Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 16:52Höfuðnauðsyn að ná nýjum aðilum í bensínsölu á landsbyggðinni

Olíufélögin hafa um árabilið rekið saman bensínstöð á Ísafirði.
Olíufélögin hafa um árabilið rekið saman bensínstöð á Ísafirði.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir höfuðnauðsyn að ná nýjum aðilum inn í bensínsölu á landsbyggðinni til þess að tryggja lægra verð. Hann segir olíufélögin hafa sjálf hirt ágóðann af samrekstri bensínstöðvar á Ísafirði en engu skilað til viðskiptavina. Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu Skeljungs, segir rekstur bensínstöðva á landsbyggðinni ekki standa undir lægra bensínverði og að hagræðing vegna sjálfsafgreiðslu viðskiptavina skili sér ekki í þeim mæli að hægt sé að veita sama afslátt þar og í Reykjavík.

Nú þegar helsti ferðatími landsmanna fer í hönd er eðlilegt að ökumenn velti fyrir sér verði á eldsneyti á bifreiðar sínar. Með tilkomu Atlantsolíu á markaðinn virðist sem samkeppni hafi aukist mjög. Það er þó einungis bundið við næsta umhverfi stöðva Atlantsolíu á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem staðbundin og grimmileg samkeppni ríkir á Selfossi. Við athugun á heimasíðum olíufélaganna í dag kom í ljós að lægst er verðið á bensíni hjá Orkunni í Hafnarfirði 99,70 krónur fyrir hvern lítra í sjálfsafgreiðslu. Þar er raunar hægt að kaupa bensínlítrinn á 97,70 með því að kaupa sérstök bensínkort sem einungis er hægt að nýta á stöðvum Orkunnar. Hæst er verðið hinsvegar í sjálfsafgreiðslu 108,90 krónur fyrir hvern lítra á nokkrum bensínstöðvum m.a. hjá Skeljungi á Bíldudal og Esso á Patreksfirði. Á bensínstöðvum við Djúp er verðið það sama eða 107,90 krónur.

Eins og áður hefur verið minnst á í fréttum bb.is er afsláttur vegna sjálfsafgreiðslu ekki sá sami eftir því hvar á landinu fólk dælir á bílinn sinn. Þannig er afslátturinn aðeins tvær krónur á Bíldudal og Patreksfirði en þrjár krónur við Djúp. Þar hækkaði afslátturinn úr tveimur krónum í þrjár fyrir skömmu. Þegar kemur á höfuðborgarsvæðið er aflslátturinn mun meiri hjá stöðvum með svipað og jafnvel meira þjónustustig. Margrét Guðmundsdóttir hjá Skeljungi segir þennan mismunandi afslátt eiga sér þær skýringar að hagræðing við sjálfsafgreiðslu skili sér mjög misjafnlega í rekstri stöðvanna. Þar sem meiri umsvif séu skili þessi hagræðing sér best og þar sé afslátturinn því hærri. Sömu sögu segir hún vera með mismunandi útsöluverð. Þar ráði auðvitað samkeppnisumhverfið miklu en einnig sé dýrara að reka litlar stöðvar úti á landi og því sé bensínverðið hærra þar.

Á Ísafirði hafa olíufélögin rekið í sameiningu bensínstöð um áratugaskeið. Því má draga þá ályktun að félögin hafi hagnast mun meira á þeirri starfsemi en ef um margar stöðvar væri að ræða. Aðspurð hvers vegna það kæmi ekki fram í lægra verði stöðvarinnar kvaðst Margrét ekkert geta sagt. Sá rekstur væri á ábyrgð Olíufélagsins og því yrðu starfsmenn þess félags að svara fyrir það.

Eins og áður sagði er munur milli bensínstöðva á suðvesturhorninu annarsvegar og landsbyggðarinnar nokkur. Ekki er óraunhæft að ætla að fjölskyldubifreið fari með að lágmarki 2.500 lítra af bensíni á ári. Því er aukakostnaður þeirra sem búa við hæst eldsneytisverð verulegur eða um 28 þúsund krónur á ári. Til samanburðar má fyrir þá upphæð kaupa tvo farseðla með lággjaldaflugfélagi frá Íslandi til London og til baka. Aðspurð hvort að landsbyggðarfólk sé að greiða niður verðsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu segir Margrét það af og frá. Verðið á landsbyggðinni endurspegli einungis þann kostnað sem liggi í rekstri stöðvanna á hverjum stað fyrir sig.

Á sama tíma og verðsamkeppni olíufélaganna nær einungis til afmarkaðra landssvæða hefur mikil samkeppni á matvörumarkaðnum skilað sér í lægra vöruverði mjög víða á landsbyggðinni t.d. er sama verð í Bónus á Ísafirði og í Reykjavík. Aðspurð hvers vegna slíkt skili sér ekki í samkeppni í eldsneyti segir Margét að hún geti ekki svarað fyrir um verðstefnu Bónuss. Það sé þeirra mál og hún þekki ekki þann rekstur og ekki sé rétt að bera þessa hluti saman.

Neytendasamtök Íslands birtu í gær verðkönnun þar sem áðurnefndur verðmunur á milli einstakra bensínstöðva annarsvegar og landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins hinsvegar kom í berlega í ljós. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir könnunina staðfesta að verð ráðist af samkeppni og raunar sé verðsamkeppnin mest þar sem til staðar sé einhver stöð frá Orkunni, Egó, ÓB eða Atlantsolíu. Því sé það greinilega höfuðnauðsyn fyrir landsbyggðarfólk að ná til sín stöðvum frá þessum nýju aðilum ef takast á að lækka eldsneytisverð.

Jóhannes segir það jafnframt óásættanlegt að ekki skuli vera sami sjálfsafgreiðsluafsláttur á öllu landinu hjá stöðvum. Slík mismunum eigi ekki að líðast. Hann segir það líka forkastanlegt og útúr öllu korti að Ísfirðingar skuli ekki njóta þess í verði að olíufélögin hafi rekið bensínstöð þar um áratuga skeið. Hann segir það ljóst að þar hafi olíufélögin hirt af Ísfirðingum mikinn gróða. „Það er ekki hægt að sætta sig við slík vinnubrögð lengur og vonandi verður slíkur rekstur bannaður innan tíðar. Þau rök sem notuð voru fyrir slíkum samrekstri hafa ekki haldið í reynd því gróðinn hefur aðeins skilað sér til olíufélaganna sjálfra en ekki með neinum hætti til viðskiptavinanna“. sagði Jóhannes.

hj@bb.is

Sjá einnig:
Minni afsláttur fyrir að dæla sjálfur á Vestfjörðum en á höfuðborgarsvæðinu

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli