. bauð mér upp á að við færum að semja ný lög úr ræðustólnum. Ég ætla ekki að gera það. Ég er í ríkisstjórnarsamstarfi og mun á þeim vettvangi fyrst og fremst reyna að beita mér fyrir því að við breytum þeim lögum sem við viljum breyta en ég held að við gerum ekki pólitískt samkomulag úr ræðustólnum um þessi mál, hv. þingmaður“, var svarið sem ég fékk þann 17. maí sl..

Augljóst var að Einar K. Guðfinnsson og vinir hans höfðu engan vilja til að verja dagakerfi smábáta sem hann hefur þó mært mörg undanfarin ár og aldrei hærra en í undanfara kosninga. Hann er í „ríkisstjórnarsamstarfi“. Í liði. Þar gildir að allir trampi í takt og hlýði skipunum foringjanna. „Agi verður að vera í hernum“, sagði Davíð Oddsson og eftir höfðinu dansa limirnir.

„Skítt með kjósendur og skítt með fólkið í sjávarbyggðum landsins“, hafa þeir eflaust hugsað félagarnir Einararnir tveir að vestan og framsóknarþingmennirnir Hjálmar Árnason og Kristinn H. Gunnarsson þegar þeir ákváðu að kikna í hnjáliðunum og fallast á kné og samþykkja að setja síðustu trillurnar í vébönd kvótabrasksins. Kannski héldu þessir ómerkingar að með þessu væru þeir að forðast reiði og ónáð Davíðs, Halldórs og LÍÚ.

Ég hygg að reiði almennra kjósenda í sjávarbyggðum Íslands eigi nú eftir að verða þeim skeinuhættari þegar fram líða stundir. Ég hlakka til að sjá svar Einars K. við þessari grein.

Höfundur er varaformaður Frjálslynda flokksins, formaður þingflokks hans og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli